Vinnan


Vinnan - 01.11.1985, Blaðsíða 23

Vinnan - 01.11.1985, Blaðsíða 23
Hin mikla og glæsilega bygging Al- þýðuhúsið á Akureyri var formlega vígt 26. júlí sl. Margt manna var samankomið við vígsluna, sem fór hið besta fram. Jón Helgason, for- maður Einingar, hélt aðalræðuna og lýsti tildrögum að byggingu húss- ins og framkvæmdum öllum. Fer ræðan hér á eftir, en millifyrirsagnir eru blaðsins. Alþýöuhúsiö á Akureyri: Sameign Ágætu gestir og félagar. í nafni Framkvæmdanefndar verkalýðsfélaganna býð ég ykk- ur öll hjartanlega velkomin til þessarar opnunarhátíðar í húsi verkalýðsfélaganna og Alþýðu- bankans að Skipagötu 14. Húsinu hefur þegar verið gefið nafnið Alþýðuhúsið, og í dag er það formlega tekið í notkun. Ýmsu er þó enn ólokið til þess að þaö geti talist fuíl- frágengið. Við vonum, að það taki þó ekki langan tíma að ljúka því, sem enn er eftir, og verður húsið þá haft til sýnis fyrir félagsfólk í verkalýðsfélög- unum og aðra þá, sem áhuga hafa á að skoða það. Verður það sérstaklega auglýst síðar. Sumum kann að finnast það sé eng- inn stórviðburður, þó að verkalýðsfé- lögin á Akureyri hafi byggt sameigin- lega yfir starfsemi sina og séu öll saman komin undir einu þaki, sem óneitanlega hlýtur að hafa marga góða og hagnýta kosti. Alþýðubankinn og Samvinnuferðir— Landsýn á 1. hæð í mínum augum er þetta stórviðburður í sögu verkalýðsfélaganna á Eyjafjarð- arsvæðinu, ef ekki í sögu allrar verka- lýðshreyfingarinnar á íslandi, ekki síst vegna þess, að hér höfum við einnig í húsinu okkar eigin bankastofnun, sem við væntum að verði í framtíðinni einn af hornsteinum undir starfsemi félag- anna og baktrygging launafólksins á viðkomandi svæði, því að peningar eru jú afl þeirra hluta, er gera skal á hverj- um tíma. Jón Helgason flytur rœðu sína. Einnig verður hér til húsa ferðaskrif- stofan Samvinnuferðir—Landsýn, sem er sameign samvinnufélaganna og laun- þegasamtakanna. í dag flutti bankinn starfsemi sína í húsnæði sitt á neðstu hæð hússins, og ferðaskrifstofan flytur inn á sama stað nú um helgina. Á þess- ■ ari stundu flyt ég sérstakar árnaðarósk- ir til stjórnenda þessara stofnana og vona, að það eigi eftir að skapast traust sambönd milli þessara stofnana og verkalýðsfélaganna í húsinu, svo og við allt Iaunafólk og aðra viðskiptavini, og að bankinn verði sá aflgjafi, sem við höfum lengi beðið eftir. Saga verkalýðsfélaga á Akureyri er orðin jafngömul öldinni, og þó ríflega það. Snemma komst það á dagskrá hjá fyrstu félögunum, að þau þyrftu að eignast eigið húsnæði. Fyrsta húseignin 1930 Það varð þó fyrst 1930, sem sá draumur rættist, en þá keypti Fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna á Akureyri efri hæðina í Strandgötu 7 (Gamla verkalýðshúsið) og þar var aðalstarfsemi félaganna í aðila bænum um langt árabil. Þegar kom fram yfir lok síðari heimsstyrjaldar var þó farið að hugsa til nýrra framkvæmda á þessu sviði, enda var þá skrifstofu- rekstur að hefjast í þeirri mynd, sem við þekkjum nú, enda þótt smátt væri farið af stað. Þörf var fyrir meira húsnæði fyrir skrifstofur og stærri sali til funda- halda og samkomuhalds í ört vaxandi kaupstað. Tvívegis oerðar teikningar Nefndir voru nokkrum sinnum settar á laggirnar til að vinna að undirbúningi félagsheimilisbyggingar verkalýðsfé- laganna. 1951 gerði Halldór Halldórs- son arkitekt frumteikningar að félags- heimili, og áratug síðar gerði Sigvaldi Thordarson arkitekt hið sama. í hvor- ugt skiptið varð þó af framkvæmdum. En teikningarnar eru til og segja merka sögu um það, hverjar hugmyndir manna voru á hverjum tíma. Alþýðuhúsið keypt 1952 — síðar gefið Félagi aldraðra Rétt er að taka fram, að 1952 keyptu fé- lögin hús á Oddeyrinni, Alþýðuhúsið við Lundargötu. Það hús hentaði þó að- eins til stærri fundahalda og skemmt- anahalds, og var notað til slíks þar til það var gefið Félagi aldraðra eftir að framkvæmdir við Skipagötu 14 hófust. En 1979 var enn farið af stað. Þann 23. apríl það ár var fundur haldinn með stjórnarmönnum og fulltrúum 12 stétt- arfélaga á Akureyri. Á fundi þessum voru tvö mál á dagskrá og tengdust þó nokkuð, annarsvegar stofnun útibús Alþýðubankans hf. á Akureyri, og svo bygging félagsheimilis verkalýðsfélag- anna. Um þetta leyti var verið að ljúka gerð deiliskipulags af miðbæ Akureyrar, og VINNAN 23

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.