Stefnir - 01.07.1984, Qupperneq 20
FRIÐUR OG FRELSI í 35 ÁR
GUÐMUNDUR H. FRÍMANNSSON:
Friðarhreyfing
eða feigðarboði?
Það er árátta þeirra sem tala fyrir friðarhreyf-
ingarnar að telja sig vera sérstaka málsvara al-
mennings og segja jafnvel: Almenningur vill
ekki kjarnorkustríð. Þetta er alveg rétt, en það
er eðlilegt að spurt sé: Hver vill kjarnorku-
stríð? Það hefur ekki frétzt af neinum enn sem
komið er, en það er vitað að Sovétríkin búa sig
undir það hernaðarlega að geta sigrað í slíku
stríði. En af staðhæfingum á borð við þessa um
vilja almennings er dregin sú ályktun að það
beri að koma í veg fyrir aukinn vopnabúnað
Atlantshafsbandalagsins. Þetta er röng niður-
straða af réttri forsendu.
Ég vakti athygli á því að stefnumál friðar-
hreyfingarinnar og hagsmunir Sovétríkjanna
væru hin sömu. Þetta bendir til þess að mjög
varasamt sé að halda sjónarmiðum friðarhreyf-
ingarinnar á lofti vegna þess að það geti haft
þveröfug áhrif við það sem ætlað er. En ég hygg
að fæstir muni láta sér segjast, þótt á þetta sé
bent, kæri sig kollótta og segi sem svo, að ekki
þurfi allt að vera slæmt sem frá Sovét komi.
Aðrir munu kalla þetta lygar og þvætting, hér
sé einungis um að ræða tilraun til að sverta frið-
arhreyfingarnar, koma höggi á þær.
Það er ekkert við því að segja ef menn vilja
lifa í fáfræði. Þeir mega það í friði fyrir mér. En
hér er ekki verið að sverta friðarhreyfingarnar,
einungis bent á óþægilegar staðreyndir. Af
þeim má síðan draga skynsamlegar og óskyn-
samlegar ályktanir. En hvað með þá sem kæra
sig kollótta og segja að Sovétríkin geti haft á
réttu að standa stundum. Við þá er í sjálfu sér
ekkert annað að segja en að þeirséu skeytingar-
lausir um eigin hag og átti sig alls ekki á afleið-
ingum þess sem þeir gera.
Það hefur verið nefnt að ekki er einhugur um
það hvort afvopnun á að vera einhliða eða
marghliða innan friðarhreyfingarinnar. En það
er rétt að benda á eina afleiðingu þess að friðar
hreyfingarnar fá að starfa óáreittar á Vestur-
löndum, hafa uppi kröfuspjöld og mótmæli.
Það er óhjákvæmilegt að slíkar athafnir eigi
sér einungis stað á Vesturlöndum. Friðarsinnar
fyrir austan tjald eru settir bak við lás og slá.
Það er líka eðlilegt að mótmælin beinist gegn
því sem fram fer í eigin landi eða löndum en
ekki annars staðar. Afleiðingin er þrýstingur á
eigin stjórnvöld en ekki á stjórnvöld annars
staðar. Þótt svo sé látið í veðri vaka að mark-
mið friðarhreyfinganna sé gagnkvæm afvopn-
un, um hina þarf ekki að fjölyrða, þá væri það
fullkomið óraunsæi að ætla að aðgerðir friðar-
hreyfinganna stuðluðu að því. Eina fyrirsjáan-
lega afleiðing af starfsemi friðarhreyfinganna
er sú að vestræa stjórnvöld hiki við að setja upp
meðaldrægar kjarnaflaugar. Önnur áhrif eru
ekki fyrirsjáanleg, jafnvel þótt menn vilji
annað. Ef svo færi hefðu Sovétríkin náð einu
markmiði utanríkisstefnu sinnar og lítt frið-
vænlegra í veröldinni. Ef eitthvað væri hefðu
línurnar á ófriði aukist. Vesturlönd hefðu
veikst og Sovétríkin sæju sér leik á borði. Þetta
er afleiðing sem ekki ætti að koma nokkrum á
óvart, ef menn einungis vilja sjá veröldina í
kringum sig.
Það hefur verið látið í veðri vaka að friðar-
hreyfingar væru ópólitískar, en það stenst ein-
faldlega ekki vegna þess að stríð og friður eru
einhver pólitískustu mál sem til eru. Þau eru
dæmigert verkefni stjórnmálamanna. Það má
ekki draga þá ályktun af þessari staðreynd að
öllum sé ekki heimilt að hafa skoðun á því
hvort stjórnvaldsaðgerðir á hverjum tíma
stuðli að friði eða ekki. Það getur hver haft sína
skoðun á því en þær skoðanir eru dæmigerðar
pólitískar skoðanir.
Því er líka haldið fram að friðarmál gangi
þvert á öll flokksbönd. Það séu svo miklir hags-
munir í húfi að enginn geti verið ósnortinn. Það
kann vel að vera að allir eigi að láta friðarmál til
sín taka. Það gera allir sem taka þátt í stjórn-
málum, sérstaklega þeir sem fjalla um stefnu
vestrænna ríkja í öryggis- og friðarmálum og
taka afstöðu til hennar. Hér á íslandi hafa
Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn
og Alþýðuflokkurinn verið í grundvallar-
atriðum sammála um stefnuna í utanríkismál-
um síðastliðna áratugi. Stuðningur við At-
lantshafsbandalagið er dæmigerð stefna í
friðarmálum.
Eitt eiga friðarhreyfingarnar sameiginlegt,
andúð á stjórnvöldum í Bandaríkjunum. Þetta
þarf alls ekki að koma á óvart. Friðarhreyf-
ingarnar hafa verið stór liður í baráttu vinstri
manna á Vesturlöndum gegn Atlantshafs-
bandalaginu og Bandaríkjunum. í Bretlandi
hefur Verkamannaflokkurinn tekið upp stefnu
friðarhreyfingarinnar þar í landi nánast
óbreytta: Vill afvopnast einhliða án nokkurs
samráðs við önnur lönd. Hér á íslandi hefur
Alþýðubandalagið haldið málum friðarhreyf-
inganna mjög á lofti. Síðast gekk það svo langt
að ein deild flokksins sem nefnist Samtök her-
stöðvaandstæðinga gekk árlega Keflavík-
urgöngu og skírði hana upp á nýtt og kallaði
friðargöngu. Ef menn einungis vilja sjá það
sem fram fer og draga ályktanir af því þá þurfa
þeir ekki að leita lengra. Það sem nefnt hefur
verið „barátta fyrir friði“ er ekkert annað en
þáttur í baráttu vinstri manna og flokka gegn
NATO og varnarkerfi Vesturlanda. f þessari
! baráttu er leikið á þann ugg sem menn bera
í eðlilega um framtíð sína. Það er háskalegur
leikur.
Eflaust vilja einhverjir skilja orð mín svo að
það beri að banna friðarhreyfingarnar vegna
þess að þær skaði málstað Vesturlanda. Það er
misskilningur. Þær hafa fullan rétt til að láta
skoðanir sínar í Ijósi en þær verða líka að sætta
sig við að allir eru þeim ekki sammála þær verði
fyrir gagnrýni eins og þær eiga skilið. Það virð-
ast nefnilega sumir trúa því að friðarhreyf-
ingarnar stuðli að friði. Það gera þær ekki. Það
ber öllum að hafa það í huga og hafa orð á því
að það eru ekki friðarhreyfingarnar sem hafa
haldið friðinn í Evrópu sl. 38 ár.
Brýnasta verkefni Vesturlanda þessi árin er
að bæta þann ójöfnuð sem skapast hefur með
tilkomu SS-20 flauga Sovétmanna. Það er verið
að gera með því að staðsetja stýriflaugar og
Pershingflaugar í Evrópu. Það gera sér allir
grein fyrir því að kjarnorkuvopnum verður
ekki beitt í stríði. Til þess er áhættan of mikil.
En til að draga úr hættunni á að svo verði gert
þurfa Vesturlönd að koma sér upp þessum
flaugum. SS-20 flaugarnar hafa raskað
jafnvæginu. Sovétmenn verða að trúa því að
Vesturlönd geti svarað fyrir sig til að þau freist-
ist ekki í stríð. „Ógn kjarnorkuvopna okkar er
í beinu hlutfalli við hæfnina til að svara fyrir
okkur ef á okkur er ráðist. Þetta merkir að ein-
ber tilvist þessara vopna er ekki ógn ef árásar-
aðilinn trúir því að hann geti með vel tímasettri
og vel útfærðri árás ónýtt öll okkar tæki til að
gjalda lfku líkt,“ segir Caspar Weinberger,
varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. (The
New York Review of Books, 18. ágúst 1983).
Þótt kjarnorkuvopnum verði ekki beitt í stríði
þá má beita þeim sem pólitískum þrýstingi til
að hafa áhrif á gerðir ríkisstjórna. Þessar tvær
ástæður, viðhald jafnvægis og hætta á póli-
tískum þrýstingi, liggja til þess að þörf er á
þessum flaugum.
Veiklyndi hvetur menn ekki til að halda hlut
sínum í þeim jafnvægisleik sem stjórnmál í
20
STEFNIR