Stefnir - 01.07.1984, Blaðsíða 7

Stefnir - 01.07.1984, Blaðsíða 7
GEIR H. HAARDE: Það skiptir máli Þeir, sem lítt þekkja til stjórnmála, segja stundum, að engu máli skipti hverjirfari með völd. Stjórnmálamenn séu allir eins og það breyti engu þótt skipt sé um ráðherra og ríkisstjórnir. Ráðherrar sjálfstæðismanna í núverandi ríkisstjórn hafa rækilega afsannað þessa barnalegu kenningu. Þeir hafa allir, hver á sinu sviði, tekið rækilega til hendinni og unnið að því að koma fram ýmsum umbótum í anda sjálfstæðis- stefnunnar. Arangurinn er þegar farinn að koma í ljós. Hinn skjóti árangur, sem náðst hefur á sviði efnahagsmála skiptir auðvitað mestu, en hann er forsenda þess, að unnt sé að glíma af viti við margvíslegan annan vanda. Sú hugarfarsbreyting sem siglt hefur í kjölfar hins efna- hagslega ávinnings og þess stöðugleika, sem af honum leiðir sést m.a. af því að nú erekki lengurspurt hvort framkvæma skuli hugmynd fjármálaráðherra um að selja ríkisfyrirtæki heldur hvenær og hvernig. A sama hátt hafa hugmyndir um útboð fengið byr undir báða vængi og dyggan stuðning ráð- herra heilbrigðis- og samgöngumála. Hér skal nú vikið að nokkrum dæmum um breytta stefnu í málaflokkum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú á ný á sinni könnu í ríkisstjórn og nefnd nokkur framfaramál, sem búið er að koma á rekspöl. Um margra ára skeið hefur aukið frjálsræði í gjaldeyris- og verðlagsmáluin verið eitt af helstu baráttumálum sjálf- stæðismanna. Afar hægt miðaði á þessari braut frá því við- reisnarstjórnin tók mikilvæg skref á þessu sviði um 1960. Margir minnast þess er einn af ráðherrum Alþýðuflokksins greiddi atkvæði gegn svonefndu verðgæslufrumvarpi sem n'kisstjórn Bjarna Benediktssonar lagði fram á Alþingi 1969. Þessi atkvæðagreiðsla reyndist afdrifarík því úrtölu- mönnum hefur tekist að tefja það í 15 ár síðan að þessum málum yrði komið í nútímalegt horf á íslandi. Það er því einkar ánægjulegt að viðskiptaráðherra Sjálf- stæðisflokksins skuli á fyrstu starfsmánuðum þessarar ríkis- stjórnar hafa beitt sér fyrir verulega auknu frjálsræði í verð- lagsmálum og gjaldeyrisverslun, sem nú sér þegar stað í aukinni samkeppni á ýmsum sviðum, bættu verðskyni almennings og lægra verði á vöru og þjónustu. Það hafði ekki verið sjálfstæðismaður í sæti viðskiptaráð- herra frá 1956 þar til núverandi stjórn tók við völdum. Á þeim dæmum sem ég hef nefnt sést glöggt hve miklu skiptir, hverjir ráða ríkjum í viðskiptaráðuneytinu. Ungir sjálf- stæðismenn treysta því að núverandi ráðherra haldi áfram á sömu braut, og beiti sér t.d. fyrir auknu frelsi í útflutnings- verslun og í málefnum bankanna. Við stjórnarskiptin í fyrra urðu þáttaskil í iðnaðar- og orkumálum við það að úr iðnaðarráðuneytinu fór þröng- sýnn og afturhaldssamur alþýðubandalagsmaður, sem þar fór með stjórn í nær 5 ár. Helsta keppikefli Alþýðubanda- lagsins meðan það réð yfir iðnaðarráðuneytinu virtist vera að spilla fyrir möguleikum íslendinga á samvinnu við erlenda aðila um uppbyggingu fjármagnsfrekra stóriðjufyr- irtækja. Þetta skeið er sem betur fer á enda og núverandi iðnaðar- ráðherra hefur gert stórátak í þessum málum og í því að vinna upp þann tíma sem tapaðist á valdatíma vinstra afturhaldsins. Ungir sjálfstæðismenn hafa margbent á nauðsyn árvökular forystu í iðnaðar- og orkumálum nú þegar breyttar aðstæður í hefðbundnum atvinnugreinum knýja landsmenn til að leita nýrra vaxtarbrodda í atvinnuinálum. Síðasta þing SUS var að hluta til helgað þeim nýjum tæki- færum sem eru að skapast í ýmiss konar hátækniiðnaði hér- lendis, t.d. iðnaði tengdum örtölvu- og upplýsingatækni. Iðnaðarráðherra hefur þegar sýnt þessum málum lofs- verðan áhuga og reynslan sýnir að mikils er um vert að Sjálfstæðisflokkurinn fari með forystuna í þessum veiga- mikla málaflokki þegar mikið liggur við eins og nú. Sjálfstæðisflokkurinn hafði ekki farið með yfirstjórn menntamála eða utanríkismála í áratugi, þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð. Þar var því svo sannarlega þörf fyrir ný og fersk vinnu brögð enda hefur verið tekið skörulega á málum á báðum þessum stöðum. Hefur utanríkisráðherra m.a. beitt sér fyrir framkvæmdum við flugstöð á Keflavíkurflugvelli. Menntamálaráðherra hefur lagt fram stjórnarfrumvarp um útvarpsmál, sem gerir ráð fyrir afnámi einkaréttar ríkis- útvarpsins til útvarpssendinga. Þótt þetta frumvarp gangi ekki eins Iangt og ýtrustu vonir ungra sjálfstæðismanna stóðu til horfir það þó verulega í rétta átt. Verður að vænta þess að samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn setji ekki fótinn fyrir framgang þess í þinginu í haust. Nú þegar hillir undir aukið frjáisræði í útvarpsmálum og fjölmiðlun almennt er mikilvægt að hin pólitíska forysta sé hjá frjálslyndu stjórnmálaafli, sem þoriraðhagnýta nýtæki- færi á þessu sviði. Vinstra afturhaldið í landinu beitir sér af alefli gegn auknu frelsi í útvarpsmálum eins og annars staðar. I vor hreykti fulltrúi Alþýðubandalagsins í útvarpsráði sér yfir því í Þjóðviljanum að hann væri „mikill forræðismaður“ í útvarpsmálum og var það í sjálfu sér tímabær yfirlýsing úr þeim herbúðum. Það hugarfar vinstri manna, sem hér kemur fram, beinist ekki síst að því að hafa vit fyrir fullorðnu fólki í smáu sem stóru. Það skiptir ekki aðeins máli, heldur getur það skipt sköpum hvort menn með þetta hugarfar eru við völd eða ekki. Þau fáu dæmi sem hér hafa verið rakin sýna glöggt nauðsyn þess að pólitísk áhrif slíkra manna séu sem minnst. Geir H. Haarde STEFNIR 7

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.