Vinnan - 01.11.1986, Qupperneq 8
Hugsunarleysi kostar tugþúsundir
— bara það hvernig þú kaupir hlutinn getur kostað þig verulega
PAÐ ER dýrt að vera fátækur — það er margsann-
að en að það sé dýrt að nýta sér nútíma verslunar-
hætti — það kemur sennilega mörgum spánskt
fyrir sjónir. En svona er þetta nú. — Verslanir
virðast nýta sér ókunnugleika neytenda og athug-
unarleysi og hafa af þeim okurvexti þegar verslað
er með afborgunum.
Málið snýst um hvert sé hið
rétta verð hlutarins sem versla
á, í þeim tilfellum sem boðið er
upp á mörg mismunandi verð
eftir þvi hvernig hluturinn er
greiddur — ellegar þá þegar
boðið er upp á staðgreiðsluaf-
slátt.
Vinnan gengur út frá því að
hið rétta verð hlutarins sé stað-
greiðsluverðið. Pað sé raun-
verulegt verð hlutarins með öll-
um tollum, aðflutningsgjöldum
og eðlilegri álagningu verslun-
arinnar. Og geri verslunin at-
hugasemd við þetta og rök-
styðji á einhvem máta að í stað-
greiðsluverði felist einhver af-
sláttur á eðlilegri álagningu
verslunarinnar, þá breytir það
í raun engu frá sjónarhorni
neytandans því fyrir hann er
staðgreiðsluverðið hið raun-
verulega verð — allt yfir því em
aukaálögur sem hann greiðir.
En er munurinn mikill?
Gerð tækis og verslun
Xenon 22" sjónvarp (Nesco)
Orion myndband (Nesco)
Finlux (Sjónvarpsbúðin)
Fisher myndband (Sjónvarpsb.)
Finlux 22" stereo (Sjónvarpsb.)
Luxor (Hljómbær)
Það er rétt að taka fram að
þessar verslanir vom ekki vald-
ar af því að þær skæm sig á
nokkurn hátt úr að þessu leyti
heldur réð hrein tilviljun við
hvaða verslanir var talað.
Þá er rétt að taka fram að í
Hljómbæ er ekki talað um sér-
stakt afborganaverð heldur
boðið upp á 5% staðgreiðsluaf-
slátt og þannig reiknaði Vinnan
út staðgreiðsluverð tækja frá
þeim. Vinnan telur hins vegar
að enginn munur sé i raun á því
hvort auglýst eru sérstök stað-
greiðsluverð eða staðgreiðsluaf-
sláttur.
En er ekki eðlilegt að þeir
sem greiða versluninni allt verð
fyrirtækisins njóti þess í ein-
hverju? Er ekki hagkvæmara
fyrir verslunina að fá allt and-
virðið scimstundis í stað þess að
lána það í fleiri mánuði?
Sjálfsagt svara margir þess-
ari spurningu játandi og verður
afborg- staðgr. mism.
unarverð verð
52.900 kr. 46.900 kr. 6.000 kr.
41.900 kr. 36.900 kr. 5.000 kr.
55.535 kr. 52.755 kr. 2.780 kr.
44.950 kr. 39.950 kr. 5.000 kr.
60.535 kr. 57.555 kr. 2.980 kr.
63.000 kr. 59.850 kr. 3.150 kr.
Þessi sjónvörp eru til sölu —
en verðið fer eftir ýmsu; með
lagni geturðu fengið að borga
85% vexti af því sem versl-
unin lánar þér.
ekki deilt um það, en litum á
hver verðmunurinn verður
þegar upp er staðið. Tökum
sem dæmi kaup á tækinu efst
á listanum — 22" sjónvarps-
tæki frá Nesco. Við kaupum
með afborgunum — 10.000 kr.
út og rest á 6 mánuðum. Og
ítrekum að Vinnan telur hið
rétta verð vera 46.900 kr. þann-
ig að í raun sé aðeins verið að
lána okkur 36.900 kr. með jöfn-
um greiðslum í sex mánuði eða
alla upphæðina að meðaltali í 3
mánuði.
(tafla)
Verslunin lánar
ekkert
Ef svarið við spurningunni hér
að ofan er já — að sá sem stað-
greiðir eigi að njóta þess og að
hagkvæmara sé fyrir verslun-
ina að fá upphæðina stað-
greidda en að lána hana í allt að
6 mánuði, þá er rétt að upplýsa
að það er alls ekki verslunin
sem lánar kaupandanum eftir-
stöðvarnar heldur viðskipta-
banki viðkomandi verslunar.
Vinnan kannaði verð sex sjónvarps- og myndbandstækja og er
verðlag þeirra sem hér segir:
Islenskir
SOKKAR
í vetrarkuldanum
framleiðum fjölbreytt úrval sokka -
allar stærðir og gerðir.
Landsþekkt gæðavara.
VÍKUR
PRJÓN
Sími 99-7250
Smiðjuvegi 15,
Vík
Að öllum líkindum er skulda-
bréfið sem kaupandinn skrifar
undir við kaupin ekki í eigu
verslunarinnar nema þann
daginn.
En hver hirðir mismuninn.
Sölumaður Nesco upplýsti í
samtali við Vinnuna að við-
skiptabanki verslunarinnar
keypti skuldabréf sem gefin
væru út við afborgunarvið-
skipti en neitaði hins vegar að
gefa upp hversu há afföll væru
í þeim viðskiptum — þ.e. bank-
inn kaupir þessi skuldabréf
með afföllum þannig að versl-
unin fær ekki fullt andvirði
þeirra í sinn hlut. Sölumaður-
inn sagði að upplýsingar um
þessi afföll væru ekki gefnar en
viðurkenndi að mun hagstæð-
ara væri fyrir blaðamann Vinn-
unnar (sem ekki kynnti sig sem
slíkan heldur sem væntanlegan
viðskiptavin) að taka lán í eigin
banka og staðgreiða tækið.
Þó upplýsingar um kaup-
gengi viðskiptaskuldabréfa
liggi ekki á lausu í Nesco reynd-
ist auðvelt að fá þær í banka-
kerfinu. Við birtum hér kaup-
gengi, eins og það var skráð í
Alþýðubankanum fyrir röskri
viku og má reikna með að sama
gengið sé notað í flestum bönk-
um og munur, ef einhver er, sé
hverfandi.
Óverðtryggð skuldabréf
Mán. Nafn- vextir Kaupgengi
1 15.022% 0.98830
2 15.022% 0.98259
3 15.022% 0.97697
4 15.022% 0.97144
5 15.022% 0.96600
6 15.022% 0.96065
7 15.022% 0.95538
8 15.022% 0.95019
Hver fær hvað?
Neytandinn fær sjónvarpstæki
— tæki sem verslunin metur að
sé 46.900 kr. virði við stað-
greiðslu — en í stað þess að
greiða 46.900 kr. að viðbættum
vöxtum af því sem fengið er að
láni, greiðir kaupandinn alls
56.050 kr. eða 9.150 kr. um-
fram raunvirði tækisins. Þetta
jafngildir, miðað við að það sem
fengið er að láni sé 36.900 kr.
85.02% ársvöxtum og fyrir þá
sem lána, þar sem þeir geta
ávaxtað ágóða sinn 3 sinnum
yfir árið (hvert lán er að meðal-
tali aðeins til 3 mánaða) jafn-
gildir ávöxtunin 118.3% vöxt-
um.
Útibú í kringum landið
REYKJAVÍK:....91-31815/686915
AKUREYRI:......96-21715/23515
BORGARNES:........... 93-7618
BLÖNDUÓS:........95-4350/4568
SAUÐÁRKRÓKUR:......95-5913/5969
SIGLUFJÓRÐUR:........96-71489
HÚSAVÍK:.......96-41940/41594
EGILSSTAÐIR:..........97-1550
VOPNAFJÖRÐUR: ...97-3145/3121
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: .....97-8303
interRent
8oUtnnciii
NÓVEMBER 1986