Stefnir - 01.07.1984, Page 16

Stefnir - 01.07.1984, Page 16
FRIÐUR OG FRELSI í 35 ÁR EINAR K. GUÐFINNSSON: Um hvað snúast átökin i alþióðamálum? Efnahagsleg og stjórnmálaleg bylting hefur stöðugt átt sérstað í heimi okkar, allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Afleiðingin er sú, að nú búum við í heimi sem sífellt er að taka breytingum, er í sífelldri þróun. Sjálf skipan heimsins er ákaflega ólík því sem hún var fyrir einum eða tveimur áratugum. Ymislegt af því sem þarna er á ferðinni má rekja langt aftur og er kannski samgróið samfélagsgerð okkar. Við getum nefnt dæmi um þetta. Orkuþörf samfélaga Vesturlanda hefur haft gífurleg áhrif á gang heimsmálanna og raunar heimsmynd okkar allra. Heimsmyndin tók stakkaskiptum þegar arabahöfðingjar brugðu sér inn af eyðimörkum sínum til þess að skrúfa fyrir eldsneytisgjafa hinna olíuþyrstu Vesturlandabúa. Heimurinn hefur aldrei orðið samur á eftir. Öllu erfiðara er að merkja þau áhrif sem pólitískir atburðir fyrri alda hafa haft á samtíð okkar. Enginn vafi er á því til dæmis að frelsis- stríð Bandaríkjamanna og hugmyndir Banda- lagsmanna skömmu síðar hafa haft ómetanleg áhrif á gang heimsins. Þessir atburðir hafa óneitanlega ásamt öðrum verið merkiskyndlar í átökum í alþjóðamálum, þó að það virðist ekki svo augljóst við fyrstu sýn. Eg nefndi þessi dæmi af tveimur ástæðum. Hin fyrri er sú, að dæmin eru innbyrðis ólík, og hin síðari sú að hvort um sig er slík stærð í sögu okkar, að þau verða tæplega umflúin af neinum þeim er vill kynna sér átök alþjóðamálanna og sögu síns heimshluta. Fjarri sé það mér að álíta að gangur sög- unnar ráðist einvörðungu af stórum atburðum sem þessum. Tilviljun eða óvæntar aðstæður geta svo gjörsamlega breytt gangi mála, að ómögulegt getur verið að sjá það fyrir. Það eru einmitt þessir þættir sem gera það svo örðugt að rekja sögu sína. Þó er því einmitt þannig farið að nauðsynlegt er að rekja þessi skref, til þess að geta skilið söguna. Óhrekjanlegt má telja að saga heimsins ein- kenndist lengi af því fyrirbæri, sem menn hafa kallað „kalda stríðið“. Þetta fyrirbæri er eitt hið umdeildasta sem um getur í pólitískri sögu okkar. Það er deilt um skilgreiningu á fyrir- bærinu sjálfu; jafnvel hvort það sé yfirhöfuð til, hvenær marka megi upphaf þess og endalok og þannig mætti lengi telja. Winston Churchill. „Skuggi hefur fallið á sviðið...“ Það er oft til siðs að rekja upphaf þessa aftur til ársins 1946, 5. mars það ár, meira að segja. Þann dag og það ár flutti Winston Churchill hina frægu ræðu sína í Fulton háskóla í Banda- ríkjunum, ræðu sem æ síðan hefur verið vitnað í og sögð marka upphaf kalda stríðsins. Churchill var þá ekki lengur forsætisráðherra í Bretlandi, en naut þvílíkrar virðingar um hinn vestræna heim, að tæpitungulaus boðskapur hans hlaut að vekja mikla athygli. í ræðu sinni komst Churchill meðal annars svo að orði: „Skuggi hefur nú fallið á sviðið sem sigur bandamanna varpaði nýlega svo skærri birtu á. Enginn veit hver næstu áform Ráðstjórnar- ríkjanna og hinnar kommúnisku alþjóðastofn- unar þeirra eru eða hver eru takmörk útþenslu og trúboðstilhneiginga þeirra ef þau eru þá nokkur. Frá Stettin við Eystrasalt til Trieste við Adríahaf hefur fallið járntjald yfir álfuna. Handan þeirra línu eru allar höfuðborgir hinna fornu ríkja Mið og Austur-Evrópu... Allar þessar nafntoguðu borgir eru nú á sovésku áhrifasvæði og eru nú ekki aðeins undir sovéskum áhrifum í einu eða öðru formi heldur lúta nú í mörgum tilfellum vaxandi stjórn Moskvu... Hvaða ályktanirsem við drögum af þessum staðreyndum - og staðreyndir eru það - þá er hitt vfst að þetta er ekki sú frelsaða Ev- rópa sem við börðumst fyrir að byggja upp. Né heldur hefur hún að geyma stoðir varanlegs friðar“.l) í ræðu sinni sagði Churchill ennfremur að Sovétmenn bæru virðingu fyrir herðnaðar- mætti. Bretar og Bandaríkjamenn þyrftu því að halda áfram hernaðarsamstarfi sínu, svo að friður yrði tryggður. Síðari hluta þessa sama árs, gat Churchill með sanni sagt að rás atburð- anna hefði staðfest orð hans. Upphaf hugmyndafræðilegra átaka dagsins í dag Þó þægilegt kunni það að vera að láta svo magnþrungna ræðu marka upphaf þess fyrir- bæris sem við nefnum „kalt stríð“, hygg ég að það jaðri við sögulega fölsun að halda slíku fram. Miklu nær er að segja að á árunum eftir síðari heimsstyrjöld hafi betur komið í Ijós en fyrr hvílíkt ógnardjúp hugmynda og hugsjóna var á milli kommúnistaríkjanna og hinna frjálsu þjóða. Það er því ekki úr vegi að beina sjónum sínum aftur um 67 ár, aftur til ársins 1917, árs bolsévíkka byltingarinnar í Rúss- landi. Með byltingu bolsévikka í Rússlandi má segja að nýr tími hefjist. Ráðstjórnarríkin voru þjóðfélag, með klár hugmyndafræðileg mark- mið. Stjórnendur ríkisins litu á samskipti við aðrar þjóðir fyrst og fremst sem aðerð til þess að koma hugmyndafræði sinni á framfæri. Þess utan voru markmið Sovétmanna skýr og aug- Ijós. Meginmarkmið var að bylta þeim þjóðfé- lögum sem ekki aðhylltust sósíalisma. Að lok- inni heimsstyrjöld urðu til ríki sem aðhylltust sama sjónarmið. í þeim flokki ber Kína að sjálfsögðu hæst, ásamt leppstjórnum þeim sem Kremlverjar áttu meiri og minni þátt í að koma á í Austur-Evrópu á árunum eftir síðari heims- styrjöld. Sagan hefur vitaskuld sýnt okkur að kenn- ingum sínum um alþjóðamál hafa Sovétmenn fylgt rækilega eftir. Henry Kissinger fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur það eftir Vladimir Lenin að þar til lokaniðurstaða hafi fengist í átökum á milli kapítalisma og kommúnisma hljóti að ríkja í heiminum hræði- legt stríðsástand.2) 16 STEFNIR

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.