Stefnir - 01.07.1984, Page 10
FRIÐUR OG FRELSI í 35 ÁR
Þessi sannindi hafa verið ljós á vegi banda-
lagsins og Iampi fóta okkar í rúma þrjá áratugi.
Þau ættu ekki einu sinni að vera til umræðu í
dag. Það er ómögulegt að flýja undan þörf fyrir
að treysta á aðra. Við eigum einskis annars
úrkosti en gagnkvæman stuðning og samstarf.
Samt stefna áhrifamiklir aðilar í andstæðar
áttir. Sumir leita efnahagslegs athvars í vernd-
arstefnu. Aðrir ganga með ranghugmyndir um
frið sem á annað hvort að nást með því að
hafna nauðsynlegum varnarviðbúnaði eða
hvíla á offjárfestingu í vopnum.
Þeir sem hafa þessar hugmyndir ganga villu
vegar, þeir afneita þeirri óþægilegu staðreynd,
að við erum háðir hver öðrum og þeir ganga út
frá því að það sé fýsilegur kostur fyrir eina
þjóð að stjórna hegðun annarra eða þá að gera
sig alls ónæma fyrir slíkri stjórnun. Trú þeirra
er reist á sandi. Það væri heimskulegt að fylgja
þeim ef ekki lífshættulegt.
En að afneita trú þeirra, einkum sterkustu
hagsmunahópanna á Vesturlöndum, verður
einnig erfitt. Sumir þessara hópa trúa ekki að-
eins í blindni á málstað sinn heldur hafa þeir
umtalsverð stjórnmálaáhrif. í mörgum til-
vikum er afli þeirra beitt gegn breytingum og í
þágu aðgerða, sem leiða af sér efnahagslega
kyrrstöðu.
Okkur ber nauðsyn til að snúa vörn í sókn og
prédika hagvöxt. Við verðum að sannfæra
Vesturlandabúa og þjóðþing þeirra um það, að
tímabundnir erfiðleikar, til að skapa skilyrði
aukins hagvaxtar, munu skila sér í framtíðinni
í almennri farsæld.
Til þess að gera þessi markmið raunhæf
verðum við þó að láta eitt ganga yfir alla.
Bandarískir iðnverkamenn, svo dæmi sé tekið,
munu ekki auðveldlega hverfa frá vernd-
arstefnu nema þeir sjái evrópska og japanska
verkamenn gera slíkt hið sama. Þeir sem hliðra
til fyrir öðrum vænta hins sama í staðinn. Fórn
af sannfæringu verður að vera fórn í samein-
ingu.
Vitaskuld verður að miða að því að sá hag-
vöxtur, sem við viljum heima fyrir, feli og í sér
hagvöxt í þriðja heiminum. Sameiginlegur
hagur okkar felst einmitt í vaxandi heimsvið-
skiptum.
En hvað um samskipti okkar við kommún-
istaríkin á þessum tímum þegar vegið er að
stjórnmálalegu- og efnahagslegu frelsi okkar?
Allt, sem segja má með vissu um Sovétríkin,
er, að hinir nýju leiðtogar standa frammi fyrir
veigamiklum vandamálum; ákvörðunum sem
lengi lágu milli hluta vegna veikinda Bréznefs,
síðustu æviár hans. Við vitum ekki hvenær né
hvaða ákvarðanir verða teknar. Þegar verka-
mönnum fjölgar hægar en áður, þegar atvinnu-
tækin úreldast, þegar hráefnin verða dýrari og
torsóttari og þegar gróðinn af olíuútflutn-
ingnum dregst saman, samfara lækkun á
OPEC-verðum, þá verða jafnvel slagorðasmið-
irnir á Hagstofu Sovétríkjanna að Iaga sig að
bláköldum staðreyndum hins bágstadda efna-
hagslífs.
Leiðtogar Sovétríkjanna verða einnig að
miða að hagvexti. Þótt ég efi ekki áfram-
haldandi vilja þeirra, til að valda óróa erlendis,
býst ég ekki við öðru en því, að þeir hafi orðið
fyrir efnahagslegum skakkaföllum af afskipt-
um sínum undanfarin ár í Afganistan, Asíu og
í Karabíska-hafinu. Þá er erfitt að áætla hin
stórkostlegu útgjöld þeirra vegna afskiptanna
af þjóðunum í Austur-Evrópu. Ég yrði hissa ef
leiðtogar Sovétríkjanna myndu fremur, ef þeir
stæðu frammi fyrir því vali, taka á sig hækkandi
matarreikninga skjólstæðinga sinna en að geta
treyst á, að öflug og opin alþjóðleg viðskipti
settu eitthvað undir þann leka.
Spurningin er því þessi: Geta Vesturlanda-
búar boðið kommúnistaríkjunum upp á slíkan
valkost. Ef við trúum því að þeirra kerfi sé að
hruni komið - en það geri ég ekki - gætum við
freistast til að reyna að flýta fyrir því, þótt
afleiðingarnar kynnu að leiða til falls okkar
sjálfra. Ef við teljum á hinn bóginn að Sovét-
menn standi ekki frammi fyrir sínum „Götter-
dámmerung“ höfum við e.t.v kjörið tækifæri
einmitt nú til að mynda nýjan ramma utan um
samstarf byggt á sameiginlegum efnahags-
legum hagsmunum.
Of lengi höfum við einblínt, í samskiptum
okkar við kommúnistaríkin, á spurningar varð-
andi vopnaeftirlit, mannréttindamál eða af-
skipti af málefnum þriðja heimsins. Þetta eru
vitaskuld mikilvæg málefni en hafa tilhneig-
ingu til að mynda andrúmsloft tortryggni er
hvetur fremur til áróðursstríðs og sefjunar en
framfara. Hyggðumst við útvfkka möguleik-
ana á sameiginlegum hagsmunum okkar
þannig, að þar kæmu og til skoðunar mögu-
leikar á auknum viðskiptum þá opnuðum við
a.m.k nýjar leiðir, ný sambönd án árekstra. Ég
ofmet ekki möguleikana á árangursríkum sam-
skiptum og ég vanmet ekki vandann því sam-
fara að sameina Vesturlönd um þá stefnu. En
ef við ætlum að hreyfast úr stað á annað borð
verðum við í sameiningu að taka- eitt skref í
einu. Við verðum að stíga fram: Kyrrstaða
leiðir til ósigurs.
Friður; öryggi og vöxtur í skjóli frelsis eru
markmiðin. Tökum nauðsynlega áhættu til að
ná þeim.
(Avarp þetta var flutt á fundi með ungum
sjálfstæðismönnum laugardaginn 7. apríl
1984).
VélsmiðjaEinars Guðbrandssonar s/f
Vélsmíði — Plötusmíði —
Renniverkstæði
Framleiðsla á vökvapressum —
véldrifnum eða handdrifnum
Nýsmíði allskonar fyrir iðnað —
stóran sem smáan
Vélsmiðja Einars Guðbrandssonar s/f
Súðavogi 40 sími 38988
10
STEFNIR