Vinnan - 01.11.1985, Qupperneq 19
Rafiðnaðarskóli stofnaður
Rafiðnaðarskólinn, en að honum standa Eftirmenntunarnefnd raf-
iðnar og Eftirmenntun rafeindavirkja, var opnaður með viðhöfn 20.
september sl. Skólinn er í leiguhúsnæði að Skipholti 7. Þessi nýja og
bætta aðstaða gerir nú kleift að bjóða bæði upp á dag- og kvöldnám-
skeið. Forsvarsmenn skólans eru þeir Guðmundur Gunnarsson og
Örlygur Jónatansson.
Frá stofnun Rafiðnaðarskólans, á innfelldu myndinni er Guðmundur Gunnarsson að
rekja aðdragandann að stofnun skólans.
Aukin tengsl skóla
og atvinnulífs
Inga Jóna Þórðardóttir, fulltrúi hjá
menntamálaráðuneytinu, opnaði skól-
ann í fjarveru Ragnhildar Helgadóttur
menntamálaráðherra. Hún sagði m. a.
að menntamálaráðherra hefði mikinn
áhuga á að stuðla að auknum tengslum
skóla og atvinnulífs og væri samvinna
vinnuveitenda og launþega í rafiðnað-
inum þar til eftirbreytni. Inga Jóna
Þórðardóttir sagði að nú væri unnið að
endurskoðun iðnfræðslulöggjafarinnar
og vonaðist hún til að störfum nefndar-
innar lyki um miðjan vetur og þá væri
hægt að leggja fram nýtt frumvarp um
iðnfræðslu síðla vetrar.
Eftirmenntun hentug
og nauðsynleg
Guðmundur Gunnarsson, sem borið
hefur hita og þunga af eftirmenntunar-
málefnum rafvirkja á undanförnum ár-
um sagði m. a. í ávarpi sínu:
„Öllum er kunnugt um hina öru þró-
un rafbúnaðar undanfarin ár, sem segja
má að hafi hafist með tilkomu hálfleiö-
arans og síðan tekið verulegt skrið upp
úr 1970, þegar örtölvan kom.
Þessi þróun hefur valdið mikilli
breytingu á verkefnum rafiðnaðar-
manna.
í dag starfa hlutfallslega mun fleiri
rafiðnaðarmenn en nokkru sinni áður
við rekstur, viðhald og þjónustu svo og
hönnun, framleiðslu og uppsetningu
stýri- og tölvubúnaðar fyrir atvinnu-
vegina. Nær öll störf í rafiðnaðinum
eru sífellt að verða flóknari og sérhæfð-
ari. Þetta hefur kallað á meiri menntun
og sérhæfingu. Eftirmenntunarkerfi er
mjög heppilegt til að koma til móts við
þessa þróun, með námskeiðum er hægt
að koma nýjungum á framfæri við
vinnumarkaðinn á tiltölulega skömm-
um tíma. Þau eru einnig nauðsynleg
þegar menn vilja færa sig milli starfa og
þurfa að afla sér frekari menntunar.
Gott samstarf viö
Iðnskólann
Þetta hefur valdið því að þörf rafiðnað-
armánna fyrir námskeiðin er mikil og
við höfum orðið að fjölga þeim veru-
lega. Nær öll námskeið eftirmenntun-
arnefndanna hér á höfuðborgarsvæð-
inu hafa verið haldin í Iðnskólanum í
Reykjavík. Við höfum átt mjög gott
samstarf við starfsfólk rafmagnsdeild-
anna þar. En aukin starfsemi okkar, og
vaxandi áhugi og þörf fyrir dagnám-
skeið, hefur valdið því að nauðsynlegt
var að koma upp okkar eigin kennslu-
aðstöðu.
Þar sem liðlega helmingur nám-
skeiða rafvirkjanna eru haldin úti á
landi sáum við fram á að þörf eftir-
menntunarnefnda samtakanna fyrir
kennsluaðstöðu féll mjög vel saman, og
í sameiningu gátum við náð mjög góðri
nýtingu á húsnæði og tækjum.
Góðir gestir, undirstaða aukinnar
iðnaðaruppbyggingar hér á landi felst í
því að til séu iðnaðarmenn, sem geta séð
um rekstur og viðhald á þeim tækjum
sem iðnaðurinn þarf á halda. Iðnaðar-
menn, sem þekkja það nýjasta og besta
í sinni iðngrein hverju sinni.
Þær miklu fjárhæðir, sem samtök
rafiðnaðarmanna hafa lagt í eftir-
menntun sína og sókn félagsmanna inn
á námskeiðin, sýnir vilja rafiðnaðar-
manna til að vera með í uppbygging-
unni.
Þá leyfi ég mér að nota þetta tækifæri
til þess að þakka þeim fyrirtækjum og
einstaklingum sem sýnt hafa starfi okk-
ar velvild, m. a. með því að gefa okkur
kennslutæki eða greiða fyrir þessu
starfi á annan hátt.
Hugartölvan
Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra
var einnig viðstaddur opnun skólans og
flutti hann stutta en snjalla tölu. Hann
sagði m. a. að sér hefði verið tjáð að
tölvutæki af nýjustu gerð, sem skólinn
VINNAN 19