Vinnan


Vinnan - 01.09.1992, Blaðsíða 24

Vinnan - 01.09.1992, Blaðsíða 24
24 Raufarhöfn // Þorsteinn Óli Sigurðsson, framkvæmdastjóori Fiskiðjunnar: Ekki í vandræðum með kvóta" Á Raufarhöfn bíöa menn þess nú milli vonar og ótta hvort þorskurinn ætlar aö bregöast þeim eins og síldin hér um árið, loðnan í fyrra og grásleppan í vor og fyrravor. Ef þaö gerist er lítil von fyrir þennan út- gerðarbæ á Melrakkasléttu, norður undir heimskautsbaug og langt frá öllum öðrum bæjum. Það sem úr sjónum kemur er eina lífsbjörgin, þarna er enginn atvinnurekstur sem ekki snýst um sævarfang. Landnytj- ar eru sáralitlar, og þeir fáu bændur sem fyrirfinnast þarna á sléttunni hafa jafnvel orðið að sækja langan veg til að afla sér heyja. I maí fór hann að gefa sig, eftir langt fiskileysi. Mest fékkst þó af ufsa, sem menn voru ekkert sérlega ánægðir með, því hann er ekki verðmikill. En það var þó vinna í frystihúsinu, unnið frá morgni til kvölds alla vikuna, líka laugardaga. Það var tilbreyting frá því í vetur þegar fólk gekk um atvinnulaust. 35 voru á at- vinnuleysisbótum í janúar og 31 í febrú- ar, svo dæmi séu tekin. Reyndar hefðu talsvert fleiri verið á atvinnuleysisskrá ef Fiskiðja Raufarhafnar hefði ekki boðið fastráðningu og borgað laun með styrk úr atvinnuleysistryggingasjóði þann tíma sem ekkert var að gera. Tregt í júní Svo datt botninn úr þessu í júní. Allan þann mánuð var heldur tregt fiskirí, síð- ari hluta mánaðarins vegna ógæfta, og vinna í frystihúsinu stopul. Afli Rauða- núps fór niður í 60 tonn, sem er um það bil hálffermi, og það gekk illa hjá smá- bátunum eftir dapra grásleppuvertíð. - Fiskiríið virðist nú vera farið að glæðast, Rauðinúpur er á leið í land með 74 tonn, sagði Þorsteinn Óli Sigurðsson framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar í samtali við Vinnuna síðasta dag júnímánaðar. Meirihluti aflans reyndist vera þorskur að þessu sinni, 40 tonn af honum og 30 af ufsa. Frystihús Fiskiðjunnar er nýlegt, reist á árunum 1984 og '85, en togarinn Rauðinúpur var keyptur árið 1973. Rekstur frystihússins var þungur fyrstu árin, en staðan hefur batnað og síðustu tvö árin hefur reksturinn gengið tiltölu- lega vel hjá báðum fyrirtækjunum, Út- gerðarfélaginu Jökli og dótturfyrirtæki hans, Fiskiðju Raufarhafnar. - Þessi árangur hefur náðst með upp- stokkun og aðhaldi í rekstri, menn hafa verið sammála um að fjárfesta ekki of mikið og sólunda ekki í óþarfa prjál. Engu að síður má búast við að rekst- urinn verði erfiður í ár, segir Þorsteinn Óli. - Fyrirtækið er samt sem áður traustur bakhjarl í plássinu og menn vilja gjaman vinna að því að viðhalda stöðugleikan- um. Gegn því framlagi smábátaeigenda að landa afla sínum hér hafa þeir fengið á leigu sem svarar 75 prósent af eigin kvóta til viðbótar honum, en einn af homsteinum í þessu fyrirtæki er geysi- lega sterk kvótastaða. Við höfum ekki verið í erfiðleikum með kvóta síðustu þrjú til fjögur árin, enda höfum við keypt Arnþór Pólsson trillukarl ó Raufarhöfn: „Hef mínar kenningar um loónuna og grásleppuna/y Trillukarlar eiga ekki glæsilega fram- tíð fyrir sér á Raufarhöfn. Það finnst í það minnsta Arnþóri Pálssyni, trillukarli og formanni félags smá- bátaeigenda á staðnum. Hann hefur sótt sjóinn þar nyrðra í tvo áratugi á Fróða, sjö tonna trillu, og verið mest á grásleppu. Nú eru Arnþór og eigin- kona hans, Elín Guðmundsdóttir, varaformaður Verkalýðsfélags Rauf- arhafnar, að tygja sig til suðurfarar, án þess þó að vita hvað tekur við þar. En þau eru þó heppin að því leyti, að þeim tókst að selja húsið sitt - útgerðarfélagið vantaði íbúðarhús fyrir skipstjórann á Rauðanúpi, einmitt þegar þau þurftu að selja. - Grásleppan var uppistaðan í þessu hjá mér eins og fleirum hér og ég tapaði á því að fiska ekki nóg af öðmm tegundum á þessu viðmiðunarári þegar kvótinn var á- kvarðaður. Eg fæ því ekki að veiða nema um tíu tonn af þessum sökum, sem er fljóttekið ef vel fiskast. Það kemur mér svo í koll þegar grásleppuvertíðin bregst tvö ár í röð, segir Amþór í spjalli við Vinnuna um borð í trillunni Fróða. Á þurru landi Trillan vaggar ekki við bryggju heldur stendur á þurru landi, og Amþór er að búa sig undir að setja niður í hana nýja vél, þótt eiginlega sé á dagskrá að gefast upp á sjósókninni og fara suður. - Það er alveg óvíst að mér takist að selja bátinn, því hann er orðinn 20 ára gamall. En honum hefur hinsvegar verið vel haldið við og lítur ágætlega út. Svo er nú ætlunin að gera enn eina til- raun til að fara á grásleppu næsta vor. - En eins og málin standa nú ertu ein- faldlega að gefast upp og fara? - Já, það þýðir ekkert að láta svelta sig héma, það er bullandi tap á heimilisrekstr- inum! Amþóri líst þunglega á það ef trillu- útgerðin á Raufarhöfn hrynur. Nærri hálft hundrað manna hefur atvinnu af smábáta- útgerðinni og það segir sig sjálft að það yrði blóðtaka fyrir bæinn ef margir þeirra færa ásamt fjölskyldum sínum. Það kæmi sér meðal annars ákaflega illa fyrir frysti- húsið því eiginkonur trillukarlanna era uppistaðan í starfsfólkinu þar. Svo berst talið að fiskiríi, loðnu og hrognkelsum og undarlegri hegðan þeirra skepna undanfarið. Amþór segist hafa sín- ar kenningar um það allt saman en býst varla við að fiskifræðingar leggi hlustir við því sem trillukarl fyrir norðan er að tuða. En lát oss heyra! Kenning Amþórs er sú að vegna þess að straumar breyttust talsvert við ísland haustið 1990 með þeim afleiðingum að hlýr sjór náði talsvert lengra en áður norð- ur og austur í höf, hafi glæráta og rauðáta borist í meira mæli en venjulega á þessar VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.