Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1908, Page 18
12
XVII. Meðferð á sveitarómögum.
Það er þvínær einróma álit héraðslæknanna að mjög vel sé farið með sveit-
arómaga, »engu ver en þá, sem sjálfir geta íyrir sér unnið«, eins og einn þeirra kemsl
að orði. Úr einum tveimur héruðum hafa komið önnur svör; segir annar læknir-
inn að meðferðin sé »ekki sem bezt«, — það hérað er norðanlands —; hinn segist
hafa rekið sig á niðursetninga, sem beri það með sér, að meðferðin geti ekki verið
góð, og nefnir sérslaklega að hirðingu á gamalmennum sé mjög ábótavant, það
hérað er á suðurlandi.
XVIII. Húsakynni alþýðu.
Þó að mikið orð sé gert á því, að húsakynni alþýðu haíi stórum balnað á
síðasta mannsaldri, þá er síður en svo að þau séu yfirleitt í góðu lagi. Heraðslækn-
ar hafa að vísu flestir orð á þvi, að húsakynni séu að batna, en hinsvegar draga
þeir ekki dulur á, að mikill hluti alþýðunnar lifir enn i þröngum og óhollum húsa-
kynnum. Mjög víða er talað um að torfbæirnir séu hrörlegir, dimmir og rakir. í
sumum héruðum eru enn hafðar kýr undir palli (fjósbaðstofur) á ýmsum bæjum,
þess geta héraðslæknar i þessum héruðum: Höfðahverfishéraði, Húsavíkur, Hróars-
tungu, Fljótsdals, Hornafjarðar og Síðu. Allvíða eru nú reist timburhús, cn margir
læknanna bera þeim engu betri vitnisburð en torfbæjunum, segja að þau séu oft
þrengri en gömlu bæirnir og fúni niður á fáum árum. Steinbæir eru enn mjög ó-
viða.
Höfuðgallinn á húsakynnum manna er kuldinn og rakinn, sein kemur til af
því að húsin eru mjög óvíða hituð á vetrum.
XIX. Utn áfengisnautn.
Mannfjöldinn var hér á landi árið 1898 76,237, en 1908 var fólkstalan orð-
in 82,777 eftir skýrslum piæsta. Jafnframt hefir sú breyling orðið á að fjöldi fólks
hefur flutst úr sveitunum í kaupstaði og verzlunarstaði.
Mannfjöldi í kaupst. og verzlunarst.
1893 10,352
1901 17,060
1905 22,629
1908 27,354
Nú er það alheims reynsla, að drykkjuskapur er jafnan iniklu meiri í hæj-
um en i strjálbygðum sveitum; hefði því mátt búast við mikilli aukning á áfengis-
nautn þjóðarinnar á þessum áratug, 1898—1908, þar sem fólkinu hefur fjölgað svo
mjög í kaupstöðunum. En áfengisnautnin hefur ekki vaxið, heldur hefur hún þverr-
að, og er það efalaust að þakka lögutn um verzlun og veitingar áfengra drykkja 11.
nóv. 1899. Sökum þessara laga hefur áfengissala lagst niður i fieslum kauptúnum
landsins. Árið 1908 var áfengi selt í yfir 40 verzlunarstöðum af 53, en 1908 er á-
fengi ekki selt nema á 11 stöðum og eru þeir þessir;