Stefnir - 01.07.1984, Blaðsíða 21

Stefnir - 01.07.1984, Blaðsíða 21
Inngangsorð að þingmálafréttum Stefnis Um nokkurn tíma hafa mcnn hæði innan þingflokks og utan rætt nauðsyn þess að flytja sjálfstæðisfólkinu í htndinu sérstakar fréttir af vcttvangi þingflokksins. Nú heftir það orðið að ráði í samvinnu við Sfefni að gera tilraun af þcssu tagi. Fjölmiðlar flytja að vt'su daglega miklar fréttir frá Alþingi. Eðli máls samkvæmt geta daglegar fréttir fjölmiðla aldrei gefið full- komlega rétta mynd af þeim störfum sem fram fara á löggjafarsamkomunni. Einmitt fyrir þá sök getur verið mikilvægt fyrir þingflokkinn að koma til sjálfstæðisfólksins upplýsíngum ersér- staklega lúta að því starfi sem unnið erá vegum þingflokks sjálfstæðismanna. Þingflokkur sjálfstæðismanna vill fyrir sítt leyti sinna þessari skyldu sinni gagnvart flokks- fólkinu. Reynslan verður svo að skera úr um það hvernig haganlegast veröur staðiö aö þcssum málum. Þaðcr von þingmanna að þess- ari nýbreytni verðí vel tekið af lesendum Stefnis. Störf þingflokks sjálfstæðismanna hafa á liðnum vetri öðru fremur mótast af þátttöku flokksins í ríkisstjórn og frantgangi þeirra mála sem stjórnin hefur unnið aö. Raðstafanir ríkis- stjórnarinnar t' efnahagsmálum og ríkisfjármál- um hafa mótað allt starf Alþingis. Á sama tima hefur flokkurinn unniö að framgangi fjöl- margra stefnumála. í þvt' sambandi má minna á breytingar á skattalöggjöfinni. Sett hefur verið ný löggjöf um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestíngar í atvinnurekstri sem bæði lýtur að einstaklingum og atvinnufyrir- tækjum. Hér er um markvert nýmæli að ræða og þess er að vænta að það eigi eftir að hafa heillavænleg áhrif á atvinnustarfsemina t' land- inu. Iðnaðarráðherra hefur haft forystu um sölu á fyrirtækjum og hlutabréfum í eigu ríkis- sjóðs og stjórnin hefur stigið skretiu í þá átt að samræma yfirstjórn bankanna í landinu. Þetta eru nokkur dæmi um mikiivæg löggjafaratriði ersýna mikilvægi þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé í aðstöðu til þess að koma umbótamálum sínum áfram. ÞINGMÁL L Stjórnarsamstarfið hefur í flestum efnum gengið ágætlega. Þær aðgerðir í efnahagsniál- um sem um var samið við upphaf stjórnar- samstarfsins fyrir rúmu ári síðan hafa skilað Frá Alþingi. umtalsverðum árangri. Við lok þessa þings er komið að þáttaskilum. Stjórnarllokkarnir þurfa að semja nýja verkefnaáætlun í þvf skyni að gera efnahagslegt jafnvægi að varanlegum veruieika í ísiensku þjóðfélagi og hefja nýja sókn í atvinnumálum. Fyrir upphaf næsta þings þarf að liggja skýrstefnumörkun að þessu leyti. Fyrir liggur að endurskoða lög um þingsköp alþingis. Sérstök nefnd helur unnið að því verkefni undir forystu forseta sameinaðs al- þingis. Hér er um að ræða rnjög mikilvægt verkefni cnda þurfa allir starfshættir alþingis gagngerrar endurskoðunar við. Engum vafa er undirorpið að með nútíma vinnubrögðum og góðri stjórnun má bæta starfshætti löggjafar- samkomunnar til mikilla muna. Þetta er því eitt af þeim verkefnum sem nú þarfnast umfjöll- j unar og ákvarðana. Það er ætlunin með þessum sérstaka þing- málaþætti í Stefni að gefa lesendum biaðsins innsýn í þessi verkefni frá öðru sjónarhorni en menn hafa í dagiegum fréttaflutningi fjölmiðl- anna. Þorsteinn Páisson 1

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.