Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1908, Page 14

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1908, Page 14
8 VII. Holdsveiki. (XIII. skrá). Holdsveikin fer nú þverrandi fljótum skrefum. Arið 1907 fundust 20 nýir sjúklingar, en 1908 ekki nema 9. Ber þess liér að gæta, að undirbúningstími veik- innar er oftast mjög langur, svo að árum skiftir. Arið 1907 voru 98 holdsveikar manneskjur á öllu landinu, sem læknar vissu um, þar af 47 í holdsveikraspítalan- um. En 1908 er talan 88 og þar af 48 á holdsveikraspítalanum. í árslok 1905 var tala holdsveikra 113, en 107 í árslok 1906. I fullum helming læknahéraðanna eru nú engar holdsveikar manneskjur. VIII. Sullaveiki. (XI. og XII. skrá). 1907 eru taldir 82 nýir sjúklingar, en 85 1908. Læknar hafa jafnan á orði, að sullaveikin sé að þverra og er það eflaust rétt. Þessi tvö ár 1907 og 1908 urðu héraðslæknar alls ekki varir við veikina í 9 héruðum; þau eru þessi: Skipaskaga, Ólafsvíkur, Borgarness, Patreksfjarðar, Hest- eyrar, Vopnafjarðar, Hróarstungu, Seyðisfjarðar og Berufjarðar. Þar fyrir má sjálf- sagt ekki ætla að veikin sé með öllu horfin í þessum héruðum. Mjög margir af þessum sjúklingum eru skrásettir í Reykjavík (33 árið 1907 og 25 árið 1908); það er þá ýmist sveitafólk, sem flutt hefir til bæjarins eða sjúklingar, sem komið hafa til lækningar, þvi að veikin er mjög sjaldgæf í þvi fólki, sem fæðst hefir í Reykja- vík og alið þar allan sinn aldur. Einna algengust virðist veikin nú vera í Borgar- fjarðarhéraði, Eyrarbakkahéraði og Rangárhéraði. IX. Lekandi (Gonorrhoea). (XI. og XII. skrá). Árið 1907 eru taldir 146 sjúklingar. Þar af 74 í Reykjavíkurhéraði og 33 í ísafjarðarhéraði. Alls hefir veikinnar orðið vart í 14 héruðum og eru það alt kaup- staðahéruð. Veikin er ekki að neinum mun komin út fyrir kaupstaðina. Margir af sjúklingum (ca V«) eru útlendingar. Veikin er nú að sjálfsögðu talsvert algeng- ari en ætla mætti af þessum tölnm, því að skrásettu sjúklingarnir eru þvi nær ein- göngu karlmenn, en það er víst að meir en helmingur þeirra fær sjúkdóminn af innlendu kvenfólki. Konur þjást minna af sjúkdóminum og koma því mjög sjaldan til læknis, og margir karlmenn koma heklur ekki til læknis með þennan sjúkdóm. Sóttvarnir gegn þessum sjúkdómi hafa alstaðar reynst afarerfiðar, því nær ógerleg- ar, enda er hann geysitíður í öðrum löndum. Má það heita furða að liann skuli ekki þegar hafa borist hér á landi úr kaupstöðunum upp um allar sveitir. Virðist mér sem af þvi megi ráða að siðferði manna hér á landi, karla og kvenna, sé yfir- leitt miklu betra en af hefir verið látið og sist verra en í öðrum löndum.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.