Vinnan


Vinnan - 01.11.1986, Side 11

Vinnan - 01.11.1986, Side 11
Er atvinnúlaus, hefur aldrei unnið, mun aldrei vinna — hlutskipti æ fleiri í V-Evrópu og víðar Udfordrmgcn for Europa Á ÞESSARI STUNDU ganga rúmlega 31 milljón manna at- 1 vinnulausir um götur OECD landanna — en Framfara- og þróunarstofnun Evrópu tengir þau lönd saman í efnahags- heild sem ísland á mest viö- skipti við og hafa mest áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi. Þessi mikli fjöldi atvinnuleysingja í þessum löndum er að mati Björns Björnssonar, hagfræðings ASÍ, eitt mesta efnahagsvandamál heimsins í dag — og í viðtali við Vinnuna benti hann á að nú væri að vaxa upp önnur kynslóð sem ekki hefði atvinnu, hefði aldrei haft atvinnu og fengi sennilega aldrei atvinnu — og þannig væri að myndast stétt atvinnuleysingja. „Það þarf enga félagsfræðinga til að gera sér grein fyrir áhrifum á þjóðfé- lagið og á fólkið sjálft,“ sagði Björn. „Þetta fólk hlýtur að verða utangarðs- fólk í þjóðfélaginu." Þetta er annar hluti efnahagsvanda- máls OECD ríkjanna. Hinn hlutinn er gífurlegur halli á utanríkisviðskiptum Bandaríkjanna og á sama tíma afgang- ur í utanríkisviðskiptum Vestur- Evrópuríkjanna og Japan. Samvinna verkalýflshreyfinga Og það er um þennan vanda sem skýrsla norræna verkalýðssambands- ins, sem ASÍ á aðild að, og þýska al- þýðusambandsins DBG, fjallar um en skýrslan kom út nú í október sl. Skýrslan er árangur samstarfs milli NFS og DBG sem staðið hefur um nokkurt árabil — en bæði samtökin hafa verið þess hvetjandi að alþjóðlega verkalýðshreyfingin stæði saman að tillögugerð sem hefði það að markmiði að draga úr því hrikalega atvinnuleysi sem vaðið hefur uppi í OECD ríkjun- um. Náin tengsl verkalýðshreyfingarinn- ar og stjórnmálaflokka t.d. í Skandi- navíu eykur mjög á þunga tillögugerð- ar verkalýðshreyfingarinnar og taldi Björn engan vafa á því að þær tillögur sem fram koma í skýrslunni yrðu ræddar á fundum æðstu manna OECD rikjanna og gætu þess vegna orðið að veruleika i framtíðinni. Það voru hagfræðingar verkalýðs- hreyfinganna i Skandinaviu og Vestur- Þýskalandi og aðrir sérfræðingar á vegum þessara hreyfinga sem unnu þessa skýrslu en aðalhöfundur hennar er Henrik Bjerre-Nielssen, hagfræðing- ur danska alþýðusambandsins. Skýrslan sjálf skiptist í 6 kafla. í fyrsta kafla er gerð grein fyrir helstu kostum þess að ríki OECD bandalags- ins komi sér saman um heildarefna- hagsstefnu. Annar kaíli fjallar um hættuástand núverandi efnahags- stefnu og sá þriðji um valkosti í efna- hagsstjóm Bandaríkjanna og Japan. í fjórða kafla er gerð grein fyrir tillögum hagfræðinganna og fjallað um áhrif þeirra aðgerða sem þeir boða, á efna- hagslíf og atvinnulíf í Evrópu. Fimmti kaflinn fjallar um efnahagsástand heimsins alls og fjármagnsmarkaði og í sjötta kafla er fjallað um framtíðarsýn fyrir Evrópu. Tillögurnar „í skýrslunni er árétting á því sem kom fram í skýrslu sömu aðila 1983, „Det betaler sig at samarbeide" — að lausn þessa vanda sé ekki á færi einstakra landa og að öll ríki innan OECD þurfi að samræma stefnumörkun og efna- hagsaðgerðir til að draga mjög úr at- vinnuleysi og stuðla að auknum jöfn- uði í viðskiptum rikjanna," sagði Björn Björnsson, aðspurður um hverjar væru helstu niðurstöður hagfræðing- anna. „Núna er staðan sú að mikill við- skiptahalli er í Bandaríkjunum og sá halli endurspeglast að miklum hluta i afgangi í viðskiptajöfnuði Japan og Vestur-Evrópuríkjanna. Hagfræðing- arnir sem að skýrslunni standa benda á að mikil hætta sé fólgin i þessum halla í utanríkisviðskiptum Bandaríkj- anna og segja að ef hallinn verður svo mikill sem nú er (132 milljarðar bandaríkjadollara) aukist mjög líkur á því að gripið verði til sérstakra efna- hagsráðstafana i Bandaríkunum og miklar líkur séu á því að þær aðgerðir leiddu af sér aukið atvinnuleysi í Jap- an og sérstaklega í Vestur-Evrópu. Þær aðgerðir sem Bandaríkjamenn gætu gripið til, og eiga nú þegar nokkru fylgi að fagna í Bandaríkjun- um eru t.d.: 1. Niðurskurður í opinberum rekstri, 2. Almennur tollur, t.d. 10% á allan innflutning, 3. Innflutningskvótar. Áhrif aðgerða af þessu tagi yrðu þau að atvinnuleysi myndi ininnka mikið í Bandaríkjunum sjálfum en aukast að sama skapi í Japan og í löndum Vest- ur-Evrópu — og hvaða áhrif 10% á okk- ar útflutningsvörur til Bandaríkjanna hefði er ekki gott að segja en þau yrðu veruleg — gæti þýtt mikla erfiðleika fyrir íslendinga. Aukin fjárfesting Þær leiðir sem hagfræðingarnir benda á eru fyrst og fremst aðgerðir sem fela í sér aukna fjárfestingu og aukna neyslu i Japan og Vestur-Evrópu. Fjár- festingar sem þeir minnast m.a. á eru 1. endurnýjun borga sem hafa drabb- ast niður, 2. aðgerðir til að sporna gegn mengun, 2. fjárfesting í flutningakerf- um — þ.e. framlög til heilbrigðis- og menntamála og auk þess benda þeir á að Japanir eru langt að baki V-Evrópu- búum hvað varðar neyslu, t.d. er íbúð- arhúsnæði á hvern mann 60% minna í Japan en í Bandarikjunum og 37% minna en í Þýskalandi — og aðeins um helmingur íbúðarhúsa í Japan er bú- inn vatnssalerni.“ Þannig miðast tillögur sérfræðinga verkalýðshreyfinganna að því að fjölga atvinnutækifærum í V-Evrópu og Jap- an með framkvæmdum á borð við þær sem taldar voru upp hér og einnig að auka neyslu þannig að þrýstingur á út- flutning til Bandaríkjanna minnkaði og þannig drægi úr viðskiptahalla Bandaríkjanna. Með minnkuðum inn- flutningi til Bandaríkjanna ætti hlutur innlendrar framleiðslu þar að aukast og þar með atvinnutækifærum að fjölga. En hvar á að taka fjármagn til þess- ara hluta? Og skapast ekki spenna á fjármagnsmörkuðum þegar fé til ofan- greindra framkvæmda er tekið að láni? „Það gæti gerst. Fjármagnið er til, bundið í framleiðslu á Bandaríkja- markað — en til að forðast spennu- myndun er nauðsynlegt að löndin vinni saman að því að draga úr spennu og stjórna vöxtum,“ sagði Björn að lok- um. „Hagfræðingarnir benda ekki á neina eina leið heldur fjölþættar að- gerðir sem kalla á aukna samvinnu OECD landanna — en það er rétt að gera sér grein fyrir að vandamálið er ekki aðeins vandamál Bandaríkjanna heldur einnig allra þeirra ríkja sem eiga viðskipti við Bandaríkin." Atvinnuleysi „Það er ekkert töfralyf til við atvinnu- leysi. Til að ná atvinnuleysi niður þarf örari hagvöxt en nú er í ríkjum OECD. Stefnumörkun getur innan ákveðinna takmarka náð þessu markmiði en það þarf meira til. Grundvallcirbreytinga kann að vera þörf — ásamt vilja til að endurmeta viðhorf til vinnu, frí- stunda, kaups og vinnuskilyrða. Til að þetta megi takast þarf sterkan pólitísk- an vilja og fylgi allra þjóðfélagshópa." Þetta er niðurlag inngangs nýlegrar árlegrar skýrslu OECD, „Employment outlook" þar sem fjallað er um at- vinnuleysi og áhrif þess á vinnumark- aðinn. Meðal leiða sem sérfræðingar OECD stinga upp á í skýrslu sinni má nefna aukinn hagvöxt, að aukning atvinnu- tækifæra verði örari en aukning hag- vaxtar, fólk verði hvatt til að stofna til eigin atvinnurekstrar, atvinnulausum verði gert kleift að læra ný störf og ým- islegt annað. En segja má að takmark- aðrar bjartsýni gæti í skýrslunni. Þar er fjallað sérstaklega um tvo hópa atvinnulausra. í fyrsta lagi hóp- inn sem greint er frá að ofan, ungt fólk sem aldrei hefur unnið fyrir launum og mun sennilega ekki gera það — alla- vega sé miðað við núverandi aðstæður. Og í öðru lagi fólk sem er atvinnulaust og hefur verið það lengi. í skýrslunni segir að atvinnuleysi meðal unglinga og ungs fólks hafi allt- af verið ofurlítið hærri en meðal full- orðinna en munurinn hafi vaxið mikið á síðustu árum og er nú allt að 45% unglinga og ungs fólks atvinnulaus í sumum OECD ríkjum meðan atvinnu- leysi þessara hópa er minni í öðrum. En atvinnuleysi þessara hópa skap- ar önnur vandamál en atvinnuleysi hinna eldri; vegna stopullar þátttöku ungs fólks í atvinnulíflnu áður en at- vinnuleysið tekur við, á þetta fólk sjaldnast rétt á atvinnuleysisbótum heldur verður að treysta á aðstoð for- eldra og styrkja þar sem slíkt er við lýði. Og það sem sérfræðingunum finnst eftirtektarvert við þann hóp fullorð- inna sem fyllir hóp „langtimaatvinnu- leysingja“ er að þar er að finna mikinn fjölda fólks sem er í blóma starfsævi sinnar og mikið af sérhæfðu starfsfólki sem missti atvinnu sína í kreppunni 1981-1982. Þó að atvinnuleysi teljist ekki vanda- mál á íslandi þar sem innan við 1% vinnufærra manna fær ekki atvinnu við sitt hæfi, fer ekki hjá því að ástand eins og nú er í nágrannaríkjum okkar og þeim löndum sem búa við líkust kjör og við, vekji ótta í hugum manna. Vinnan spurði Björn Bjömsson, hag- fræðing Alþýðusambandsins hvort ástæða væri til að óttast atvinnuleysi af þeim stærðargráðum sem hér ræðir.: „Ég held að aðstæður hér séu að mörgu leyti öðruvísí en i hinum Vest- ur-Evrópuríkjunum og Bandaríkjun- um. Atvinnuleysi yrði aldrei þolað hér — öðrum efnahagsmarkmiðum yrði fórnað áður.“ s.alb. NÓVEMBER 1986 Uinnanell

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.