Vinnan - 01.09.1992, Blaðsíða 20
20
Jóhann Jónsson framkvæmdastjóri
HraSfrystistöðvar Þórshafnar:
„Vinnslan hafi sama
rétt og veiðarnar"
Mikill afli barst á land á Þórshöfn í vor og ekki hafðist undan að vinna
hann í frystihúsinu. Því var gripið til þess ráðs að lána Vopnfirðingum
nokkurn kvóta^ og í sumar hafa þeir verið að endurgjalda nágrönnum sín-
um greiðann. Á þessum slóðum veiðist mest af þorski og ufsa á vorin. í
vor var þorskurinn hinsvegar tregur en nóg var af ufsanum. Svo datt botn-
inn úr aflahrotunni í júní en áfram var talsverð vinna þar sem bátarnir fóru
að veiða kola og nokkur afli barst frá Vopnafirði. Allt fastráðið fólk hafði
því vinnu hvern dag í júní og þeir lausráðnu voru ekki heima nema fjóra
eða fimm daga.
- Síðustu ár hefur atvinna verið að
minnka yfir sumarmánuðina en aukist á
haustin og vetuma. Þar munar mest um
að þá er landað hér síld og loðnu, sem
ekki var fyrir nokkrum árum, segir Jó-
hann Jónsson framkvæmdastjóri Hrað-
frystistöðvar Þórshafnar við Vinnuna.
Á úthafskarfa og rækju
- Hraðfrystistöð Þórshafnar rekur
fiskverkun og loðnubræðslu, ásamt því
að gera út togarann Stakfell. Hver þess-
ara deilda er um þriðjungur af veltu fyr-
irtækisins. Einnig er töluverð bátaútgerð
frá Þórshöfn, stærstur bátanna er Geir, en
hann er 70 tonn. Stakfellið hefur um 60
prósent af kvóta staðarins en bátamir 40.
Jóhann segir hugsanlegt að Stakfellið
geti snúið sér að því að veiða úthafskarfa
og rækju fari að sneiðast um þorskkvót-
ann, og hluti kvótans færður yfir á þá
báta sem séu í viðskiptum við Hrað-
frystistöðina.
í fyrrahaust hófst framleiðsla á síldar-
flökum og - bitum hjá fyrirtækinu.
Sú vinnsla stóð fram í febrúar. Uppi-
staðan í sfldarvinnslunni á síðustu vertíð
voru edikbitar, sem vora seldir til K.
Jónssonar á Akureyri og fluttir út héðan.
Þetta skapaði talsverða vinnu hér í bæn-
um, segir Jóhann.
- Annars emm við hér með fisk-
vinnslu eins og gerist og aðal fisktegund-
imar eru þorskur, ýsa, ufsi og koli, ásamt
síld og loðnu. Við erum sífellt að reyna
Fiskbúðin sem fór
Bakað fyrir norðausturhornið
Auk trésmiðjanna tveggja er bifreiða-
verkstæði á Þórshöfn og einnig em þar
tvö þungavinnuvélafyrirtæki, Haki og
Atak, og Vegagerð ríkisins hefur aðsetur
í bænum. Þá er ótalið bakarí sem sér íbú-
um Bakkafjarðar, Raufarhafnar og
Vopnafjarðar fyrir brauðmeti, auk Þórs-
hafnarbúa sjálfra. Bakaríið á Þórshöfn er
hluti af samvinnu þessara byggðarlaga á
norð-austurhluta landsins, sem er í því
fólgið að slátmn hefur verið flutt á
Kópasker og mjólkurvinnsla til Vopna-
fjarðar, en áður var hvorttveggja á Þórs-
höfn. Bæjarbúar hafa þó ekki farið var-
hluta af áföllum í atvinnulífinu frekar en
aðrir. Fyrir tólf ámm var þar saumastofa,
og önnur saumastofa, útibú frá sauma-
stofu á Raufarhöfn, var í húsakynnum
Trésmiðjunnar Brúar á Brúarlandi. Þar
var smíðað og saumað undir sama þaki
þar til saumastofan varð að leggja upp
laupana, fyrir fimm og hálfu ári. Kaupfé-
lagið á Þórshöfn lenti einnig í erfiðleik-
um og fékk greiðslustöðvun í fyrrahaust.
Síðan voru gerðir nauðarsamningar á
þann veg að Kaupfélagið greiði 21 pró-
sent af skuldum sínum.
- Við eigum að standa skil á tveimur
þriðju af skuldunum á þessu ári og af-
ganginum á því næsta, þannig að það
tekur okkur um það bil árið að vinna
okkur út úr þessu. Það gemm við meðal
annars með því að selja ýmsar eignir
sem Kaupfélagið á hér á staðnum, meðal
annars nokkur íbúðarhús og fokhelt iðn-
aðarhúsnæði, segir Garðar Halldórsson
kaupfélagsstjóri, sem tók við því starfi
eftir að gengið hafði verið frá greiðslu-
stöðvuninni.
Gamla sláturhúsið, þar sem fiskur var
verkaður utan sláturtíðar í eina tíð,
stendur nú autt, og ekki hefur tekist að
finna því nýtt hlutverk. Það var ein-
göngu notað sem sláturhús eftir 1976, en
þá hófst starfsemi í nýreistu frystihúsi.
Eftir það var hætt að vinna fisk í slátur-
húsinu á milli sláturtíða.
Ýmislegt er einnig verið að gera til að
laga sjálfan verslunarreksturinn. Garðar
segir að helst sé litið til þess sem sé að
gerast á Húsavík, en þar er verslun að
sjálfsögðu í bullandi samkeppni við Ak-
ureyri. Einn vandinn er að sjálfsögðu
mikill flutningskostnaður, en þar hafa
heildsalar stundum hlaupið undir bagga.
Vandi íbúanna á Þórshöfn er hinsvegar
sá að þeir eiga óhægt með að beina inn-
kaupum sínum annað finnist þeim verð-
lag of hátt heimafyrir, þar sem nokkur
hundruð kílómetra leið er að fara í næsta
stórmarkað. En þeir hjá Kaupfélagi
Langnesinga reyna hvað þeir geta, lækk-
uðu til dæmis verð á allri vöm um 10
prósent fyrir síðustu jól.
Einn daginn fyrir tveimur árum var
fiskbúðin á Þórshöfn lögð niður og af-
greiðsluborðið fjarlægt. Eftir urðu Einar
Lárusson, sem hafði staðið bak við þetta
afgreiðsluborð í áratug, og gamla púltið
þar sem síðasti verðlistinn liggur enn og
letrið farið að dofna undan sólarljósinu
frá glugganum.
- Nú geri ég við bretti, sæki póstinn og
snatta svona ýmislegt, segir Einar, þegar
Vinnan lítur inn í gömlu fiskbúðina, sem
þó er ekki lengur fiskbúð. Hún var í litlu
herbergi í frystihúsinu þar sem er innan-
gengt í vinnslusal Hraðfrystistöðvarinnar.
Þangað sótti Einar fiskinn sem hann seldi
Þórshafnarbúum og ferðamönnum sem
áttu leið um plássið.
- Ég var með mikið úrval í búðinni:
ýsu, þorsk, lúðu, kola og steinbít og verk-
aði allt sjálfur, var meðal annars með
gellur, kinnar, bútung, siginn fisk og salt-
fisk, segir þessi fyrrverandi fisksali.
Hann skrifaði allt verð niður á blað og
miðaði það hvorttveggja við heil og hálf
kfló, og það fréttum við að hann hefði átt
til að bæta aðeins á vigtina eftir að við-
skiptavinimir höfðu borgað. Enda sjá
margir eftir fiskbúðinni hans Einars Lár-
ussonar, sem Hraðfrystistöðin átti raunar
og rak, og víst er að núorðið er erfiðara að
fá góðmeti eins og gellur, kinnar, bútung
og siginn fisk á Þórshöfn en áður var.
En hvers vegna var fiskbúðin þá lögð
niður? Sjálfur segist hann eiginlega ekki
vita það. Líklega var sú breyting þó hluti
af nútímanum. Það þótti víst hagkvæmara
að flytja fisksöluna í Kaupfélagið og selja
fiskinn úr kæliborði.
VINNAN