Vinnan - 01.11.1985, Síða 21
MFA tekur upp samstarf viö Tómstundaskólann:
Aðsóknin kom á óvart
Þessi míkli áhugi á starfi Tómstundaskólans
hefur sannarlega fariö fram úr okkar björtustu
vonum. Við bjuggumst viö góöum undirtektum,
endabýðurskólinn uppáýmislegt, sem ekki er
á boðstólum annars staðar, en miðað við það
mikla frístundanám, sem í boði er þá hefur
þessi mikla aðsókn að skólanum komið
skemmtilega á óvart.
Stundvísi og áhugi
— Að hvaða leyti er námið í Tóm-
stnndaskólanum fiábrngðið venjnlegu
skóianámi?
— Það eru t. d. ekki próf hjá okkur,
en það sem vekur sérstaka athygli hér í
Þrúðvangi, þar sem kennslan fer fram,
er stundvísi og áhugi þátttakenda. Oft-
ast eru þátttakendur komnir á staðinn
talsvert áður en kennsla hefst og ég held
ég megi næstum því segja að kennslu-
stundir hefjast að jafnaði skömmu fyrir
auglýstan tíma. Það er því betra fyrir
fólk að vera stundvíst í Tómstundaskól-
anum.
..
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
skólastjóri Tómstundaskókms.
tekur fjölmiðlun hjá okkur, verður
væntanlega hæfari til að takast á hend-
ur verkefni á því sviði.
Svipmynd frá skólastarfinu.
Vrö erum að ræða við Ingibjörgu
Guðmundsdóttur, skólastjóra Tóm-
stundaskólans. Á fimmta hundrað
manns hafði samband við skólann nú
við skráningu á haustönn og þegar eru
skráðir á námskeið í skólanum hátt í
þrjú hundruð þátttakendur á 27 nám-
skeiðum. Samstarf tókst nýlega milli
MFA og Tómstundaskólans um rekstur
skólans fyrir það starfsár, sem nú er að
hefjast. Við spyrjum Ingibjörgu Guð-
mundsdóttur, hvaða möguleika Tóm-
stundaskólinn veiti væntanlegum þátt-
takendum í frístundanámi.
— Það eru í rauninni víðtækir
möguleikar sem bjóðast í námi við
Tómstundaskólann. Víð bjóðum ekki
upp á hreina starfsmenntun í þeim
skilningi eða formlega skólamenntun.
En fólk getur hins vegar valið sér ákveð-
ið námskeið hjá okkur eins og t. d. ætt-
fræði eða stjómun og rekstur fyrir-
tækja og aukið þar verulega við þekk-
ingu sína.
Fóik vilí bæfa við
sig þekkingu
— Hvaða ástæður ráða því að fólk leit-
ar inn í frístundanámskeið Tómstunda-
skólans?
— Ástæðurnar em vitanlega marg-
vtslegar. En meginástæðan er oftast sú
að fólk hefur áhuga á tilteknu efni og
vill bæta við sig þekkingu, ná sambandi
við aðra með svipuð áhugamál og
þroska sig. Við lítum ekki á þetta sem
beina starfsmenntun, þótt sum nám-
skeiðin nálgist að vera það. Ég nefni
námskeiðið um fjölmiðlun í því sam-
bandi. Við útskrifum ekki blaðamenn.
En sá sem hefur áhuga á því sviði og
Mér dettur líka í hug að nefna, að
fólk situr á sumum námskeiðum okkar
í allt að þrjá klukkutima án þess svo
mikið að taka sér kaffihlé. Það er til
marks um mikinn áhuga og rækt við
námið.
— Hafa allir efni á að stunda nám í
Tómstundaskólanum?
— Við reynum að stilla námskeiðs-
gjöldum eins mikið í hóf og kostur er.
20 stunda námskeið kostar að jafnaði
2.600 krónur. Vitanlega verð ég vör við
að fólk hættir við þátttöku vegna fjár-
hagsástæðna, en við bindum t. d. vonir
við að félagasamtök, fyrirtæki og ekki
síst verkalýðsfélög komi inn í þetta og
létti undir með félagsmönnum sínum,
greiði t. d. hluta þátttökugjalds eða
styðji þessa starfsemi á annan hátt.
— Hvernig list þér á samstarfið við
MFA?
— Ágætlega. MFA hefur haft áhuga
á að sinna meira frístundanámi, en ekki
VINNAN 21