Vinnan


Vinnan - 01.11.1985, Side 24

Vinnan - 01.11.1985, Side 24
ast til að undanfarandi ráðleysistími væri bara inflúensa en ekki langvar- andi veikindi. Ólafur sagði að marg- ir hefðu litið Alþýðubankann horn- auga, en hann hvatti alla viðstadda til að skipta við bankann, því að bankinn myndi styðja við bakið á launafólki ef í harðbakka slægi. Að ræðum loknum sátu menn að spjalli og ríkti góð stemmning í hús- inu fram eftir kvöldi. Alþýðuhúsið á Akureyri, mikil og vegleg bygging. með hliðsjón af því samþykkti fundur- inn að beina því til bæjaryfirvalda, að félögunum yrði ætluð hentug lóð á mið- bæjarsvæðinu. Á þessum tima beindust augu manna einkum að lóðinni vestan gamla Verka- lýðshússins við Strandgötu og var sér- staklega vikið að henni í bréfi til bæjar- stjórnar. Jafnframt var sett upp nefnd með einum fulltrúa frá hverju félagi til að vinna að framgangi málsins og sam- vinnu og samstarfi félaganna til að hrinda málinu í framkvæmd. Miklar umræður, fundahöld og bréfaskriftir urðu síðan í framhaldi af þessu varðandi Ióðina við Strandgötu. Margvíslegar kannanir voru gerðar og rætt við ýmsa aðila. Var starf þetta einkum unnið af undirnefnd, sem skip- uð var þeim Jóni heitnum Ingimarssyni, Helga Guðmundssyni og Jóni Helga- syni. En hér má gera langa sögu stutta. Ótal aðilar lýstu nú áhuga á að eiga að- ild að byggingu á þessum stað. Bæjar- stjórn sneri sig út úr þeim vanda, sem að henni bar varðandi úthlutun lóðarinn- ar, með því að veita hana sameiginlega öllum þeim, sem um hana höfðu sótt og fela þeim að semja innbyrðis um vænt- anlega byggingu á lóðinni. Varð fljótt ljóst, að ýmsir umsækj- enda um lóðina höfðu lítinn áhuga á að hraða viðræðum hvað þá framkvæmd- um og töldu sig auk þess ekki geta fallist á, að Alþýðubankinn fengi inni í bygg- ingu á þessum stað. Árið 1979 var nú liðið, sömuleiðis ár- in 1980 og 1981, og á fundi 6. sept. 1982 ákváðu verkalýðsfélögin að kanna aðr- ar leiðir í leit að lóð fyrir sameiginlega byggingu. Farið var að ræða opinskátt um Skipagötu 14, en hugmyndir um „Aldrei aftur þá hörmung" Allmargir viðstaddra tóku til máls og færðu aðstandendum hússins hamingjuóskir. Minnisstæðust var ræða Ólafs Aðalsteinssonar verka- manns, 78 ára að aldri. Hann sagði m. a. að það væri gleðiefni að verka- lýðsfélögunum hefði vaxið svo mátt- ur að þau hefðu sprengt utan af sér eldra húsnæði og væru nú komin inn' í þetta glæsilega hús. Hann rifjaði upp fyrri tíma og lýsti því yfir að einu sinni hefði hann ekki getað sótt árshátíð verkalýðsfélagsins vegna þess að hann átti engin föt til að fara í. „Ég vildi óska þess,“ sagði Ólafur, „að islenskur verkalýður upplifi aldrei aftur þá hörmung og við átt- um við að búa um 1930.“ Ólafur hvatti menn í verkalýðshreyfingunni, til að standa saman, og kvaðst von- byggingu á þeim stað höfðu þá blundað í hugum nokkurra um árabil. Komst nú fljótt skriður á málin. Framkvæmdanefnd var kosin, og fyrir lok októbermánaðar höfðu samningar tekist um kaup á þeim húsum, sem stóðu á lóðinni við Skipagötu, en þær voru í eigu Kaupfélags Eyfirðinga og Skemmunnar hf. 11. nóvember var undirritaður samningur við Teiknistofuna sf. um hönnun byggingar. Frumteikningar lágu fyrir um áramót. Var síðan áfram unnið að teikningum og öðr- um undirbúningi. 24. maí 1983 var boðið út verk við að steypa upp hús- ið. Verksamningur við lægstbjóð- anda, Smára hf„ var undirritaður 28. júní og framkvæmdir hófust 2. júlí. Fyrstu félögin fluttu starfsemi sína í húsið í byrjun apríl 1985, og nú í lok júlímánaðar er húsið að mestu fullgert, þótt enn sé að vísu eftir að ljúka ýmsum minniháttar verkum. Samstarfsnefnd eignaraðilanna hef- ur haldið marga fundi og unnið mikið starf á meðan á byggingu hússins hefur staðið, og ennþá meira hefur þó mætt á Framkvæmdanefndinni, sem á köflum hefur haldið næstum daglega fundi og 24 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.