Stefnir - 01.07.1984, Blaðsíða 24

Stefnir - 01.07.1984, Blaðsíða 24
Á LÍÐANDISTUNDU ............—mt Útvarpsmál í biðstöðu Það olli sjálfstæðismönnum miklum von- brigðum að ekki tókst að afgreiða frumvarp menntamálaráðherra til útvarpsiaga á nýliðnu þingi. í frumvarpinu felst afnám á einokun ríkisins á útvarpsrekstri og þótt margir hefðu viljað ganga lengra, þá var stórt skref stigið fram á við með frumvarpinu óbreyttu. Tvær breytingartillögur voru lagðar fram, sem báðar gengu lengra í frjálsræðisátt -frá Friðriki Sop- hussyni og Guðmundi H. Garðarssyni annars vegar og Guðmundi Einarssyni og Kristínu S. Kvaran Bandalagi jafnaðarmanna hins vegar. Frumvarpið var að vísu nokkuð scint fram- koniið en þó varð strax Ijóst að mjög margir þingmenn voru því andsnúnir. Mátti Halldór Blöndal formaður menntamálanefndar neðri deildar, þangað sem málinu var vísað, reyna ýmislegt í viðskiptum sínum við afturhalds- sinnaða þingmenn. í sumar verður að halda málinu gangandi og fá frumvarpið samþykkt frá Alþingi á þessu ári. Fyrir æ fleirum rennur upp Ijós, að andstaða við frjálsan útvarps- rekstur anno 1984 er tímaskekkja í tilverunni. Matthías rœðir við þá Þorstein og Friðrík. Atak í viðskiptamálum Húsnæðismálafrumvarp Sjálfstæðisflokkurinn vann mikilvægan varnarsigur með því að fá hinum umdeilda c. lið 33. gr. frumvarpsins um Húsnæðisstofnun ríkisins breytt í samræmi við stefnu flokksins. Eins og kunnugt er, þá gat Sjálfstæðisflokkur- inn ekki sætt sig við að húsaleigusamvinnufélög eins og Búseti ættu rétt á hagstæðari lánum úr Byggingarsjóði verkamanna en hinn almenni húsbyggjandi, sem verður að sækja sitt lánsfé að stærstum hluta í Byggingarsjóð ríkisins - mun lægra lánshlutfall. á hærri vöxtum og styttri lánstíma. Stefna Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismálum er skýr, hún miðar að því að hækka í áföngum lánshlutfall á almennum lánum Byggingarsjóðs ríkisins í 80% af staðalíbúðarverði og lengja lánstímann. Núverandi ríkisstjórn hefur stigiö spor í rétta átt í þessu ntáli, hækkað lánshlutfallið úr 19,1% í 29,1%. Enn er þó langur vegur ófar- inn. Ef Búseti hefði fengið ínni í verka- mannabústaðakerfinu þá má fullyrða, að stefnan um 80% lánin hefði náðst mun síðarog afgreiðslur lána dregist enn meira en nú er. Þá má leiða að því líkum að færri verkamannabú- staðir hefðu verið byggðir. Sjálfstæðisflokkur- inn mun ekki standa að Iagasetningu sem mis- munar af þessu tagi, þar sem þeim er hyglað sem leigja á kostnað þeirra sem vilja eiga sitt eigið húsnæði. Mörgum framfaramálum hefur verið hrundiö í framkvæmd í viðskiptaráðuneytinu eftir að Matthías Á. Mathiesen settist þar við stjórnvölinn í maí 1983. Nefna má að sérstakur skattur á ferðamannagjaldeyri var aflagður þegar í fyrrasumar og því lýst yfir við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn að fslendingar muni fram- vegis virða 8. gr. stofnsamnings hans, sem m.a. kveður á um bann við fjölgengi og annarri mis- munun í gjaldeyrismálum. Þá hafa reglur um greiðslukort verið rýnik- aðar, þannig að íslendingum stendur almennt til boða að nýta sér þann greiðslumáta í ferða- lögum erlendis. Áður gilti í því efni mjög óeðli- leg mismunun. Einnig hafa reglur um ferða- mannagjaldeyri verið rýmkaðar verulega og átthagafjötrar hafa verið leystir hvað varðar eignir þeirra, sem flytjast búferlum til útlanda. Hömlur hafa og verið felldar niður á verslun íslendinga með íslenskum gjaldeyri í Fríhöfn- inni á Keflavíkurflugvelli. í bankamálum hefur yfirstjórn bankamála verið færð í eitt ráöuneyti, en það ætti að geta greitt fyrir viðræðum um sameiningu banka og kerfisbreytingum á því sviöi. Bankamálanefnd hefur skilað tillögum, sem fela í sér margvís- legar nýjungar og búast má við framlagningu heildstæðrar bankamálalöggjafar á næsta þingi. Þegar hefur samkeppnisstaða hlutafé- lagabankanna og sparisjóða verið bætt með því að þeim hefur verið heimilað að taka upp gjaldeyrisviðskipti og ekki má gleyma auknu frelsi í vaxtaákvörðunum innlánsstofnana.sem leitt hefur til samkeppni milli þeirra stofnana um sem hagstæðust kjör fyrir sparifjár- eigendur. Stóra skrefið í átt til frjálsrar álagningar var stigiö í vor, þegar álagning á matvælum var tekin undan verðlagsákvæðum og vænta má frjálsrar álagningar á l'leiri sviðum t.d. í byggingarvörum. á næstunni. Árangur þess- arar stefnu hefur þegar skilað sér í heilbrigðri samkeppni milli verslana og lækkuðu vöru- verði fyrir neytendur. Þá hefur frelsi á sviði útflutnings verið aukið, en útflutningur íslenskra iðnaðarvara var gef- inn frjáls um síðustu áramót. Unnið er að sér- stöku markaðsátaki á Norðurlöndum með ljár- stuðningi Norðurlandaráðs. Enn er ógetiö fjölmargra mála, t.d. nýrrar framfærsluvísítölu og stigin hafa veriö skref í þá átt að vinda ofan af sjálfvirku endurkaupa- kerfi Seðlabankans og koma afurðalánum til viðskiptabankanna. Á döfinní eru aögerðir, svo sem nýjar reglur um lántökur íslenskra fyrirtækja erlendis, nýjar reglur um gjaldfrest. nýjar reglur um inn- lenda gjaldeyrisreikninga, svo ekki sé minnst á markaðsmálin, væntanlega bankalöggjöf og endurskoðun laga um félög í atvinnurekstri, svo aðeins fátt eitt sé upp talið. IGMENN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINN _ ÁRNI johNSEN, 3. þm., Siiðiirlan^kjord. BIRGÍR ísu GUNNA ^ ^ þingstörfum) - IERT GUÐMUNDSSON, fjárm ar er ’ ' cqjll JÓNSSON, 11 landskjörinn þm. - ELLERT FRIÐRIK SOPHUSSON, 2 þm.. Reykjavik- 3ERT HAUKDAL, 6. þm„ Suðurlandskjord. - EGILL JONXg . þóRÐARSON L þm , VesWrlandskjord FRIÐRIK SOPH ^ ^ láru$ jónssqn IÓLFUR KONRAÐ JÓNSSON, 4. þm. Noröu^J,“Vr SOHRAM 2 þm Reykjaneskjörd. - HALLDÓR BLÖND*L’í MA iT llAS Á. MATHIESEN, >m„ Norðurlkjörd. eystra - MATTHtAS BLV u EINARSSON, 9. landskjörinn þm. - PcÁLf^‘JDN RKE’LSDÓTTIR Torseti efri deildar, 4. þm„ Reykjaneskjord. 4 ÞINGMÁL

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.