Stefnir - 01.07.1984, Page 18

Stefnir - 01.07.1984, Page 18
er þó vitaskuld heldur ekki að neita að inn- byrðis eru þessi stjórnkerfi ólík; ríki Austur- Evrópu eru skemur komin á þróunarbraut alræðisins, ef þannig má að orði komast. Megineinkenni eru þó hin sömu, ríkið er eini vinnuveitandinn. Eins og byltingarforinginn Trotsky orðaði það í bók sinni Revolution Betrayed: „I landi þar sem eini vinnuveit- andinn er ríkið, þýðir andstaða hægan hungur- dauða. Gömlu meginreglunni, sá sem ekki vinnur, skal ekki borða, hefur verið vikið til hliðar af nýrri; sá er ekki hlýðir, skal ekki eta“.9) Því er að vísu stundum haldið fram að miklu fleira sé líkt en ólíkt með stjórnkerfum Vestur- landa og kommúnistaríkjanna. Slík fullyrðing stenst þó engan veginn nánari athugun. Ólík stjórnkerfl Eitt megin einkenni Vesturlanda eru hinir margvíslegu hópar sem hver um sig hafa marg- víslegu pólitísku hlutverki að gegna. Hags- muna- og þrýstihópar, sem oft á tíðum hafa uppi háværagagnrýni á stjórnvöld. Sambærileg fyrirbæri finnum við varla í ríkjum Austur- Evrópu, svo ekki sé talað um Ráðstjórnar- ríkin. Það er lítill vandi hugsa ég að taka út úr ein- hverja einstaka þætti hvors samfélags fyrir sig og segja, þetta er eins. Hins vegar þjónar það litlum tilgangi, því eins og áður sagði þá feliur ekkert þjóðfélagskerfi í raun og veru alveg að þeim módelum sem við notum til viðmiðunar og ófullkomleiki hinna opnu samfélaga Vestur- landa er auðvitað slíkur að eitt og annað má finna í gerð þeirra sem dregur dám af alræðis- stjórnarfari. Þetta er þó ekki kjarni málsins. Hann er hins vegar sá að annars vegar höfum við alræðisríki, þar sem opinber hugmyndafræði drottnar yfir öllu. Hins vegar opið samfélag þar sem sam- keppni hugmynda ríkir, gagnrýni á stjórnvöld er daglegt brauð, réttarríki tryggir réttarstöðu þegnanna. Síðast en ekki síst er eðlilegt að vekja athygli á því sem hinn kunni sérfræð- ingur í málefnum Ráðstjórnarríkjanna Leonard Schapiro segir í bók sinni um „Al- ræðishyggju". Hann álítur að þrátt fyrir að alræðisríkin séu innbyrðis ólík og hafi tekið miklum breytingum í tímans rás, þá sé eitt ein- kenni á þeim sameiginlegt. Ekki fyrirfinnist í alræðisríkjum skýr mörk á milli hinna ýmsu valdastofnana þjóðfélagsins. Hin gamla Locke-íska skipting þjóðfélagsins í löggjafar-, framkvæmda- og dómsvald er ekki til í alræðis- ríkjum og því er þegn í alræðisríki svo gjör- samlega undirorpinn ákvörðun stjórnvalda hverju sinni.10) Það er í Ijósi þessa grundvallarmunar, sem ég tel réttmætt að segja að átökin í alþjóð- málum standi á milli ólíkra stjórnkerfa, ólíkra pólitískra hugmynda, á milii alræðis og lýð- ræðis, með öðrum orðum. Þáttur þróunarríkja En hvað þá með þróunarríkin og hin þróuðu kann þá einhver aðspyrja. Er ekki grundvallar- munur á þeim? Þessi spurning er vitaskuld alveg sjálfsögð. Mjög er nú rætt um ágreining þróunarríkja og þróaðra - eða „suðurs" og „norðurs" eins og nú er tekið að kalla það. Því er eðlilegt að ég geri nokkra grein fyrir því hvers vegna ég tel ekki að átökin í alþjóðamálum séu eða verði á milli „norðurs og suðurs“, - ríkra þjóða og snauðra. í upphafi er auðvitað rétt að gera sér grein fyrir því að hugtökin „norður" og „suður“ taka ekki til neinnar landfræðilegrar heiidar. „Suðrið“ er heldur ekki menningarleg heild og jafnvel ekki efnahagsleg heild. Bresku hagfræð- ingarnir Bauer og Yamey sem eru sérfræðingar í málefnum þróunarríkja hafa bent á að það Henry Kissinger. sem við nefnum „suðrið“ sé með örfáum undantekningum einfaldlega hópur hagkerfa er þiggi þróunarhjálp. Að öðru leyti séu þessi ríki mjög ólík innbyrðis og að hagsmunir þeirra rekist á. Fyrir vikið sé ekki á neinn hátt hægt að tala um hin svo nefndu „þróunarríki" sem eina heild.n) Sundurleitur hópur Stundum er gefið í skyn að þróunarríkin muni rísa upp og krefjast þess að fá sinn hlut. Þó ég vilji ekki hér og nú reyna að gerast spá- maður í þessum efnum efa ég ekki að mál- efnum hinna fátæku ríkja verður gefinn meiri gaumur á næstunni. Hins vegar tel ég ákaflega fráleitt að átök „suðurs“ og „norðurs" muni magnast á næstunni. Benda má á að innbyrðis eru þessir hópar ákaflega ólíkir. Mörg ríki Afr- íku og Asíu eru til að mynda upp á kant og oft hefur komið til átaka á milli þeirra. Þá er hern- aðarmáttur hinna snauðu ríkja svo lítill að augljóslega gætu þau ekki staðið iðnvæddum þjóðum, hvort sem er í austri eða vestri snún- ing á hernaðarsviðinu. Ennfremur má benda á að tengsi, bæði söguleg, efnahagsleg og póli- tísk eru á milli ýmissa ríkja Vesturlanda og „þróunarlandanna". Til dæmis má nefna að þegar til uppreisnar kom í her Tansaníu á sjötta áratugnum leitaði forseti landsins Julius Nyerere til Breta um aðstoð. Þessi margvíslegu samskipti þjóðríkjanna styðja auðvitað þá skoðun sem ég gat um hér á undan að gagn- kvæmir hagsmunir hafa gert heimsmálin marg- slungnari en áður var. Engum vafa er undirorpið að mikilvægi þriðja heimsins mun vaxa mjög á næstu árum. Jafnt á hernaðar, efnahags og póiitíska svið- inu. Til dæmis er augljóst að á alþjóða vett- vangi geta ákvarðanir þessara ríkja haft mikið að segja. Þessi ríki hljóta að verða mikilvæg viðskiptalönd iðnvæddu ríkjanna um ókomna framtíð. Mörg hinna fátækari ríkja hafa yl'ir að ráða geysilegum hráefnum og gegna því þýð- ingarmiklu hlutverki í hinu alþjóðlega efna- hagskerfi. Það er einmitt þetta síðast talda atr- iði sem vegur þungt um samskipti stórveld- anna. John Ericsson, prófessor í sovéskum fræðum við háskólann í Glasgow, hélt því fram á þingi DEMYC, í Strasbourg fyrir þremur árum að ástæða þess að Sovétríkin hefðu sótt fram í Afríku, væri fyrst og fremst sú að þau skorti ýmis þau hráefni er ríki eins og Angóla og Mozambique hefðu gnótt af. Hið sovéska hernaðarbrölt suður á bólginn stafaði ekki af neinum hernaðarlegum eða pólitískum hvöt- um. Asókn í hráefnin ræki þá áfram. - Hvort sem þessi tilgáta er sönn eður ei, er auðvitað Ijóst að hráefnisauðug ríki munu einlægt verða bitbein í heimsviðskiptum sem og í hernaði. Þó ég geri lítið úr þcim málflutningi að hætt sé á átökum „suðurs" og „norðurs“, er það fjarri mér að draga úr mikilvægi þriðja heims- ins fyrir þróun alþjóðamála á næstunni. Á hinn bóginn held ég því fram að enn um sinn verði það hin hugmyndafræðilegu átök austurs og vesturs, sem setja muni svip sinn á heimsmálin enn um sinn. Enda hafa Sovétríkin nú um margra ára skeið gert sitt besta til að ná fótfestu meðal hinna fátækari þjóða. Steindauð hugmyndafræði Auðvitað er ómögulegt að segja hvað fram- tíðin ber í skauti sér í þessum efnum. Vissulega má benda á að Sovétríkin hafi glutrað niður ágætum stuðningsmönnum sínum meðal ráða- manna þriðja heimsins. En hitt er líka jafn Ijóst að Sovétmenn leggja kapp á að ná þar fótfestu. Að sjálfsögðu er kommúnisminn fyrir löngu steindauð og úr sér gengin stjórnmálastefna, sem brugðist hefur öllum vonum. Sem slíkur höfðar hann þvf ekki til nýfrjálsra og fátækra þjóða sem dreymir stóra drauma um betri tíð. En sovéska hernaðar- og áróðursvélin er máttug, ekki síst þegar henni er hjálpað af úr- tölumönnum á Vesturlöndum. í þessari grein hef ég leitast við að sýna fram á að hin alþjóðlegu átök séu á milli ólíkra hug- mynda; alræðis og lýðræðis. Fulltrúar þessara hugmynda séu annars vegar Ráðstjórnarríkin og fylgifiskar þeirra en hins vegar Vesturlönd. Einnig hef ég rakið, með dæmum, hvernig fyrirmenn Ráðstjórnarríkjanna hafa einlægt verið trúir boðun sinni á sósíalískum hug- myndum og litið á utanríkisstefnu sína sem lið í því að styrkja sósíalismann í heiminum. Meg- inniðurstaða mín er því sú, eins og ég vék að fyrr, að nauðsynlegt sé að hindra að Sovét- menn fái tækifæri til þess að framfylgja utan- ríkisstefnu sinni, sem Gromyko utanríkisráð- herra lýsti með þessum orðum í júní árið 1968, í ræðu fyrir Æðsta Ráði Ráðstjórnarríkjanna: „Ráðstjórnarríkin eru stórveldi í tveimur hcimsálfum, Evrópu og Asíu. Hagsmunir lands okkar eru þó ekki einskorðaðir af því ein- 18 STEFNIR

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.