Vinnan


Vinnan - 01.11.1985, Page 22

Vinnan - 01.11.1985, Page 22
Svipmynd frá félagsmálanámskeiðinu. (Ljósm. Þjóðv.). Kraftur í námskeiöa- haldi hjá Iðjufólki Tímaiaun fyrir friði og frelsi Á 32. þingi Sænska máliðnaðar- sambandsins var ákveðið að efna til þjóðarátaks undir kjörorðinu: Ein tímalaun fyrir frið og frelsi. Hugmyndin er sú að allir gefi ein tímalaun í sjóð, sem síðan mun styrkja ýmis félög og samtök sem berjast gegn hungri, frelsissvipting- um og fyrir friðarmálefnum. Aðal- átakið verður á degi Sameinuðu þjóðanna, 24. október nk., en söfn- unin varir frá 5. september til 31. desember. Nokkrir málsmetandi menn í Sví- þjóð munu sitja í sjóðsstjórninni. haft tök á því að gera það á svo víðtæk- an hátt sem Tómstundaskólinn hefur gert. MFA getur stutt Tómstundaskól- ann með aðstöðu og þjónustu og þann- ig þjónað markmiðum, sem í rauninni eru okkur sameiginleg. Áhugamál tengd listsköpun — Á hverju hefur fólk mestan áhuga? — Það má eiginlega skipta þessu í tvennt. Annars vegar eru handverks- námskeið og virkileg tómstundaáhuga- mál oftast tengd einhvers konar list- sköpun, ég nefni hér t. d. ljósmynda- töku, myndlist og skrautritun. Hins vegar eru svo námskeið, sem styrkja þátttakendur í því sem þeir eru að gera í starfi; í þessu sambandi vil ég nefna námskeið eins og bókhald smærri fyrir- tækja og rekstur og stofnun smærri fyr- irtækja. Þetta eru mjög hagnýt nám- skeið þó að þau séu ekki eiginleg starfs- þjálfun. Ég má líka til að koma þvi að hér, að við höfum í bígerð tvö námskeið um starfsráðgjöf fyrir fólk, sem vill breyta til í starfi eða fara út á vinnumarkaðinn. Hér erum við fyrst og fremst að hugsa um tvo hópa; ungt fólk, sem er að leita fyrir sér um heppilegan starfsvettvang og hins vegar fólk, sem hefur verið lengi í sama starfi og vill skipta, eða hefur verið heimavinnandi. — Að lokum, Ingibjörg. Ert þú á námskeiði? — Já, vitanlega er ég á námskeiði. Hvað annað? Þh Þann 24. september sl. hófst á vegum Iðju sex kvölda félagsmálanámskeið og sækir námskeiðið 21 félagsmaður. Námskeiðið, sem stóð til 10. október, er í samstarfi við MFA. Halldór Grönvold sagði að nám- skeiðsfólkið væri mjög áhugasamt og hefði því komið til tals að lengja nám- skeiðið. Hann sagði að búið væri að ákveða nokkur námskeið til viðbótar, þar á meðal eitt trúnaðarmannanám- skeið nú í lok mánaðarins, annað í febrúar og hið þriðja í apríl. Þessi nám- skeið eru í samvinnu við MFA. Þá verður efnt til fræðslufundar í Við slógum á þráðinn til Halldórs Grönvold, starfsmanns Iðju, og sagði hann að um 25% félagsmanna væru í bónusvinnu og væri langstærsti hlutinn fólk sem starfaði í fata- og vefjariðnaði. Búið er að ganga frá samningum við saumastofu Hagkaupa, saumastofu Álafoss og verið að ganga frá samning- um við Sjóklæðagerðina. Þó að sami heildarrammi liggi til grundvallar þess- um samningum þá þarf að gera sérstaka vinnustaðasamninga vegna mismun- andi efna er fólk vinnur með og mis- nóvember um réttindi verkafólks í slysa- og veikindaforföllum og í mars verður þriggja kvölda námskeið um launa- samninga og launakerfi. í undirbúningi er tölvunámskeið í samráði við MFA, sérstaklega ætlað fólki sem starfar í fata- og vefjariðnaði. Tölvunni er beitt í öllum bónusútreikn- ingum og því nauðsynlegt fyrir marga að vita hvernig tölvan er mötuð af upp- lýsingum. Það er félagssjóður Iðju sem stendur straum af kostnaðinum við fræðslu- starfið, sem aldrei hefur verið líflegra en nú. munandi tækjakosts. Dæmi um þetta er að bónusgreiðsla er hærri þegar saum- að er úr ull en venjulegum gerviefnum. Bónusfyrirkomulag hefur verið reynt í plastiðnaðinum og sælgætisiðnaðin- um en þótti ekki gefa nógu góða raun hvað sem síðar kann að verða. — Eru margir á atvinnuleysisskrá núna? — Nei, þeir eru aðeins þrír og tveir þeirra eiga stutt í að komast á eftirlaun. í dag er feikileg eftirspurn eftir fólki, einkum til starfa í fata- og vefjaiðnaði. Bónussamningar Iðju — mikil eftirspurn eftir fólki Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, hefur samið um sömu við- miðunartölu fyrir bónusfólk innan sinna vébanda og fékkst í samn- ingum milli VMSÍ og VSÍ, þ.e. kr. 94.38. 22 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.