Stefnir - 01.07.1984, Page 9

Stefnir - 01.07.1984, Page 9
FR1ÐUR OG FRELSI í 35 ÁR CHARLES McC. MATHIAS: Ávarp til ungra sjálfstæðismanna Dean Acheson undirritar Atlantshafssáttmálann 4. apríl 1949. Það er mér heiður og sérstök ánægja að fá tækifæri til að ávarpa unga sjálfstæðismenn. Ég hef hlakkað til þess í langan tíma. Eins og ykkur mun kunnugt þá er ég hér staddur á fundi framkvæmdanefndar þing- mannasambands Atlantshafsbandalagsins. Það gerir það því miður að verkum, að ég get ekki dvalið hj á ykkur eins lengi og ég hefði kos- ið. En, til þess að nýta tímann sem best, þáætla ég að vera fremur stuttorður og gcfa mönnunr í staðinn aukinn tíma til rökræðna. Fyrir 35 árum gerðist ísland stofnaðili að NATO. Stofnsamningurinn var undirritaður fyrir íslands hönd 4. apríl 1949 af Bjarna Bene- diktssyni, þáverandi utanríkisráðherra. Þetta afmæli, ásamt því mikilvæga hlutverki sem Sjálfstæðisflokkurinn gegndi er ísland gerðist aðili að NATO, er kveikjan að ummælum mín- um hér á eftir, - lauslegum hugleiðingum um viðgang bandalagsins á þessu afmælisári. Atlantshafsbandalagið hvílir ekki aðeins á því, að aðilarnir skuldbinda sig til þess að að- stoða hvern annan ef þá þá yrði ráðist. Það lof- orð er þó vitaskuld mjög mikilvægt og hefur stuðlað að friði í Evrópu: Það er nálægt „hjarta" bandalagsins en það er ekki „sálin“ í því, ef þannig má að orði komast. Bandalagssamningurinn felur í sér annað og meira en tæknilegt fyrirkomulag hervarna. Hann er gerður í varnarskyni, þar sem hann hvetur ekki til árásar, en hann horfir jafnframt til framtíðar. Við sameinuðumst, með orðalagi 2. gr. Norður-Atlantshafssamningsins, í þeim tilgangi, „að stuðla að frekari þróun friðsam- legra og vinsamlegra milliríkjaviðskipta, með því að styrkja frjálsar þjóðfélagsstofnanir... og með því að auka möguleika jafnvægis og vel- megunar“. Við rígbundum okkur m.ö.o. ekki á einhvern þröngan bás ábyrgðar og skyldna, við tileinkuðum okkur framfarahug og vilja til að hagnýta alla möguleika okkar. Við reistum þjóðir úr rústum styrjaldar, en við reistum líka nýjar stofnanir, OECD, GATT, Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn, Evrópubandalagið, til að stuðla að frekari framförum og hagvexti. Þegar í upphafi samstarfsins var þannig komið á jafnvægi milli varnarvígbúnaðar annars vegar og hagsældar- markmiðsins hins vegar. Við fjárfestum í sverðum og plógum til að forðast stríð og varð- veita frið. Þessi tvíþætta og gagnvirka áætlun eftir- I stríðsáranna fleytti okkur vesturlandabúum hratt fram á veginn fyrstu 10-20 árin, en undan- farinn áratug hefur framþróunin hægt nokkuð á sér og leiðir skilið. Þessi þróun er sýnilegri utan Atlantshafsbandalagsins en innan þess. Á þessu eru margar skýringar. Má nefna, að kjarnorkuvígbúnaður Sovétmanna og löng hörmungasaga af þátttöku Bandaríkjamanna í Víetnamstríðinu hafa breytt mati manna á hernaðarlegum og siðferðilegum styrk stór- veldanna. Olíukreppurnar á síðasta áratug veltu um koll ýmsum viðvarandi hugmyndum um hagkerfi þjóðanna. Langvarandi samdrátt- ur í alþjóðlegum viðskiptum hefur dregið úr trúnni á okkur sjálf og bandamenn okkar. Allt hefur þetta haft veruleg áhrif á allar aðstæður og væntingar okkar nú um stundir. Viðbrögðin hafa á stundum verið innantóm, ósjálfráð, einsogum hlaup væri að ræða til þess eins að standa í stað. Ef við ætlunr okkur að komast af verðum við að vinna saman. Engin þjóð, ekki einu sinni Bandaríkjamenn, er svo stór eða rík að hún geti blómstrað ein út af fyrir sig. Við getum e.t.v. þrifist einangraðir en við getum örugg- lega ekki verið vissir um okkur án sameigin- legra varna og líflegra milliríkjaviðskipta. STEFNIR

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.