Vinnan


Vinnan - 01.11.1986, Qupperneq 5

Vinnan - 01.11.1986, Qupperneq 5
bókhalds eru svo bornar saman við rétt eins og hjá fyrirtækjum. Slík áætlunar- gerð byggir annars vegar á bókhalds- gögnum, sem sýna þróun undangeng- inna missera, og hins vegar á markmið- unum, sem segja til um það hvernig ósk- að er eftir því, að rekstri heimilisins sé háttað þannig að hámörkun á velferð eða hamingju fjölskyldunnar sé náð. Nú karm einhver að spyrja sem svo, hvernig á að mæla velferð. Samt sem áð- ur getum við, með því að bera saman hinar ýmsu vörur og þjónustutegundir, gert upp við okkur hvað við viljum helst og ráðstafað okkar fjármagni í samræmi við það. Pað er engin spurning, að með því að nota skynsamlega þá peninga, sem maður hefur til ráðstöfunar getur maður fengið mun meira út úr þeim en ella. Þessi orð má alls ekki skilja sem svo, að fólk eigi að spara og spara, en þess skilnings verður oft vart. Nei, fólk á einfaldlega að taka yfirvegaða ákvörðun um það hvernig það vill lifa lífinu og því næst ráðstafa fjármagni sínu í samræmi við það. Þetta verður best gert með því að athuga í hvað peningarnir fara núna, skera niður þá liði, sem manni finnst of stórir og bæta við þá liði, sem eru of litlir. Einnig mætti bæta við nýjum liðum, sem maður hefur áhuga á. Þannig má gera áætlun um breytta neyslu en bók- haldið er síðan notað til þess að fylgja áætluninni eftir. Sem dæmi mætti taka fólk, sem ekki telur sig hafa efni á því að fara í frí. Það gæti með bókhaldi séð hvar hægt er að skera niður, án þess að finna mikið fyrir því. Síðan gerir það fjárhags- áætlun í samræmi við þennan niður- skurð og að lokum er áætluninni fylgt eftir með bókhaldi. Efnistök Af framansögðu má ljóst vera, að bók- hald, áætlunargerð og hámörkun á vel- ferð fjölskyldunnar er samtvinnað. Við getum kallað það fjármálastjórn heimil- isins, þegar við reynum (helst með hjálp bókhalds og áætlunargerðar) að ráð- stafa því fjármagni, sem við höfum á þann hátt, að það veiti okkur sem mesta ánægju. Það er markmiðið með þessari grein og þeim, sem á eftir fara að gera fólki kleift að hafa góða stjórn á fjármál- um sínuin. Ávinningurinn af slíkri fjár- málastjórn er bæði fjárhagslegur og ófjárhagslegur. Hann má flokka í a.m.k. fjóra þætti: 1. Beinn fjárhagslegur ávinningur. Minna verður um vanskil og kostnað af þeim sökum. Þar sem það er hægt er sparað fyrir því, sem áhugi er á að eignast í stað þess að kaupa með af- borgunum. Þetta verður til þess, að í stað þess að greiða vexti fær fólk vexti af sparnaðinum og e.t.v. staðgreiðslu- afslátt (sjá grein um afborgunarkjör í þessu blaði). Þeir, sem leigja sjá e.t.v. möguleika á að kaupa sér húsnæði og spara sér þar mörg þúsund krón- ur á mánuði jafnvel án þess að auka greiðslubyrðina á næstu árum. Loks má geta þess, að hjá þeim, sem eru að kaupa eða skipta um fasteign eða byggja upp sparnað mætti koma í veg fyrir ýmis mistök, sem ella gætu haft verulegt fjárhagslegt tjón í för með sér fyrir viðkomandi. Bætum kjörin - sjálf Bjarni Kristjánsson, viáskiptafræáingur er sérfraáingur Vinnunnar í heimilisfjármálum 2. Óbeinn fjárhagslegur ávinningur. Með því að breyta hlutföllum í ráð- stöfun tekna sinna og fylgja því eftir með greiðsluáætlunum, ákvarðar fólk neyslu sína af meiri skynsemi og með langtíma sjónarmið í huga, í stað þess að taka ákvarðanir að van- hugsuðu máli eða láta blindast af sölutækni seljenda. Það fær því meiri ánægju eða velferð út úr ráðstöfunar- fjármagni sínu, sem það annars þyrfti að ná með hærri launum. Það má því segja, að bætt nýting tekna jafnist á við kauphækkun. 3. Aukið öryggi og minni áhyggj ur. Þess eru mörg dæmi, að fólk hefur farið illa út úr fjárhagserfiðleikum og þá ekki aðeins efnahagslega heldur einnig andlega. 4. Meiri áhrif á eigin lífsstil, minni áhrif auglýsinga og annarra sölutækja. Til þess að ná fullkomnum árangri í fjármálastjórn heimilis þarf að kunna skil á eftirfarandi fimm atriðum: 1. Færa einfalt bókhald yfir tekjur og greiðslur heimilisins, þannig að skýr mynd fáist af því hvernig tekjum er ráðstafað. 2. Skoða bókhaldið á gagnrýninn hátt með það í huga að breyta ráðstöfun fjármagnsins, þannig að meira fáist út úr því. 3. Gera greiðsluáætlun með hliðsjón af liðum 1 og 2. 4. Hvernig á að reikna út afborganir, vexti og verðbætur. 5. Hvaða fjárhagslegu atriði ber helst að hafa í huga við kaup eða skipti á fasteignum og uppbyggingu sparnaðar. Ofangreind fimm atriði má segja, að séu uppistaða þess sem ætlunin er að fjalla um hér. Þetta kann að virðast mik- ið, en þegar fólk er komið af stað ætti í venjulegum tilvikum ekki að þurfa nema eina til tvær klukkustundir á mánuði til þess að hafa góða stjórn á fjármálunum. Að vissu leyti má segja, að eðlilegast sé að fjalla um ofangreind fimm atriði í þeirri röð, sem þau eru nefnd og byrja þess vegna á bókhaldinu. Það má aftur á móti einnig segja, að maður læri mikið á því að reka sig á. Ég ætla að freistast til þess að byrja á áætl- unargerðinni. Þeir, sem þetta lesa geta þá strax byggt sína áætlun rétt upp. Til þess að fylgja áætlunum eftir færa þeir bókhald. Þeir munu þá líklega reka sig á, annars vegar tæknilega vankanta í bókfærslunni (hvernig á að færa bók- hald) og hins vegar efnislega vankanta í áætlunargerðinni (sumir liðir allt of lágt áætlaðir, en aðrir of hátt áætlaðir). Önn- ur ástæða fyrir því, að ég byrja á áætlun- argerðinni er sú, að ég tel hana vera mik- ilvægasta atriðið af áðurnefndum fimm atriðum. Stafar það af því hve margir eru í húsnæðiskaupum og greiðsluerfiðleik- um einhverra hluta vegna. Þegar gerð hefur verið grein fyrir greiðsluáætlun- um verður bókhaldið og önnur atriði tekin fyrir í þeirri röð, sem henta þykir. Víkjum þá að áætlunargerðinni. II. Fjárhagsáætlanir Gerð greiðsluáætlunar getur skipt sköpum FJÁRHAGSÁÆTLANIR geta veriö margs konar og má skipta þeim í marga hluta. Pannig gera fyrir- tæki gjarnan rekstraráætlanir, sem skipta má í gjaldaáætlun annars vegar og tekjuáætlun hins vegar. Báöum þessum áætlunum má svo skipta í enn smærri áætlanir, ef þess gerist þörf. Þá gera fyrirtæki fjárfestingaáætlanir, lánsíjáráætlanir o.s.frv. Aö lokum er svo gerð greiösluáætlun, sem byggir á öllum hinum áætlununum. Við venjulegan heimilisrekstur er óþarfi aö gera viðamiklar áætlan- ir. Þar þarf fyrst og fremst að gera greiðsluáætlun. Pó getur verið mikilvægt að gera undiráætlanir þeg- ar mikið stendur til eins og t.d. húsnæðiskaup. Uppbygging greiðsluáætlunar Greiðsluáætlun er eðilegast að gera eftir mánuðum auk sam- tölu fyrir árið. Henni er skipt í fjóra aðalhluta: Peningar inn, peningar út, afgangur eða vöntun í mánuði og loks pen- ingaeign í lok mánaðar. Til þess að skýra uppbyggingu greiðsluáætlunar er best að búa til raunhæft dæmi um heimili. í sinni einföldustu mynd lítur greiðsluáætlun þessa heimilis út eins og sýnt er á töflu 1. Fyrsta línan í greiðsluáætl-' uninni, PENINGAR INN, sýnir hve mikla peninga heimilið hefur til ráðstöfunar í hverjum mánuði. Heimilið öðlast pen- inga með ýmsu móti. Má þar nefna laun þeirra, sem eru í vinnu, peninga fyrir seldar eignir, lán, gjafir o.s.frv. Önnur línan, PENINGAR ÚT, sýnir hve mikið heimilið þarf að borga í hverjum mánuði. Hér undir flokkast öll útgjöld vegna heimilishaldsins, öll út- gjöld vegna bíla, greiðslur af lánum o.s.frv. Þriðja línan, MISMUNUR (1—2), sýnir eins og sviginn gefur til kynna, mismun á fyrstu og annarri línu þ.e.a.s. mismuninn á þeim peningum, sem heimilið fær og þeim, sem það þarf að láta af hendi í hverj- um mánuði. Fjórða linan, PENINGAEIGN í LOK MÁNAÐAR, sýnir hve miklir peningar eru til á heim- ilinu í lok hvers mánaðar. Und- ir peninga flokkast hér einnig bankainnistæður, sem hægt er að taka út án nokkurs fyrir- vara. í því dæmi, sem tafla 1 sýnir er gert ráð fyrir því, að i byrjun ársins séu engir pening- ar til á heimilinu. Peningaeign í lok janúar er því mismunur- inn á peningum inn og pening- um út eða 14000 kr. Ef pening- ar væru til í uppahafi ársins 'þyrftu þeir að bætast við þessa tölu. Peningaeign í lok annarra mánaða fæst með því að leggja saman peningaeign i lok mán- aðarins á undan og, mismun þess mánaðar, sem verið er að reikna út. Sé mismunur mán- aðarins mínustala þýðir það, að áætlaðar greiðslur mánaðarins eru hærri en áætluð innkoma peninga og því hlýtur peninga- eign í lok mánaðarins að vera minni en í lok mánaðarins á undan. Peningaeign í lok febrú- ar er því lægri en i janúar eða 14000 -r 11000 = 3000 kr. Sé aftur á móti mismunur mánað- ar jákvæður er það vegna þess, að áætluð innkoma peninga í mánuðinum er hærri en áætl- aðar greiðslur mánaðarins, sem hlýtur að leiða til þess, að peningaeign í lok mánaðarins verður hærri en í lok mánaðar- ins á undan. Peningaeign í lok desember er því hærri en í lok nóvember og reiknast þannig 9000 + 11000 = 20000 kr. Að sumu leyti má segja, að línan PENINGAEIGN I LOK MÁNAÐAR sé mikilvægasta línan í greiðsluáætluninni. Hún segir til um fjárhagslega stöðu heimilisins á hverjum tíma. Orðið PENINGAEIGN er kannski ekki alveg rétt því það gildir einungis, þegar tölurnar eru jákvæðar. Neikvæðar tölur tákna vöntun. Þannig mun heimilið vanta 6000 kr. í lok mars ef greiðsluáætlunin geng- ur eftir. Samkvæmt töflu 1 stefnir því í greiðsluerfiðleika í mars og ekki eru horfur á, að takist að leysa úr þeim fyrr en í október. Síðasta talan í neðstu línu, peningaeign í lok desember (merkt **), er mjög mikilvæg, þegar verið er að kanna hvort rétt er reiknað í töflunni. Það er nefnilega náið samband milli þessarar tölu og samtölurnar í línu 3 (merkt *). Sé engin pen- ingaeign í upphafi ársins á pen- ingaeign í lok desember að vera hærri, sem því nemur. Við gerð greiðsluáætlunar á alltaf að kanna samband þessarra tveggja talna. Ef mismunur þeirra er ekki jafn peningaeign í upphafi ársins eru ein eða fleiri reikningsvillur í töflunni. Sé mismunurinn hins vegar jafn peningaeign í upphafi árs er mjög líklegt að rðtt sé reikn- að. Gerð greiðsluáætlunar get- Uiisnfme5

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.