Vinnan


Vinnan - 01.09.1992, Blaðsíða 36

Vinnan - 01.09.1992, Blaðsíða 36
36 Einkavædd heilsuvernd á vinnustöðum eftir Guðmund Helga ÞórSarson heilsugæslulækni I nýlegri umfjöllun um heilsuvernd á vinnustöðum í Vinnunni (4. tbl. 1992) er því haldið fram að Lækna- samtökin hafi lagt til að “einkarekst- ur geti jafnframt heilsugæslustöðv- um og sjúkrahúsum tekið að sér heilsuvernd á vinnustöðum”. Það er látið í veðri vaka að þetta stafi af því að einn læknirinn í nefnd þeirri sem Læknafélag íslands skipaði til að gera tillögur um heilsuvernd á vinnustað hafi haft hagsmuna að gæta á þessu sviði. Enda þótt hægt sé að halda því fram að einn nefndarmanna, Grímur Sæmund- sen, hafi haft ákveðinna hagsmuna að gæta þama er það staðreyndin í málinu að það var ekki aðalástæða þess að nefndin lagði til að einkaaðilar ættu þess kost að taka að sér heilsuvemd á vinnu- stað ásamt heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum. Astæðan var fyrst og PÍPULAGNIR VIÐGERÐIR - BREYTINGAR - NÝLAGNIR VÖNDUÐ VINNA- EINGÖNGU FAGMENN LÖGGILTIR PÍPULAGNINGAMEISTARAR QGpLAGNIR SÍMAR: 46854 - 45153 • BÍLAS. 985-32378 (79) STEYPUSÖGUN ■ MALBIKSSÖGUN KJARNABORUN Veggsögun Gólfsögun BJARNI Vikursögun SÍMI20237 Raufarsögun STEINSTEYPUSOGUN KJARNABORUN • MÚRBROT • VIKURSÖGUN • MALBIKSSÖGUN ÞRIFALEG UMGENGNI S.674262, 74009 og 985-33236 VILHELM JÓNSSON fremst sú, að það virtist á þessari stundu sýnt að Vinnueftirlit ríkisins gæti ekki sinnt því hlutverki sínu að koma á fót samningum milli fyrirtækja og heilbrigð- isstofnana eins og lög gera ráð fyrir. Auk þess virtist svo sem annar höfuðaðilinn í málinu, verkalýðshreyfingin, hefði ekki áhuga á að beita sér. Enginn samningur A síðastliðnu ári voru liðin ellefu ár frá því að lögin um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað vom samþykkt en Vinnueftir- liti ríkisins hafði enn ekki tekist að koma á einum einasta samningi milli fyrirtækja og heilbrigðisstofnana um heilsuvernd á vinnustöðum. Þeir fáu samningar sem í gildi voru höfðu verið gerðir fyrir sam- þykkt laganna og þurftu þeir flestir lag- færingar við. Skúli Johnsen héraðslæknir í Reykjavík talar um samning við Sorpu, en sá samningur hafði þá ekki verið gerður. Vinnueftirlit ríkisins hafði gert tilraun til að ná samningum við tvö fyrirtæki, þ.e. Islenska álfélagið h/f á árunum 1988-1989 og Stáliðjuna árið 1990. Báð- ar þessar tilraunir strönduðu á því að fyr- irtækin slitu samningum eftir vemlegar samningaumleitanir og þar með var mál- ið látið niður falla. Á síðastliðnu hausti hafði Grímur Sæ- mundsen rekið sína starfsemi, sem nefndist Heilsuvernd á vinnustað, í nokk- ur ár hjá allmörgum fyrirtækjum á höf- uðborgarsvæðinu. Reksturinn var með vitund og samþykki verkalýðsfélaganna á svæðinu og raunar heildarsamtakanna svo og með vitund Vinnueftirlits ríkisins, sem ekki hafði séð ástæðu til að gera at- hugasemdir við starfsemina. Héraðs- læknirinn í Reykjavík hafði ekki heldur hreyft þessu máli. Eins og fram hefur komið rak Grímur starfsemi sína á for- sendum fyrirtækjanna, enda samdi hann við þau ein. Það er enginn vafi á því að vitneskjan um starfsemi Gríms og það að verkalýðs- hreyfingin og Vinnueftirlit ríkisins létu sér hana vel líka var aðalorsök þess að íslenska álfélagið h/f og Stáliðjan neit- uðu að semja á forsendum laganna þegar til kom. Það var ástæðulaust fyrir þessi fyrirtæki að taka á sig kvaðir sem önnur fyrirtæki losnuðu við. Það var eðlilegt að líta svo á að þar með hefði Vinnueftirlit ríkisins gefist upp á því að koma á samn- ingum milli fyrirtækja og heilbrigðis- stofnana. Lausbeisluð starfsemi Starfsemi Gríms hélt svo áfram, algerlega laus- beisluð og án nokkurs formlegs sam- bands við heilbrigðiskerfið eða verka- lýðshreyfinguna. Það virtist ekkert geta hindrað að fleiri kæmu inn í þessa þjón- ustu með sama hætti. Einkaaðilar voru komnir á fulla ferð með að yfirtaka þessa þjónustu og sinna henni á eigin forsend- um og fyrirtækjanna en utan ramma lag- anna. Hið lögskipaða stjómkerfi hafði drep- ið á sér. Enginn virtist vilja grípa þama inn í. Það var því ekki fyrir höndum annar kostur en að viðurkenna þessa staðreynd, en freista þess hins vegar að koma starf- semi Gríms og annarra einkaaðila undir stjóm heilbrigðiskerfisins með lagabreyt- ingum svo hún þróaðist ekki upp í það að verða algert einkamál fyrirtækjanna og einstakra lækna. Ef einkarekstur sá, sem þama hafði staðið í meira en hálfan áratug, fengi að rótfestast endanlega á forsendum launagreiðendanna, gat orðið erfitt að gera þar á breytingar síðar. Það þurfti því eitthvað að gera, og það fljót- lega. Með tillögum sínum hefur nefnd Læknafélags Islands bent á úrræði í mál- inu og gegnt þar að nokkm leyti því hlut- verki sem verkalýðssamtökin eiga að sinna. Það er að gæta hagsmuna starfs- manna. Það er ekki hægt að verjast þeirri hugsun að það tiltæki Læknafélags ís- lands að taka málið til sérstakrar umfjöll- unar og gera um það samþykkt hafi eitt- hvað hreyft við máLaðiljum. Þama var því ekki um að ræða hagsmunagæslu fyr- ir einkarekstur lækna heldur virtist þetta eina leiðin í þessu tilviki til að hindra að einkareksturinn fengi lausan tauminn. Þetta var nauðvöm. Læknasamtökin geta þó ekki leitt þetta mál til farsælla lykta nema hags- munasamtök starfsmanna beiti sér miklu meira í málinu en verið hefur. VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.