Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1908, Síða 8
2
Harðast hafa mislingarnir komið niður á börnum innan 5 ára og er það
gömul reynsla. Af börnum innan 5 ára dóu:
1906 258
1907 385
1908 545
Það má eflaust fullyrða, að þessi mikli barnadauði 1907 og 1908 er mest-
megnis mislingunum að kenna og afleiðingum þeirra, því að á þeim árum gengu
engar aðrar farsóttir venju fremur, nema kíghósti síðari hluta ársins 1908.
Ef litið er á skýrslur presta um það, hve margir hafi dáið á hverjum mán-
uði undanfarin ár (sbr. Landshagssk. 1909, bls. 153), þá má sjá, að 8 fyrstu mán-
uði ársins 1907 dó 47 manneskjum færra, en næmi meðaltalinu fyrir árin 1902—5,
en 4 síðustu mánuðina 1907 dóu 159 manneskjur fram yfir meðaltal þessara mán-
aða 1902—5. Fyrstu 8 mánuði ársins 1908 dóu 186 manneskjur fram yfir meðal-
tal þeirra mánaða 1902—5, þessi manndauðaaukning, 159—{—186=354 er eflaust því
nær eingöngu mislingunum að kenna og afleiðingum þeirra. 4 síðustu mánuði árs-
ins 1908, dóu 124 fram yfir meðaltal áranna 1902—5, en þessa mánuði gekk kig-
hóstinn. Hér er hlaupið yfir árið 1906, af því að þá var manndauðinn óvenju lítill.
Árið 1882 voru mislingum eignuð hátt á annað þúsund mannslát.
Því miður eru engin tök á því, að gera nokkra ljósa grein fyrir dauðamein-
um þjóðarinnar. Læknar vita ekki um fjölda þeirra raanna, sem deyja, og skýrsl-
ur þeirra um dauðamein hljóta því jafnan að verða mjög lítils virði. Allar aðrar
siðaðar þjóðir hafa því fyrir löngu leitt í lög, að vottorð skuli gera um dauðamein
hverrar látinnar manneskju og má ekki jarða fyr en slíkt vottorð er fengið. Eftir
þessum vottorðum eru síðan samdar skýrslur um dauðamein á ári hverju. Þær
sýna ljóslega, hvaða sjúkdómar eru hættulegastir og þær sýna einnig ljóslega, hvaða
gagn hlýst af sóttvörnum og öðrum heilbrigðisráðstöfunum. Það er bæði vanvirða
og stórtjón fyrir íslenzku þjóðina að hafa ek ki tekið upp þennan sið. Nú er þó svo
komið, að árlega er varið stórfé til þess að vernda heilbrigði almennings og draga
úr manndauðanum, en alt þetta starf er í b indni, meðan alla ljósa vitneskju vant-
ar um dauðamein þjóðarinnar ár frá ári.
Að lokum skal hér sett til samanburðar yfirlit yfir manndauða í ýmsum lönd-
um á síðasta áratug 19. aldarinnar; kemur þar i Ijós, að manndauðinn er þá meiri
á íslandi, en annarsstaðar á Norðurlöndum.
Af hverju 1000 manna
dóu á ári.
Ungarn ........................... 31,8
Austurríki ....................... 27,2
Ítalía............................ 23,1
Frakkland ........................ 21,6
Belgía ........................... 20,2
England .......................... 19,2
ísland ........................... 18,7
Holland........................... 18,4
Danmörk........................... 17,4
Noregur .......................... 16,3
Svíþjóð .......................... 16,2