Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1908, Síða 17

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1908, Síða 17
11 1881—1890 ........................... 19.5°/o 1891—1900 12.0— 1901 — 1908 .......................... 11.3— Sex fyrstu dánaríölurnar eru teknar úr ritgerð Sleingr. héraðslæknis Matl- híassonar, »Barnadauði á íslandi« (Eimreiðin 1904 bls 83). Síðasla talan, fyrir ár- in 1901 —1908, er reiknuð út sem hér segir: Árin 1900—1907 fæddust samtals 18094 börn lifandi; en árin 1901—1908 dóu samtals 2046 börnál. ári, en það gerir 11.3°/o. Þetta er mikil og glæsileg framför. Mikill barnadauði er jafnan talinn óræk- ur vottur um vesaldóm og mentunarskort. Að réttu lagi ætti barnadauðinn að vera minni hér, en alstaðar annarsstað- ar í Norðurálfunni, því að hér eru ýmsir þeir sjúkdómar sjaldgæfir eða óþektir, sem í öðrum löndum verða ungbörnum árlega að meini. Nú er þá líka svo komið, að barnadauðinn er hvergi minni en hér, nema í Svíþjóð og Noregi, sem sjá má af þeim tölum, sem nú skal greina. Barnadauði í ýmsum löndum: Rússland (1901) 27.2°/o Austurriki (1903) 21.5— Rúmenía (1899) ... 21.3— Ungarn (1906) 20.5— Þýskaland (1906) 18.5— Ítalía (1905) 16.6 — Serbía (1905) 16.3— Belgía (1905) 14.6— Frakkland (1906) 14.3— Holland (1906) 12.7— Sviss (1906) 12.7 — Danmörk (1905) 12.1— England (1907) 11.8— ísland (1901—1908) 11.3— Sviþjóð 8.4— Noregur (1905) 8.1— XV. Barnaskólar. Barnaskólar eru nú einhverjir til í flestum héiuðum landsins, en héraðs- læknar láta misjafnlega af þeiin; er víða viðkvæðið að skólahúsin séu lirörleg, of- þröng eða illa þrifuð, en oftast er þá jafnframt getið um vaknaðan áhuga á að bæta úr þessu. XVI. Kirkjur. Eftir skýrslum héraðslækna eru kirkjur enn i dag því nær alstaðar ofnlausar. og þrifnaðurinn upp og niður; hann mun þó eflaust hafa batnað stórum, því að margir læknar geta þess að kirkjur séu nú þvegnar eftir hverja messugerð og víða hafðir hrákadallar i þeim. Sumstaðar eru þó kirkjur ekki þvegnar, að sögn lækna, nema fyrir stórhátíðir.

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.