Stefnir - 01.07.1984, Page 36

Stefnir - 01.07.1984, Page 36
ISLAND! NORRÆNU SAMSTARFI ÓLAFUR ÍSLEIFSSON: ísland og norrænt samstarf Svo. sem alkunna er, þykir ómissandi í stefnuyfirlýsingum og samstarfssáttmálum ríkisstjórna á íslandi að geta þess, að þátttaka í samstarfi Norðurlandaþjóða sé einn af horn- steinum utanríkisstefnunnar. Þannig segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar, að meginmarkmið utanríkis- stefnu Islendinga sé „að treysta sjálfstæði landsins og gæta hagsmuna þjóðarinnar. F>að verði m.a. gert með þátttöku í norrænu sam- starfi, varnarsamstarfi vestrænna þjóða, alþjóðasamvinnu um efnahagsmál, starfi Sam- einuðu þjóðanna og stofnana, sem þeim eru tengdar“. Það er því vart tilviljun háð, að þátt- taka í norrænu samstarfi verður fyrst fyrir í þessari upptalningu, enda mun höndum ekki kastað til þegar samdir eru utanríkismálakaflar stjórnarsáttmála. Sjálfstæðisflokkurinn og utanríkismálin Hinn 11. september 1953 lét Bjarni Bene diktsson af embætti utanríkisráðherra, er það embætti féll framsóknarmönnum í skaut við myndun fjórða ráðuneytis Ólafs Thors. Hafði Bjarni þá gegnt þessu embætti í um hálft sjö- unda ár samfieytt í þremur ríkisstjórnum og markað djúp spor við mótun utanríkisstefnu hins unga lýðveldis. Þegar Geir Hallgrímsson tók við embætti utanríkisráðherra í endaðan maí 1983, voru því liðnir tæpir þrír tugir ára frá því sjálfstæðismenn fóru síðast með utan- ríkisráðuneytið. Utanríkisstefna Sjálfstæðis- flokksins hefur verið einbeittari og einarðari en utanríkisstefna annarra stjórnmálaflokka og hefur tvímælalaust mjög orðið til að efla traust flokksins meðal almennings og kjörfylgi. Sætir það því nokkrum tíðindum þegar hann hefur endurheimt hið háa embætti að nýju eftir svo langt hlé. Á slíkum tímamótum kann að vera hollt að líta yfir farinn veg og leitast við að glöggva sig á meginstoðum utanríkisstefn- unnar - ekki síst þeim, sem fallið hafa í skugg- ann af deilum um varnar- og öryggismál. Þar hlýtur þátttaka íslendinga í norrænu samstarfi að vera ofarlega á blaði enda ekki ástæða til að ganga að því sem gefnu frekar en öðru. Sjálf- stæðismenn hafa jafnan starfað ötullega á vett- vangi Norðurlanda og hafa haft hinum ágæt- ustu fulltrúum á að skipa á þingum Norður- landaráðs. Samt verður ekki fram hjá því litið, J að á þeim tíma sem norrænt samstarf hefur þróast í þá mynd, sem það er í um þessar mundir, hafa sjálfstæðismenn ekki haft æðstu stjórn utanríkismála með höndum og því e.t.v. ekki þau áhrif á stefnumörkun af íslands hálfu á þessum vettvangi og ella hefði verið. Samstarf norrænna þjóða Prátt fyrir nokkra hnökra, sem íslendingar standa frammi fyrir, einkum á sviði menn- ingarmála, þegar norrænt samstarf er annars vegar, tei ég fullvíst, að utanríkisstefna, sem leggur áherslu á þátttöku Islendinga í samstarfi norrænna þjóða eigi sér sterkan hljómgrunn meðai almennings hér á landi. Fyrir því eru sögulegar ástæður, sem m.a. tengjast uppruna íslensku þjóðarinnar, tungu hennar, menningu og trú. Gagnvart umheiminum er samvinna hinna norrænu lýðræðisþjóða fordæmi og fyrir- mynd, sem eftir hefur verið tekið. En ekki er fyrir það að synja, að sumar ná- grannaþjóðanna eru nákomnari okkur Islend- ingum en aðrar. Væri vert að rækja sérstaklega 'tengslin við Færeyinga og Grænlendinga, næstu nágranna íslendinga í austri og vestri. Af stærri þjóðunum hljóta Danir að skipa sérstakt öndvegi í hugum íslendinga, slíkan drengskap og vinarhug sem þeir sýndu við stofnun lýð- veldisins og við lausn handritamálsins. Þarf ekki að minna á, að m.a. af þessari ástæðu er kennd danska í íslenskum skólum en ekki norska eða sænska. íslendingar hafa átt samleið með Dönum og Norðmönnum í öryggis- og varnarmálum og allar hafa þessar þjóðir skipað sér í varnar- bandalag með vestrænum lýðræðisríkjum. Pólitísk samstaða grannþjóðanna þriggja í þessum efnum þjappar þeim vitaskuld enn frekar saman. Vert er og að hafa í huga, að af- staða Norðmanna og Dana kann að hafa ráðið úrslitum þegar Islendingar ákváðu að gerast stofnaðilar að Norður-Atlantshafsbandalaginu snemma árs 1949. Engum blöðum er um það að fletta, að ís- lendingar hafa haft margháttað gagn af þátt- töku í norrænu samstarfi og hafa notið góðs af reynslu grannþjóðanna í ýmsum efnum. Fjöl- mörg dæmi mætti um þetta nefna, en hér skal aðeins drepið á svið efnahagsmálanna svo að eitthvert dæmi sé tekið. Mikil skipti á upplýs- ingum fara á milli þjóðanna í þessum efnum. j Og þar sem efnahagskerfi landanna eru áþekk í megindráttum má margt læra af reynslu grannanna á þessu sviði. Þannig er ótvírætt að efnahagsráðstafanir ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks á árinu 1983 tóku í vissum atriðum mið af aðgerðum ríkisstjórnar Paul Schluters árið áður í Danmörku og gefið höfðu góða raun. Og raunar er ástæða fyrir íslendinga að hvetja til að samstarf Norðurlandaþjóðanna á viðskiptasviði verði stóraukið, enda nam inn- flutningur frá grannþjóðunum á árinu 1983 rúmlega 11% af þjóðarframleiðslu hér á landi á meðan kaup þeirra á íslenskum vörum námu ekki nema tæplega 2% á sama mælikvarða. Hallinn á viðskiptum Islendinga við frændþjóð- irnar á árinu 1983 nam því um 9,3% af þjóðar- framleiðslu og hafði vaxið úr 8,7% á árinu 1982. Þetta misvægi er meira en heppilegt getur talist. Islendingar hafa farið fram á að úr verði bætt, og í undirbúningi mun vera átak til að koma íslenskum vörum í auknum mæli á nor- rænan markað. Menningarmál íslendingar þurfa ekki að ganga í grafgötur um, að á vettvangi Norðurlanda eru þeir veit- endur ekki síður en þiggjendur þegar menning og listir eru annars vegar. Af þessari ástæðu ber íslendingum að knýja á um norrænt hús í hverri höfuðborg á Norðurlöndum, þar sem tækifæri gæfust til að kynna grannþjóðunum íslenska list og menningu, enda geta íslendingar ekki gert betur við samstarfsþjóðirnar en að koma á framfæri við þær klassískri hámenningu sinni sem og hinni gróskumiklu listastarfsemi, sem dafnar í íslensku þjóðfélagi um þessar mundir. Og þar með er komið að hlutskipti ís- lenskunnar þegar norrænt samstarf er annars vegar. Pað skýtur skökku við, að á þingum Norðurlandaráðs virðist aðeins heimilt að ávarpa þinghcint á fjórum þjóðtungum. Dönsku, norsku, sænsku og finnsku, og í síð- astnefnda tilvikinu er notast við aðstoð túlka. íslenska mun hins vegar ekki gjaldgeng á þessum samkundum. Mér er ekki kunnugt um ástæðu þessa, en hverjar sem þær kunna að vera, er það óþolandi fyrir Islendinga að fá ekki notið jafns réttar á við aðra aðila sam- starfsins að þessu leyti. Vissulega hafa fulltrúar íslands á þingum Norðurlandaráðs verið vel að 32 STEFNIR

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.