Vinnan


Vinnan - 01.09.1992, Blaðsíða 17

Vinnan - 01.09.1992, Blaðsíða 17
17 Kristján Árnason útgerðarmaður og fyrrverandi verkalýðsforingi: „Ég er sannfærður um að Húsavík vœri ekki það sem hún er ef sósíalistar hefðu ekki verið svona sterkir hér alla tíð. frumvinnsluna í stað þess að áður unnu langflestir við við það síðamefnda, eins og annarsstaðar á landinu. Erfiðleikar krefjast samstöðu En hvaða áhrif telur Kristján að það hafi haft á framvindu atvinnumála á Húsavík síðustu samdráttarárin, að þar hefur alla tíð verið félagslegur rekstur á stærstu fyrirtækjunum? - Ég tel að það sé óhjákvæmilegt, og hafi alltaf verið það, að vera með atvinnu- reksturinn í félagslegri eign í aðalatriðum, ekki síst þar sem menn byggja afkomuna á því sem úr sjónum kemur. Éinstaklingur er sjálfráður að því hvort hann gerir bát- inn sinn út frá Húsavík eða gefst upp á að bíða eftir að fiskurinn komi þangað og flytur sig annað. En sveitarfélag sem er að byggja sig upp verður náttúrlega að hafa vissu fyrir því að það sé ekki á valdi ein- staklinga hvort atvinna sé í bænum eða ekki. Auðvitað sjá allir og ættu að vita, að erfiðleikar krefjast samstöðu, án hennar komumst við ekki í gegnum þá. Og at- vinnurekendur hér á staðnum hafa virt Verkalýðsfélag Húsavíkur, enda hefur það gert mikið til að styðja við þennan at- vinnurekstur, meðal annars með því að lána peninga úr lífeyrissjóðnum, þó það geri sínar launakröfur. Éífeyrissjóðurinn er ekkert annað en eign fólksins og hefur lánað peninga til að menn kæmust yfir þann samdrátt sem við höfum þurft að mæta. Og ég er sannfærður um að Húsa- vík væri ekki það sem hún er ef sósíalistar hefðu ekki verið svona sterkir hér alla tíð, enda þótt Framsóknarflokkurinn hafi lengstum haldið okkur utan við meiri- hlutasamstarf í bæjarstjóminni. En hvemig horfir ástandið við þér núna, þegar fyrirsjáanlegur er samdráttur ofan á samdrátt? - Ástandið er slæmt hjá okkur, því um leið og samdráttur verður í afla er dregið saman í landbúnaði, og hér er talsvert mikil vinnsla á landbúnaðarafurðum. Við þurfum því að vera mikið á verði, og við búum ekki til atvinnu við sjávarútveg á móti þessum samdrætti með því að vinna fiskinn meira og gera meira úr honum. Markaðurinn er bara ekki tilbúinn að mæta þessu, að mínu mati. En þetta geng- ur meðan menn verða ekki fyrir áföllum. Það er hinsvegar erfitt að spá í næsta fisk- veiðiár. Þessi mikli samdráttur í þorski kemur illa við okkur, sem erum fyrst og fremst í þorski, og ekki er víst að aukning í öðrum tegundum nái að vega þar nægj- anlega á móti, að minnsta kosti hvað varðar atvinnu í landi. Ég held líka að þessu þurfi að fylgja ráðstafanir frá stofn- lánasjóðum og bönkum til þess að mæta þessu, ef markaðsverð verður óbreytt eða jafnvel lægra en það er nú. Við stöndum frammi fyrir því, að einu tillögumar frá stjómvöldum em hagræðing og aftur hag- ræðing, og sameining fyrirtækja án þess að nokkrir peningar séu til. Þá spyr maður sjálfan sig: Hvað á að gera við fólkið? Er það aldrei inni í dæminu, eru menn bara að þessu fyrir bankana og fólkið einfald- lega sett til hliðar? Það eru engir eins miklir afglapar í peningamálum og þeir sem stýra fjármagninu, bankastjórarnir meðal annars. Það sjáum við á öllum þeim gjaldþrotum þar sem eru ekki til veð fyrir þeim peningum sem hafa verið lán- aðir. Hún er ekki svo vitlaus sú hagfræði sem segir að hægt sé að græða á því að tapa! Það er hægt að tapa á einum þætti rekstarins og græða á hinum. Þess vegna verður að finna leiðir til að fólkinu sjálfu, fólkinu sem byggir Jretta land, geti liðið vel, segir Kristján Ásgeirsson útgerðar- rnaður og fyrmm formaður Verkalýðsfé- lags Húsavíkur í samtali við Vinnuna. VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.