Stefnir - 01.07.1984, Blaðsíða 31
ÍSLAND í NORRÆNU SAMSTARFI
INDRIÐIG. ÞORSTEINSSON:
Erlend áhrif á íslandi
Ljóst er að í stjórnmálalegum efnum eru
fslendingar ekki einir í heiminum. Svo hefur
lengi verið. Alkunn er barátta okkar við út-
lenda menn, einkum danska, á miðöldum og
fram yfir síðustu aldamót, vegna þess að á
sínum tíma ollu innanlandserjur og kornleysi
því, að gerður var samningur um skipasiglingar
til landsins og fylgdu eiðar við Noregskonung. :
En hér er um liðna sögu að ræða. Hin nýrri saga
er betri að því leyti, að nú ráða íslendingar
málum sínum sjálfir, og þurfa einskis bón-
bjargarmenn að vera, hvorki um korn eða
annað. Engu að síður fer lítilli þjóð þannig,
cinkum hinum veiklaðri hluta hennar, að hún
getur ekki unað sér í landinu nema sjá ljós
heimsins í útlöndum. Stjórnmálaleg erfiðismál
okkar eru enn af erlendum toga sprottin, og
virðist okkur seint ætla að lærast, að annað er
að eiga viðskipti við útlendinga en gangast
undir viðhorf þeirra beint og óbeint með trú-
boðskenndum tilhlaupum.
Síðan árið 1930, þcgar Kommúnistaflokk-
urinn var stofnaður á íslandi, hefur crlend
stefna komið sér fyrir í pólitískum skotgröfum
í landinu með vondum afleiðingum, og breytir
litlu þótt nú á síðari árum séu uppi svardagar
um, að kommúnistar lúti íslenskum viðhorf-
um. Og síðan árið 1940 höfum við verið nær
sleitulaust virkir þátttakendur í svonefndu
vestrænu samstarfi, sem hefur kostað okkur að
þurfa að taka afstöðu til heimsmála, sem er
okkur nýlunda. Enda ber þessi afstaða og
andófið gcgn hcnni oft meira keim af spenn-
andi knattspyrnuleik en þeirri alvöru sem fylgir
samskonar afstöðu með erlendum þjóðum, þar
sem fólk verður að láta lífið vegna skoðana
sinna. Þriðja erlenda aflið er svo nýverið
komið til sögunnar, og hefur hreiðrað um sig í
menningarskyni og nýtur velvildar fyrir frænd-
semissakir, sem kunna að vera byggðar á mis-
skilningi. Gegn þeim þrennskonar erlendu
áhrifum, sem hér hefur verið getið stendur
ekkert nema dofnandi þjóðernistilfinning, og
má það helst vera til hjálpar, að áhrifin eru mis-
jafnlega hættuleg, og sýnu verst þau, sem í
áróðursskyni byggja á tilbúinni þjóðrembu og
nokkurskonar alþjóða Keflavíkurgöngum
þeirra, sem á pappírnum hafa tileinkað sér
þjóðernið öðrum landsmönnum fremur.
Séu afleiðingar kommúnismans metnar,
kemur í ljós að rætur hans standa mikið víðar
en það 15%—18% atkvæðamagn sem Alþýðu-
bandalagið fær, síðasta afsprengi Kommún-
istaflokksins frá 1930. í menningarlífi fara
vinstri menn svo að segj a með öll völd. Þeir eru
áhrifamiklir innan kennarastéttarinnar, eink-
um vegna þess að þeir hafa nennu til að standa
í kjarabaráttu þegar Alþýðubandalagið er ekki
í ríkisstjórn, og við háskólann hafa þeir komið
upp kjaftadeildum handa sér og sínu fólki.
Þannig gætir áhrifa þeirra langt út fyrir þann
ramma sem þingfylgi setur þeim, og stöðugt
eru flokksbrot að skjóta rótum við hlið þeirra
til þess eins að vera þeim sammála um flest atr-
| iði áður en þeir samlagast Alþýðubandalaginu
og heyrast aldrei meir. Síðasta tiifellið er svo-
nefnt kvennaframboð, sem hefur haft lítið
fram að færa í þjóðmálum annað en það, sem
telja verður að snerti konur sérstaklega, og er
því fremur kvennaklúbbur á Alþingi en þing-
flokkur.
í ljósi áhrifa vinstri manna og kommúnista í
Alþýðubandalaginu er vert að hafa í huga, að
þar hafa lítil umskipti orðið nema nafnbreyt-
ingar frá því að flokksmenn grétu lát Stalíns,
vörðu innrás kommúnista í Finnland, svo lá við
ósköpum, og gerðust bandamenn nasista í síð-
asta stríði eftír friðarsamning Stalíns og Hitlers
um skiptingu Póllands á milli þessara höfð-
ingja. Hlýtur að vera nokkurt rannsóknarefni
að sjá texta margra þekktra kommúnista, sem
nú er haldið að landsmönnum sem þjóðhetj-
um, frá fyrstu dögum breska hernámsliðsins
hér, sem var þó helst til þess komið að hindra
innrás Þjóðverja í landið á þeirri forsendu að
það heyrði undir sama kóng og Danmörk, sem
nasistar höfðu þá hertekið. Hver sem lesið
hefur orðbragð kommúnista í garð lýðræðis-
ríkjanna á þeim tíma, mun seint telja þáannars
konar menn nú á tímum Evrópukommúnisma,
eða hvað hann nú heitir feluleikurinn sem sam-
tíminn á að taka fyrir gilda vöru.
Almenningur er fljótur að gleyma því sem
liðið er, og seinni tíma svardagar meðlima
núverandi Alþýðubandalags um að þeir séu
íslenskastir allra manna virðast ganga í eyru
sakleysingja, einkum þegar slíkir svardagar
blandast allt að því trúarlegum afskiptum af iít-
ilmagnanum, þegar þessir herrar eru ekki í
ríkisstjórn. Síðan þeir börðust meðoddi ogegg
gegn Vesturlöndum í byrjun síðasta stríðs hafa
þeir orðið að éta ofan í sig ræðu Krústsjoffs um
Stalín, uppreisnina í Ungverjalandi, innrásina
í Tékkóslóvakíu og stríðið gegn afgönsku
þjóðinni. Ekki skal reynt á þolrifin með því að
geta þjóðarmorðs í Kampútseu og þjóðarflótt-
ans frá Víetnam, sem með engu móti mátti
halda frjálsu, þ.e. suðurhlutanum. Ekkert af
þessari sögu vinstri manna og kommúnista
annars staðar frá er nóg til að draga úr því
undarlega mikla fylgi, sem þetta útibú hroðans
hefur á Islandi.
Alþýðubandalagið hefur lagt áherslu á að
komast til áhrifa meðal kennara og í fjöl-
miðlum m. a. vegna þess að þeir vita að börn
eru viðkvæm fyrir áróðri og fjölmiðlar skapa
oft á tíðum einskonar heimsmynd handa les-
endum sínum og hlustendum, og þarf hún
hvergi nærri raunveruleikanum að koma. En
vinstri menn eru þó afkastamestir við að vera
íslendingar, og hafa hvað eftir annað gengið
svo langt í þeirri iðju sinni, að aðrir eru af-
greiddir sem þjóðsvikarar á stórum stundum í
lífi Alþýðubandalagsins. Skiptir engu þótt
kommúnistar hér séu meira og minna
hugsjónalega samábyrgir verkum þeim, sem
vinstri menn og kommúnistar hafa unnið á
öðrum þjóðum í nafni alheimskommúnismans
og „frelsis" þess, sem þeir boða af trúrækni og
birtist m.a. í andlitum bátafólksins frá Víet-
nam um það bilsem því er bjargað. Nú eru að
aukast líkur á því að Bandaríkjamenn hverfi
frá Evrópu, og auðvitað kemur að því fyrr eða
síðar, vegna þess að engin þjóð eyðir fjár-
munum og mannafla um aldur og ævi við að
halda uppi þjóðfélögum, sem vilja ekki verja
sig sjálfar fyrir „finnlandíseringu" Vestur-Ev-
rópu. Þessar líkur á brotthvarfi ná til Islands.
Þann dag, sem brottför varnarliðsins héðan
verður ákveðin, verður Alþýðubandalagið vini
fátækara, enda hefur það eitt flokka verulegt
gagn af varnarliðinu með sama ábyrgðarlausa
hættinum og Sameiningarflokkur alþýðu, sós-
íalistaflokkurinn réðist gegn Bretum, þegar
þeirkomu hingað til að verjalandið vorið 1940.
Svo veil er þjóðremban hjá vinstri mönnum, að
hún mun varla þola að ákvörðun verði tekin
um það í Washington að hætta varðgæslunni í
Evrópu.
Þegar varnarliðið kom til Keflavíkur með
sérstökum samningi milli Bandaríkjanna og
íslands, leit sá flokkur, sem nú nefnist Alþýðu-
bandalag, svo á, að tími væri kominn til að upp-
hefja samskonar tal og þeir höfðu orðið að
þjóðhetjum fyrir meðal fylgismanna, þegar
Bretar komu hingað. Þetta var ekki varnarlið
vestrænna lýðræðisríkja, sem höfðu sameinast
um að verjast ágangi kommúnista eftir að örlög
Austur-Evrópu lágu Ijós fyrir, heldur var hér
um að ræða auðvaldsplott og samsæri peninga-
manna. Grátklökkur fulltrúi kommúnista á
Alþingi minntist jafnvel á Unilever heldur en
ekkert. Nú hefur varnarliðið verið hér í rúm
þrjátíu ár af illri nauðsyn. Við höfum ekki
tapað menningu okkar og borgaraflokkarnir
hafa ekki þurft að skipta um nafn á endalausum
flótta undan sannleikanum. Við berum ekki
ábyrgð á stjórnmálalegum aðgerðum Banda-
ríkjamanna, enda ekki um að ræða skyldleika
innan hugsjónafræðinnar. Alveg frá árinu 1934
höfum við aðhyllst almannatryggingar og sam-
STEFNIR
27