Stefnir - 01.07.1984, Page 26

Stefnir - 01.07.1984, Page 26
FRIÐUR OG FRELSI í 35 ÁR SÓLRÚN B. JENSDÓTTIR: Orsakir ófriðar Orsakir ófriðar. Hvers vegna er þetta um- ræðuefni valið á ráðstefnu, sem fjalla á um tryggingu friðar? í fljótu bragði virðist þetta þversögn, en svo er ekki. bekking á orsökum ófriðar auðveldar mönnum að gera sér grein fyrir því hvenær ástandið í milliríkjasam- skiptum er orðið svo eldfimt, að styrjöld er yfirvofandi. Slík þekking ætti að leggja þá sið- ferðilegu skyldu á herðar deiluaðila, að leysa deilumálin á friðsamlegan hátt áður en það er um seinan. Þekking á orsökum ófriðar hefur aldrei verið brýnni en á kjarnorkuöld, þegar stórveldin ráða yfir gereyðingarvopnum og líklegt er að styrjöld milli þeirra tákni tortímingu lífs á jörð- inni í núverandi mynd. Styrjaldir hafa fram til þessa leitt ólýsanlegar hörmungar yfir mannkynið, en þeir sem lifðu gátu alltaf tekið upp þráðinn að nýju. Slíkt yrði ekki unnt að aflokinni kjarnorkustyrjöld, þegar geislun frá kjarnorkusprengjum hefur eitrað jörðina og andrúmsloftið. Fram á þessa öld þóttu styrjaldir svo sjálf- sögð lausn á deilum milli ríkja og orsakir þeirra svo augljósar, að sagnfræðingar gerðu lítið af því að rannsaka þessar orsakir sérstaklega. Af augljósum orsökum styrjalda má t.d. nefna valdagræðgi, ágirnd, hefnigirni, hugsjónir, ævintýramennsku, réttlætiskennd og ótta, ein- kum ótta við að glata völdum og frelsi. Viðhorf sagnfræðinga breyttust með heims- styrjöldinni fyrri. Hún var svo ægileg og úrslit hennar svo ólík því, sem menn hafði órað fyrir, að flestir voru sammála um að sterk og óum- flýjanleg áður óþekkt öfl hefðu hrundið henni af stað. Erfitt hefur reynst að finna þessi óum- flýjanlegu öfl. Hins vegar hafa rannsóknir leitt í Ijós sömu orsakir og valdið hafa ófriði frá því að sögur hófust. Breski sagnfræðingurinn Mic- hael Howard, prófessor í Oxford, sem mikið hefur ritað urn styrjaldasögu, bendir á að samanburð megi gera á orsökum fyrri heims- styrjaldar og Pelópsskagastyrjaldanna milli Aþenu og Spörtu í Grikklandi hinu forna. Styrjaldirnar voru þrjár, háðar með nokkrum hléum frá 457-404 f. Kr. Gríski sagnfræðingurinn Þúkidítes, sem uppi var á styrjaldartímanum skrifaði m.a. um orsakirnar, að ótti Spartverja við vaxandi veldi Aþenu hafi gert styrjöld óumflýjanlega. í mið- Evrópu 1914 óttuðust Pjóöverjar upplausn austurríska keisaradæmisins og aukin völd Rússa í kjölfarið. Bretar óttuðust hins vegar, að Þjóöverjar næðu völdum á meginlandinu, en ásamt eflingu þýska flotans ógnaði það veldi Breta á höfunum og nýlendum þeirra. Þótt styrjaldir hafi almennt verið taldar eðli- leg aðferð til þess að útkljá milliríkjadeilur fram yfir fyrri heimsstyrjöld, tók afstaða til þeirra að breytast á 18. öld. A miðöldum liiu margir þjóðhöfðingjar á ófrið við nágrannana sem góða tilbreytingu frá dýraveiðum. Það voru menntamenn á 18. öld, sem reyndu að breyta viðhorfinu til ófriðar. Töldu þeir styrj- aldir svo fráleitar, að orsakanna hlyti að vera að leita í heimsku stjórnenda. Einfaldasta aðferðin til þess að koma í veg fyrir þær væri að velja skynsama stjórnendur. Sumir töldu kaup- sýslumenn hæfasta til að stjórna, aðrir verka- lýðinn. Skoðunin umfáránleikastyrjaldahefur síðan verið ríkjandi meðal frjálslyndra menntamanna. Þeir hafa lýst styrjaldir sjúk- legar og telja skástu skýringu þeirra hroðaleg mistök, en þá verstu glæp. Þeir, sem hefja styrjaldir hljóti að vera annað hvort geðsjúkl- ingar, glæpamenn eða fórnarlömb afla, sem þeir ráði ekki við. Þótt margir teldu slík öfl undirrót fyrri heimsstyrjaldar, var niðurstaða rannsóknar- nefndar, sem sigurvegararnir settu á fót 1919, einfaldari. Miðveldin, Þýskaland og Austur- ríki vildu styrjöld. Studdi nefndin mál sitt með því að benda á harkalega úrslitakosti, sem Austurríkismenn settu Serbum eftir morðið á Frans Ferdinand erkihertoga af Austurríki í Sarajevo í Bosníu í júní 1914, en morðið var neistinn, sem kveikti ófriðarbálið. Austurríkis- menn sökuðu serbnesk stjórnvöld um morðið en sök þeirra hefur aldrei sannast. Það var mikilvægt fyrir sigurvegara styrjaldarinnar, Breta, Frakka og Bandarfkjamenn að leggja áherslu á sekt Þjóðverja. Þannig var unnt að réttlæta stríðsskaðabæturnar sem Þjóðverjum var gert að greiða. Þjóðverjar sökuðu Frakka og Rússa um að hafa æst til ófriðarins, Frakka til þess að ná aftur héruðunum Elsass og Lótríngen, sem Þjóðverjar tóku af þeim 1871 og Rússa af ótta við að missa siglingaleiðina út á Miðjarðarhaf, ef áhrif Þjóðverja á Balkanskaga ykjust. Eftir því sem lengra leið frá heimsstyrjöld- inni einkenndust rannsóknir á orsökum hennar af meira hlutleysi. Eru flestir sammála um það nú, að ekkert stórveldanna hafi viljað Evrópu- stríð. Austurríkismenn vilduberjaáSerbum til þess að draga kjarkinn úr sameiningar- hreyfingu Suður-Slava og fresta uppiausn keis- aradæmisins. Þeim þótti morðið í Sarajevo kjörin átylla og leituðu til bandamanna sinna, Þjóðverja í von um að loforð þeirra um stuðn- ing myndi hræða Rússa frá aðgerðum. Rússar unnu að endurskipulagningu hers síns og voru ekki l'úsir í stríð, en þcir gátu ekki svikið Serba og gerðu herútboð í þeirri von að það hræddi Miðveldin frá hernaðaraðgerðum. Þetta mis- tókst. Þjóðverjar gátu ekki setið hjá og horft á Rússa aðstoða Suður-SIava við upplausn aust- urríska keisaradæmisins. Bretar og Frakkar voru í Þríveldabandalaginu með Rússum, en styrjaldarþátttaka þeirra réðst ekki síður af ótta viö enn öflugra Þýskaland. Öll stórvcldin gengu til leiks af ótta við óvini sína en gerðu sér þó vonir um beinan hagnað. Þýsku hershöfðingjarnir voru haldnir innilok- inartilfinningu. Þeir vildu stækkayfirráðasvæði sitt. Breski flotinn sá kærkomið tækifæri til þess að binda enda á uppbyggingu þýska flotans, Frakkar vildu ná aftur Elsass og Lótr- [ íngen og Austurríkismenn vildu veikja Suður- Slava og bægja frá hættunni á upplausn ríkis- ins. Þegar styrjöldinni lauk 1918 voru þrjú keis- aradæmi úr sögunni. Bolsévíkar höfðu tekið völdin í Rússlandi. Austurríska keisaradæmið leystist upp í þjóðríki, sem stofnuð voru á rúst- um þess í samræmi við stefnuna um sjálfs- ákvörðunarrétt þjóða. Þjóðverjar gáfust upp og urðu að ganga að afarkostum sigurvegar- anna. Auk gífurlegra stríðsskaðabóta, urðu þeir að láta af hendi landssvæði, skuldbinda sig til að vígbúast ekki og keisarinn varð að láta af völdum. Bretar og Frakkar fengu forræði í Evrópu að styrjöldinni lokinni, en það byggðist ekki á raunverulegum yfirburðum. Þjóðverjar voru ekki gersigraðir, þeir bjuggu yfir afli, sem beið þess að verða leyst úr læðingi. Það má í raun- inni líta á tímabilið frá 1918 til 1939 sem vopna- hlé, því að orsakir síðari heimsstyrjaldarinnar má rekja beint til þeirrar fyrri. Hitler vildi leið- rétta ranglæti Versalasamninganna og hóf víg- búnað til þess að sameina alla þýskumælandi menn í Mið-Evrópu í eitt ríki, en auk þess hafði hann á prjónunum áform um að vinna Þjóðverjum landssvæði í austri á kostnað Slava. Lokatakmark hans var óhugsandi án styrjaldar, en honum gekk ótrúlega vel framan af að fá óskir sínar uppfylltar án átaka. Frakkar og Bretar vildu ekki stríð, en frið- unarstefnan, sem þeir fylgdu og Þjóðverjar studdu á laun í eiginhagsmunaskyni, átti sér tvær meginorsakir. Menn vildu reyna allt til 22 STEFNIR

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.