Stefnir - 01.07.1984, Side 23

Stefnir - 01.07.1984, Side 23
tæki. Að þessu lútandi má nefna nokkur við- mið. Heimild til að leggja í fjáffestingarsjóð sparar skattgreiðslu á viðkomandi ári, þar sern luin er hærri en varasjóðsheimildin. Hins vegar tekjufærist tillag í fjárfestingarsjóð, þegar því er ráðstafað til fjárfestinga, uppfært samkvæmt verðbreytingarstuðli. Varasjóðinn þarf hins vegar hvorki að binda í lánastofnun né tekju- færa, þótt hann sé nýttur til fjárfestinga eða til að mæta tapi. Það má því almennt leiða að því rökum að fyrirtæki, sem er í jöfnum og ár- legum fjárfestingum hagnist bctur á varasjóðs- heimildinni, að því tilskyldu að fyrningarhlut- fall sé hátt í þeirri eign sem fjárfest er í. Á hinn bóginn koma kostir fjárfestingarsjóðs greini- legast frant hjá fyrirtækjum sem búa við góða afkomu og lánsfjárstöðu, en hyggja á fjárfest- ingar eftir nokkur ár. Meðal annarra nýmæla sem styrkja stöðu at- vinnureksturs má nefna hœkkuð fyrningarhlut- föll, lœkkuð skatthlutföll, hœkkada dráttar- hœrni hjá greiðanda (þó að hámarki 10% af nafnveröi hlutafjár). Þá má nefna yfirfœranleg rekstrartöp og eignarskattfrelsi hlutabréfa. Helstu breytingar frumvarpsins sem snúa að einstaklingum eru aukin frádráttarbœrni arðs hjá einstaklingum, allt að 10% af nafnverði eirtstakra hlutabréfa eða hluta, þó að hámarki 25.000 kr. hjá einstaklingum og 50.000 kr. hjá hjónum. Þá var áður getið um eignarskattfrelsi hlutabréfa. Merkt nýniæli kemurnú inn f tekju- skattsiögin, það að heimila einstaklingum frá- drátt frá tekjum vegna aukinnar fjárfestingar í atvinnurekstri. Þessi frádráttur er takmarkaður við 20.000 kr. hjá einstaklingum og 40.000 kr. hjá hjónum, en liann má nýta með fernum hætti: - til innborgana á stofnfjárreikninga. - til beinna kaupa á hlutabréfum. - til framlaga í fjárfestingarsjóði. - til hlutabréfakaupa í tjárfestíngarfélögum. Þróunin er því í rétta átt og vonandi mun áhugi almcnnings á þeirri þátttöku í atvinnu- rekstri aukast hérlendis eins og raunin hefur orðið á í nágrannalöndunum á síðustu árum. Þar mun tvennt ráða niiklu, annarsvegar aukin hagsæld og stöðugleiki og hins vegar hugarfars- breyting gagnvart sparnaði. Sverrir Hermannsson. - Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra lagði fram tvær skýrslur á nýliðnu þingi sem báðar vöktu mikla athygli - um utanríkismái og verktakastarfsemi íslenskra Aðalverktaka og Keflavíkurverktaka. - Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra var flutningsmaður tveggja stjórnarfrum- varpa sem samþykkt voru um breytingu á lögum urn Búnaðarbanka íslands og Iðnað- arbanka íslands. í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrír að bankalöggjöfin verði tekin til endurskoðunar. Jafnframt segir f sömu grein í sáttmálanum að yfirstjórn bankanna verði öll færð undir eitt ráðuneyti, þ.e. við- skiptaráðuneyti. Að öllum líkindum verður ný bankalöggjöf lögð fyrir næsta þing, en með frumvörpunum tveimur sem samþykkt voru er yfirstjórn bankanna nú á hendi við- skiptaráðherra. - Matthías Bjarnason heilbrigöis- ogtrygginga- ráðherra var flutningsmaður að samþykktum frumvörpum um hollustuliœtti og heilbrigðis- eftirlit og tóbaksvarnir. Með írumvarpinu um tólabaksvarnir er nú gengið tengra í að vernda þá sem ekki reykja. - Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráð- herra var flutningsmaður að samþykktu frumvarpi um kvikmyndamál, sem vakti mikla eftirtekt og ánægju á meðal þingliða stjórnar jafnt sem stjórnarandstöðu. Enn- fremur var samþykkt frumvarp mennta- málaráðherra um íslenska málnefnd. Megin- hlutverk málnefndarinnar er að vinna að efl- ingu íslenskrar tungu og varðveislu hennar í ræðu og riti. - Sverrir Hertnannsson iðnaðarráðherra var flutningsmaður að samþykktri þingsályktun um heimild til handa rfkisstjórnínni að reisa og reka Kísilmálmverksmiðju við Reyðar- fjörð, og leita samvinnu við innlenda og erlenda aðila um eignaraðíld. - MatthíasÁ. Mathiesen viðskiptaráðherra og Pétur Sigurðsson lögðu fram tillögu til þings- ályktunar um könnun á nýrri legu Vestur- landsvegar með sérstakri gerð brúa er hann- aðar væru með tiiliti til hafbeitarmöguleika í Kollafirði og Leiruvogi. - Friðjón Pórðarson, Vaidimar Indriðason og fleiri þingmenn úr Vesturlandskjördæmi lögðu fram tillögu til þingsályktunar um upp- byggingu Reykholtsstaðar í Borgarfírði. - Jón Magnússon og Jón Baldvin Hannibals- son lögðu fram frumvarp til laga um breyt- ingu á áfengislögum í þá veru að leyfa fram- leiðslu ogsöiuásterkum bjór hérlendis. Þetta frumvarp var svæft, svo og tillaga til þings- ályktunar um þjóðaratkvœðagreiðslu um áfengt öl sem Friðrik Sophusson o.fl. stóðu að. - Mýmörg þingmál - frumvörp. þingsálykt- unartillögur og fyrirspurnir - stjórnarliða og stjórnarandstæðinga, góð og slæm, döguðu uppi á þinginu. Það telst ekki til nýmæla. Sum verða eflaust endurflutt en önnur sjást aldrei aftur, enda mísjafn tilgangur með flutningi mála. Alls voru 120 stjórnarfrum- vörp lögð fram á 106. löggjafarþínginu og 187 þíngmannafrumvörp. Tillögur til þing- sályktunar voru 110 og fyrirspurnir 148. Samþykkt voru alls 111 frumvörp sem lög frá Alþingi, þar af 1 stjórnskipunarfrum- varp, 93 stjórnarfrumvörp og 17 þingmanna- frumvörp. Þingsályktanir voru 25 og 132 fyrirspurnum var svarað. einokun hvar sem hún keniur fram, í einka- rekstri jafnt sem opinberum, - til að tryggja hag neytenda og auka valkosti. f þrið ja lagi þá eru verulegir peningar í spil- inu, hvort tveggja eða annað hvort, hvað reksturinn og efnahag varðar. Ef litið er fyrst á Siglósíld, þá er Ijóst, að fyrirtækið rambaði á barmi gjaldþrots, Á árinu 1983 voru beinar greiðslur úr ríkissjóði til Siglóstldar 7 milljónir króna. Að auki reiddi ríkissjóður af hendi framlag í formi yfirtöku á tveimur lánum hjá Endurlánum ríkisins að upphæð rúmlega 10 milljónir kr. Rekstur Siglósíldar var þannig verulegur baggi á ríkissjóði. Þrátt fyrir svarta mynd þá trúðu nokkrir athafnasamir aðilar því að með endurskipulagningu á rekstri og fram- leiðslu fyrirtækisins mætti snúa blaðinu við og renna um leið styrkari stoðum undir atvinnulíf í Siglufirði. Á þessum grunni var samiðum sölu fyrirtækisins fyrir 18 milljónir kr., sem greiðast með útgúfu skuldabréfs til tíu ára. Bréfið er verðtryggt og ber hæstu leyfilega vexti. Um Iðnaðarbankann gildir allt annað, þar sem um stöndugt fyrirtæki í örum vexti er að ræða. Hlutur ríkissjóðs, sem er 27% af heildarhiuta- fé er nú til sölu á 32 milljónir kr. Skilmálarnir eru 50% útborgun, en 50% má greiða með vísí- tölubundnu skuldabréfi til þriggja ára. Fróðlegt er að stilla upp einfölduðu reikn- ingsdæmi sem gefur til kynna hvaða upphæðir eru í húfi fyrir ríkissjóð. Sú forsenda er gefin, að það takist innan árs að selja öll hlutabréf ríkissjóðs í Iðnaðarbankanum og öll skulda- bréfin, bæði frá Siglósíld og Iðnaðarbank- anum. Ætla má að þar sem afkomuhorfur Siglósíldar eru óvissar þá verði gengi skulda- bréfanna fremur lágt. Setjum sem svo að á almennum verðbréfamarkaði fáist 13 milljónir kr. út úr Siglósíldarbréfunum og 30 milljónir kr. út úr Iðnaðarbankanum, - til samans 43 millj. kr. Þá eru ótalin framlög til tapreksturs Siglósíldar sem sparast. Þessar upphæðir eru ósmáar, og vel að merkja, hér er einungis um tvö fyrirtæki að ræða. ÞINGMÁL 3

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.