Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1908, Síða 12

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1908, Síða 12
6 í Keflavíkurhéraði, Akureyrarhéraði, Eyrarbakkahéraði, Hornafjarðarhéraði, Skipa- skagahéraði, Höfðahverfishéraði, Ólafsvikurhéraði, Stykkishólmshéraði og Bíldudals- héraði. En i sumum héruðum hefir hún náð allmikilli útbreiðslu t. d. i Isafjarðar- héraði, Þingeyrarhéraði, Sauðárkrókshéraði, Hofsóshéraði og Húsavikurhéraði; kem- ur það þá af þvi, að veikin hefir verið svo væg, að fólk hefir mjög oft ekki varað sig á henni, ekki vitjað læknis og því engum sóttvörnum verið beilt. Læknar eru enn sem fyr, sammála um það, að barnaveikisblóðlyfið (serum) sé þvi nær óbrigð- ult ef það er notað i tima. 4. Kíghósti. Kíghósti var hér hvergi árið 1907 og framan af árinu 1908, en barst hing- að til suðurlandsins í júnimánuði 1908, varð ekki stöðvaður og gekk yfir alt Iandið svo að hans var orðið vart í flestum læknishéruðum fyrir árslok. Læknar segja all- flestir, að sóttin hafi verið væg og fáir dáið; í einu héraðinu (Eyrarbakkahéraði) segir læknir þó að veikin hafi verið þung og mörg börn dáið. 5. Hettusótt. Hettusótt hefur stungið sér niður á einstaka stað, bæði árin, en mjög fáir sýkst. 6. Skarlatssótt. Hennar varð vart í 7 héruðum árið 1907 og í einu héraði árið 1908. Hún var alstaðar væg og tókst alstaðar að stöðva hana með samgönguvarúð og sótt- hreinsun eftir á. 7. Rauðir hundar. Þeirra varð vart í 14 héruðum árið 1907 og i einu héraði 1908. Alstaðar var veiki þessi meinlaus og engum vörnum beitt. 8. Lungnabólga. Lungnabólga hefir jafnan verið algengur og hættulegur sjúkdómur hér á landi, en þó er svo að sjá, sem hún muni talsvert sjaldgæfari nú á tímum, en áður. Árið 1907 var hún venjufremur sjaldgæf; þá sáu læknar ekki nema 179 sjúklinga. 1908 bar meir á veikinni, eru þá taldir 317 sjúklingar. 1905 var sjúklingatalan 506, en 1906 214. Það er gamalkunnugt, að áraskifti eru að þessari veiki, hversu algeng hún er. Hún er líka misþung, en jafnaðarlega má búast við að tíundi hver sjúkl- ingur deyi. 9. Kvef8Óttir. Árið 1907 er getið um influenzu í 25 héruðum og taldir 1476 sjúklingar með þá veiki. Árið 1908 er veikin ekki nefnd nema í 7 héruðum og taldir 94 sjúkl- ingar. Það er alt annað en auðvelt að greina influenzu frá þeim kvefsóttum, sem

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.