Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1908, Qupperneq 10

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1908, Qupperneq 10
4 Skráðir með farsóttir samtals. 1905 . 4470 1906 4641 1907 . 13509 1908 8817 I. Mlslingar. Þeir bárust hingað snemma sumars 1907 og fyrst til Reykjavíkur á skipi, sem kom frá Kaupmannahöfn. Þeir, sem sjúkir voru á skipinu voru settir i sótt- varnarhús, þeir einangraðir sem ekki höfðu haft mislinga, en hinum öllum slept, sem heilbrigðir reyndust, og lýstu yfir því upp á æru og samvisku, að þeir hefðu áður haft mislinga. Meðal þessara, sem síðast voru nefndir, var ungur maður, sem fór til Stykkishólms. Skömmu síðar kom sú fregn að þar væru mislingar og reyndist sönn. Vitn- aðist þá að þessi maður, sem þangað hafði farið, hafði fengið veikina og aðrir sýkst af honum. En þvi var svo háttað að hann var fæddur sumarið 1882 og móðir hans veik eftir mislinga þegar hún ól hann; hafði barnið verið veikt fyrstu vikurnar eftir fæðinguna, og fólk haldið að það væru mislingar, af því að þeir höfðu þá alveg njT- lega gengið og hafði þessum manni þvi verið sagt af ættingjum sínum, að hann hefði haft mislinga. Stykkishólmur var nú settur i sóttkví og aðkomufólk í kauptúninu einangr- að á heimilum þar sem enginn var á mislingaaldri, og þvi síðan slept út úr kaup- staðnum eftir hálfan mánuð, því að það var þá heilbrigt. Þar á meðal var ung stúlka úr Reykjavík. Hún fór svo hingað heim til sín, með einangrunarvottorð frá héraðslækni i Stykkishólmi. Þetta var um konungskomuleytið og bærinn fullur af fólki. Nú kom það upp, að þessi unga stúlka fékk mislinga, en væga, og hafði hún verið út á götum áður en það vitnaðist að hún hefði veikina. Síðar kom í Ijós, að meðan hún var einangruð í Stykkishólmi, hafði roskin kona komið á heimilið þar sem hún var á vist, en allir talið það hættulaust aldurs vegna. Rétt eftir að unga stúlk- an var farin til Reykjavíkur, vitnaðist það vestra að þessi roskna kona var með misl- inga, hafði aldrei fengið þá áður. Um það voru engin boð send suður. Sóttin gaus nú upp á svo mörgum stöðum í Reykjavík, að það var bráðlega auðsætt, að hún mundi ekki verða stöðvuð og strangar sóttvarnir gagnslausar, og var þeim þvi hætt. Mislingarnir bárust nú óðfluga út um alt land og voru i fylstum gangi 3 síðustu mánuði ársins 1907 og fram í febrúar 1908. Svo fór sóttinni óðum að létta, og síðast varð hennar vart í ágústmánuði 1908, rúmu ári eftir að hún byrjaði. Því miður er ekki unt að gera fulla grein fyrir, hversu margir hafi dáið af þessum mislingum og afleiðingum þeirra; en flestir héraðslæknarnir segja að sóttin hafi verið allþung og þó nokkur börn dáið. Er minst á manndauða af völdum þessarar sóttar hér að framan. í flestum héruðum landsins leituðust menn við að einhverju leyti að verja sig veikinni, ýmist einstakir bæir eða heiiar sveitir, og tókst þetta víðast hvar mjög vel. í Blönduóshéraði vörðust heilar sveitir. í Fáskrúðsfirði komst ekki veikin nema á 5 bæi af 30. í Seyðisfjarðarhéraði segir héraðslæknir að Mjófirðingar hafi varist. í Húsavíkurhéraði hepnuðust sótlvarnir vel í sveitunum. í Rangárhéraði varðist einn bær og hafði sá bær einnig varist veikinni 1882. í Hróarstunguhéraði tókust varnir víðast vel. í Reyðarfjarðarhéraði hepnuðust varnir í Reyðarfjarðarhreppi hinum nýja.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.