Vinnan


Vinnan - 01.09.1992, Side 34

Vinnan - 01.09.1992, Side 34
34 Gæðakröfur í námi Gæðastjórn, gæðamat, gæðaeft- irlit. Þetta eru í hugum margra lykil- orð þegar rætt er um að efla verk- menntun í landinu. Aðrir stunda sérstaka kennslufræði verkmennta. - Ekki til þess að leysa lífsgát- una, heldur til þess að hjálpa okkur, segir Ingibergur Elíasson, kennari við Iðnskólann í Reykjavík. Hann var einn fimm íslendinga sem luku fyrir stuttu tveggja ára framhalds- námi fyrir verkmenntakennara. Þeir sem segja gæðahugtakið lykilorð telja að skólunum sé nauð- syn að feta í fótspor fyrirtækj- anna, sem meta framleiðsl- una á gæðamælikvörðum. í sparnaðarskyni eru skóla- stjórnendur líka að reyna að ná betri árangri með ánægð- ari starfsmönnum og mark- vissari vinnubrögðum. - Hugmyndin er að virkja sem flesta í skólastarfinu,segir Ingvar Asmunds- son skólameistari Iðnskólans í Reykja- vík. Þar er gæðastjómun beitt á nokkur verkefni, sem flokkast sem „vanda- mál” af sérstöku gæðaráði Iðnskólans. Samhliða því sem uppeldislegri hlið verkmenntakennslunnar hefur verið gefin gaumur, hafa skólamir barist við að ná endum saman fjárhagslega. I spamaðartilraununum hefur mátt sjá þess merki að það sé verkfræðslan sem hefur orðið frekar fyrir skurðarhnífn- um. Einfaldlega vegna þess að það sparast meira með því að fækka kennslutímum í verknámi en í bókleg- um greinum. Skólastjómendur hafa kvartað undan því að fjárveitingavaldið taki ekki nægilega tillit til þess að það kostar meira að útskrifa iðnaðarmann en stúdent af bóknámsbraut. Þrátt fyrir knöpp kjör - og líka vegna þess að það er sparað á öllum vígstöðvum - hafa skólamenn reynt að finna leiðir til að ná settu marki á skil- virkari hátt en áður. Einn liður í þeirri viðleitni er að bæta gæði skólastarf- sins. Skipulag á öllum hæöum í almennri framleiðslu hefur gæða- hugtakið tengst áformum um að fá gæðastimpil fyrir það sem er framleitt. Á seinni árum hafa gæðin færst yfir á almenn þjónustusvið og verksvið hins opinbera. í Iðnskólanum í Reykjavík er gæða- stjómun beitt á ýmis verkefni innan skólans. - Hugmyndin er að virkja sem flesta í skólastarfinu í stjómun og skipulagn- ingu, segir Ingvar Asmundsson, skóla- meistari Iðnskólans. Ingvar segir að í píramídakerfi eins og í skólunum sé hætta á að það séu einungis topparnir sem stjómi. Með því að beita gæða- stjómun sé séð fyrir því að það sé skipulagt á öllum hæðum. Þegar lausn- eftir Þorlák H. Helgason ir séu fundnar á þeim málum sem er glímt við sé betur tryggt að góður andi ríki í skólanum. íslenskt atvinnulíf er að venja sig við aðlögunina að Evrópu. Liður í því er að laga framleiðsluna að gæðakröf- um. Með því að efla gæðavitund meðal starfsfólks skólanna er fetað í fótspor atvinnulífs. Starfsfólk skólanna þarf að vera meðvitað um þær kröfur sem gerðar eru úti í atvinnulífinu Nemend- ur verða að tileinka sér þau viðhorf að framleiðslan uppfylli ákveðna staðla. Á norrænni ráðstefnu um gæði í kennslufræðum verkmenntunar, sem var haldin á Islandi í júní sl. benti Dan- inn Erik Kristensen á nauðsyn þess að nemendur geti strax með jákvæðum huga tekið þátt í gæðastarfi sem fer fram í fyrirtækjunum. Verknámskól- arnir ættu með ýmsum hætti að búa nemendur undir það sem tæki við á vinnustaðnum: Gæðahugsunin þyrfti að koma inn í allar námsgreinar og á öllum stigum náms. Skólinn mætti betur þörfum og ósk- um þeirra sem ættu hlut að máli. Nem- endur, kennarar, starfsfólk skólanna fylgdust betur með árangrinum og skráðu niðurstöður gaumgæfilega Skólinn reyndi að draga fram sameig- inlegan grunn, sem væri viðmiðun þeg- ar að ákveðnu marki væri stefnt. Skól- inn sé ævinlega undir það búinn að breyta til jafnfram því sem starfsmenn og nemendur efli með sér sjálfsgagn- rýni og gát. Á Norðurlöndum hefur verið lögð mikil á hersla á gæðastjómun og gæða- mat í skólastarfi. Stafar það ekki síst af því að samkeppni meðal skóla hefur aukist. í Danmörku fækkar nemendum stöðugt og samtímis er þjarmað að skólunum með minni fjárveitingu. „Stöðumælakerfi“í fjárveitingum þýðir að skálarnir fá fjármagn í samræmi við nemendafjhölda og óbeint með tilliti til árangurs. I samkeppni um sál- imar er skólunum nauðsyn að beita haldbærum mælikvörðum á gæði einstakra námsleiða eða námskeiða áður en kennsla hefst, til þess að gera sér gleggri mynd af því hvort námsleiðimar séu álitlegar og freistandi fyrir nemendur (í samkeppni við aðra skóla). Virkja sem flesta Markmiðin eru ekki ósvipuð í Danmörku og á Islandi. Hér á landi fjölgar þó nemendum á sama tíma og þeim fækkar stórlega í Danmörku. Spamaður í íslenskum skólum og danska stöðumælakerfið kalla þó að ýmsu leyti á svipaðar lausnir á vandanum. Ingvar Ásmundsson skólameistari Iðnskólans, telur nauðsynlegt að hagræða í skólastari með því að kalla til starfsfólk skólanna. - Það er heppilegra að vinna að gæðamálum með fólki innan skólans en að kalla til einhverja sérfræðinga sem seinna skila skýrslu og veita fyrirmæli um hvað gera skuli. Menn gera hlutina með sínu lagi. Þess vegna er mikilvægt að virkja sem flesta. Það tryggir frekar að það sem gert er sé skynsamlegt fyrir skólann í heild. Nokkur svið hafa verið undir í Iðn- skólanum. Sérstakt gæðaráð veltir fyrir sér því sem það telur að megi betrumbæta. Séu menn ekki sammála um að það sé vandamál er ekki ráðist að meininu. Ingvar Ásmundsson segir að takist vel til í þeim 5-6 verkefnum VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.