Vinnan - 01.11.1986, Page 2
Konur I verksmiðjum:
Heildarlaun: 28.000 á mánuði
KARLAR sem starfa aö fiskvinnu hafa að meöaltali
um 10.000 kr. hærri heildartekjur en konur í fisk-
vinnu. Konur í verksmiöjuvinnu hafa um 20.000
kr. lægri heildartekjur en karlar í verksmiðjuvinnu
og konur sem vinna við verkstjórn hafa um 20.000
kr. lægri heildarlaun en karlar sem vinna viö verk-
stjórn.
Þetta má m.a. lesa úr þeim
niðurstöðum launakönnunar
Kjararannsóknarnefndar sem
verið er að kynna þessa dag-
ana. Miðstjórn Alþýðusam-
bandsins hefur fjallað um þær
niðurstöður sem þegar liggja
fyrir m.a. ályktað að jafna verði
þessum launamun kynjanna í
næstu kjarasamningum — og
jafnframt hafa forystumenn
Alþýðusambandsins lýst því
yfir að í næstu kjarasamning-
um verði stefnt að því að færa
kauptaxta nær raunverulegu
kaupi — og það var aðallega
þess vegna sem þessi launa-
könnun var framkvæmá.
Við gerð síðustu kjarasamn-
inga í febrúar sl. tókst sam-
komulag milli aðila um að
stefna að því að jafna launa-
mun í landinu og færa kaup-
taxta að greiddum launum og
að Kjararannsóknarnefnd
framkvæmdi ofangreinda
könnun til að fá nákvæmar
upplýsingar um hvaða kaup
væri greitt í hinum ýmsu
starfsgreinum.
Enn hefur ekki verið unnið
endanlega úr þeim gögnum
sem bárust en upplýsingar
liggja fyrir um fjöldamargar
starfsstéttir samt. Eins og áður
segir staðfestir könnunin grun
um talsvert launamisrétti
kynjanna og ennfremur kemur
fram mikill launamunur milli
landshluta og starfsgreina.
En þar sem úrtak könnunar-
innar var alls ekki nógu gott
vantar upplýsingar bæði um
heila landshluta og heilar
starfsgreinar. Pannig eru upp-
lýsingar um bæði Vestfirði og
Austfirði mjög gloppóttar.
í stuttu máli má segja að
marktækar upplýsingar hafi
borist frá félögum 21 verka-
lýðsfélags af 54 félögum sem
eiga aðild að Alþýðusamband-
inu. Frá 6 verslunarmannafé-
lögum af 21 sem skráð er í Al-
þýðusambandinu, frá 12 iðn-
aðarmannafélögum af 48 sem
aðild eiga að Alþýðusamband-
inu og 2 félögum iðnverkafólks
af 2 sem tilheyra Alþýðusam-
bandinu. Loks bárust svör frá 4
sérfélögum en af 32 félögum
vörubílstjóra sem tilheyra ASI
kom ekkert svar.
Hins vegar er ljóst af þeim nið-
urstöðum sem þegar liggja fyr-
ir að hlutfall almennra dag-
vinnulauna af heildarlaunum
er lágt. Sem dæmi má nefna að
dagvinnulaun kvenna í fisk-
vinnu eru aðeins um 50%
heildarlauna, og sömu sögu
má segja af fleiri stéttum.
Það hlýtur að verða stefna
verkalýðsfélaganna í komandi
kjarasamningum að færa taxt-
ana nær greiddu kaupi og
minnka vægi liða á borð við
bónus og ógreiddrar yfirvinnu.
Pá er mikill launamismunur
milli starfsstétta og greinilegt
að ekki hafa allir notið launa-
skriðs síðustu ára. Til dæmis
kemur í ljós að konur í verk-
smiðjuvinnu hafa að meðaltali
28.037 kr. i heildarlaun á mán-
uði.
Ritnefnd: Ásmundur Stefánsson. (ábyrgö-
armaður). Helgi Guðmundsson. Kristin
Mántylá. Lára V. Júliusdóttir. Práinn Hall-
grimsson. — Ritstjórl: Sverrir Albertsson.
— Afgreiðsla og auglýsingar: Grensásvegi
16. 108 Reykjavík. Sími 83044. — Setning:
Alprent hf. Prentun: Blaðaprent.
TIMARIT
ALÞÝÐUSAMBANDS
ÍSLANDS
Starfsfólk stofnana ASÍ: Alþýðusamband islands: Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ, Kristin Mántylá skrifstofustjóri. Björn
Björnsson hagfræðingur og umsjónarmaður Reiknistofu ASÍ. Bolli B. Thoroddsen hag'ræðingur. Sigurþór Sigurðsson hagræðing-
ur, Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur ASÍ. Ingibjörg Haraldsdóttir gjaldkeri. Baldur Magnússon umsjónarmaður Reiknistofu, Guð-
laug Halldórsdóttir fulltrúi. Ragnhildur Ingólfsdóttir fulltrúi, Áslaug Ásmundsdóttir ræstir. — FóIJc i hlutastörfum, eða ráðið til
skemmri tíma: Helgi Guðmundsson MFA. Kristjana Kristinsdóttir Sögusafn. — MFA: TVyggvi Þór Aðalsteinsson framkvæmdastjóri.
Snorri S. Konráðsson fræðslufulltrúí. Práinn Hallgrimsson fræðslufulltrúi. — Listasafn alþýðu: t^orsteinh Jónsson forstöðumaður.
Guðmundur Konráðsson starfsmaður. — Þessar stofnanir eru til húsa að Grensásvegi 19. 108 Reykjavík. Simi ASÍ: 83044. pósthólf
8720. Sími MFA: 84233, pósthólf 8476. Sími Listasafns alþýðu: 81770. þósthólf 8720.
Ágirndinni engin takmörk sett
A næstu tveimur mánuðum munu þúsundir
launþegatapaþúsundum krónaí botnlausahít
milliliða og okurvaxta. Ein mesta kauphátíð
ársins er að hefjast með gegndarlausum aug-
lýsingum og sibylju fjölda fjölmiðla, nýrra út-
varpsstöðva og sjónvarpsstöðva og einn meg-
intilgangur allra þessara auglýsinga er að fá
fólk til að kaupa — kaupa strax borga seinna,
bara að það kaupi.
Og megininntak auglýsinganna er hversu
mikil vildarkjör þessarverslanir bjóða upp á —-
svo mikil vildarkjör að manni dettur helst í hug
að verslunin tapi á viðskiptunum og geri það
með glöðu geði því verslunareigandinn stundi
sín viðskipti af hreinni hugsjón.
En það er eitthvað bogið við þetta allt saman.
Eins og ónefnd söguhetja ónefndrar bókar
sagði eitt sinn: Gefi kaupsýslumaður þér vind-
il, þá ætlar hann að græða heilan kassa á þér.
Nú liggja fyrstu niðurstöður launakönnunar-
innar fyrir eins og greint er frá hér ofar á síð-
unni. Niðurstöður þessarar könnunar eru um
margt athyglisverðar. Til dæmis kemur í Ijós að
kona sem vinnur verksmiðjustörf hefur 28.000
krónur í heildarlaun að yfirvinnu meðtalinni á
mánuði. Laun sem þessi eru skammarbletturá
þjóðfélaginu.
Þá liggur fyrir að konur eru almennt mun
lægra launaðar en karlar — einnig fyrir sam-
bærileg störf. Þetta þarf að lagfæra. Þá kemur
í Ijós að kauptaxtareiga í mörgum störfum lítið
skylt við þau laun sem borguð eru fyrir þessi
störf.
Samningasveit Alþýðusambandsins og fé-
laga þess munu hafa niðurstöður launakönn-
unarinnar meðferðis til næstu kjarasamninga
nú um áramótin. Kröfugerðin hefurekki endan-
lega verið mótuð en það er Ijóst að jöfnun
launamunar verður ofarlega á blaði. Konur
sætta sig ekki við að störf þeirra séu metin
minnaen karlasem vinnasömu störf. Einstaka
stéttir, sem hafa einskis notið af því launa-
skriði sem verið hefur undanfarin ár, sætta sig
ekki við að sitja eftir.
En við hverja á að semja. Kosningaskjálfti
virðist hafa heltekið Alþingi og hefur suma
daga þingsins vart verið fundafært vegna þátt-
töku þingmanna í prófkjörum. Þröstur Ólafs-
son, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar hefur lýst
yfir að rétt sé að semja aðeins til stutts tima
nú, og þá aðallega um nýtt launaflokkakerfi, en
bíðameðmeginatriði þartil ný stjórn hefurtek-
iðvið. Þessum hugmyndum Þrastarhefurverið
fálega tekið af Vinnuveitendasambandinu.
Hvernig sem þessi mál þróast þá hlýtur það
að vera skýlaus krafa Alþýðusambandsins að
við gerð næstu kjarasamninga þá komi fulltrú-
ar ríkisvaldsins fram af fullri ábyrgð. Það er
mikið í húfi.
M eð gerð síðustu kjarasamninga tók Alþýðu-
sambandið forystu í baráttu við verðbólgu og
náði árangri sem stjórnmálamennirnir höfðu
lengi reynt að ná — en ekki tekist. Þá sagði Ás-
mundurStefánsson, forseti ASÍ, í leiðara Vinn-
unnar: „Það hefurverið brotið biað I samninga-
gerð með þeim kjarasamningum sem nú liggja
fyrir. Megináherslan er lögð á aðhald í verð-
lagsmálum og beinarverðlækkanirog stefnt er
að því að ná stighækkandi kaupmætti með
kauphækkunum sem hvorki eru stórar í
prósentum eða krónum.“
Leiðara sinn nefndi Ásmundur: „Tilraun sem
verður að takast". Og nú geta lesendur Vinn-
unnar flett upp á baksíðu blaðsins og séð þar
hvernig kaupmáttur hefur þróast á þessu ári.
Verðbólga hefur snarminnkað á þessu ári og
verðlag á afurðum okkar hækkað og olíukostn-
aður minnkað. Það er því hægt að segja að hér
ríki nokkuð góðæri. Launafólk þessa lands vill
og áfullan rétt áað njóta þessa góðæris. Engir
á landinu hafa borið jafn stóran hluta byrða
mögru áranna undanliðinna en launþegar og
nú verður það skýlaus krafa fólksins að það fái
einhvers að njóta.
Það er því nauðsynlegt að fulltrúar ríkisins og
atvinnurekenda komi fram af fullum heilindum
við gerð næstu kjarasamninga þannig að unnt
Sverrir Albertsson
skrifar
leiðarð
verði að halda áfram því endurreisnarstarfi
sem Alþýðusambandið hafði forgöngu um [
síðustu samningum. Það verður að tryggja
launþegum verulega kaupmáttaraukningu á
næsta ári og jafnframt að tryggja það að stjórn
efnahagsmála fari ekki úr böndunum.
w
I þessu biaði Vinnunnar hefst flokkur greina
sem fjalla um fjármál einstaklingsins og heim-
ilisins. í þessum greinaflokk mun Vinnan fá
sérfræðinga á þeim sviðum sem fjallað verður
um, til að skýra fyrir launafólki það frumskóg-
armyrkviði sem verslun og viðskipti er hér á
landi.
Og við afhjúpum ömurlegt vaxtaokur sem við-
gengst í afborgunarviðskiptum, þar sem versl-
un og banki skipta með sér vaxtagróða upp á
118% á ári. Launamaðurinn borgar brúsann.
Það er kominn tími til að almenningur segi
STOPP — hingað og ekki lengra. Við höfum lif-
að óðaverðbólgutíma þar sem allir misstu verð-
skyn og grædd var skulduð milljón. Við*sáum
hvernig ýmsir gæðingar höfðu næsta ótak-
markaðan aðgang að lánsfjármagni sem þeir
nýttu til brasks og mynda nú stóra stétt stór-
eignamanna. Sparifjáreigendur og launafólk
borgaði.
Við höfum lifað tíma þar sem efnahagsvanda
þjóðarinnar var velt beint yfir á launafólkið og
umsamdar kjarabætur jafnvei afnumdar með
lagasetningu. Á þessum sama tíma hefur stétt
braskara og gróðamanna snarvaxið og ágirnd
þessara hópa virðist ekki kunna nein takmörk.
Þar sem lög og reglur virðast ekki ná yfir
braskið og okrið mun Vinnan reyna að leggja
sitt af mörkum. Hjá versluninni liggur þekking
og reynsla og fjármagn. Tækni til að freista
launamannsins með lævísum auglýsingum og
fölskum tilboðum. Vinnan ætlar að fá menn
sem einnig búayfirkunnáttu og notaþekkingu
þeirratil að kynnahvernig launafólk geti varast
óprúttnabraskaraog hvernig það geti metið til-
boðin og auglýsingarnar.
Frásögnin hér að aftan af okri sjónvarpsbúð-
annaog sú staðreynd að fjöldi fólks á viðskipti
við þessa okrara sýnir að ekki er vanþörf á um-
fjöllunum af þessu tagi. Það ertil lítils að berj-
ast fyrir launahækkunum ef þærtapast svo all-
ar aftur beint í hít milliliðanna.
2°Utnnfin