Bæjarins besta - 29.01.1997, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 3
Verslun Björns Guðmundssonar við Silfurgötu 1 á Ísafirði skiptir um eigendur á laugardag.
Fyrrum rekstraraðilar verslunar Björns Guðmundssonar. Frá vinstri: Garðar Guðmundsson,
Jónína Jakobsdóttir, Björn Garðarsson, Atli Garðarsson og Jakob Falur Garðarsson.
að Smiðjugötu 10 hér í bæ, en
árið 1904 flutti hann verslunina
að Silfurgötu 1, þar sem hún
hefur verið allar götur síðan.
Verslunin hefur ávallt verið
rekin af sömu fjölskyldu, og
fyrir marga verið fastur punktur
í tilverunni. En allt er breyt-
ingum háð, og á jafn löngum
tíma og raun ber vitni, hefur
mannlífið tekið miklum
stakkaskiptum og margt borið
að, er ekki verður tíundað hér.
Verslanir hafa komið og farið,
en alltaf hefur Björnsbúð staðið
við Silfurgötuna. Ekki stendur
til að breyting verði þar á.
út af hraðbrautinni, inn á rólegri
veg.”
Erfiðir tímar án breytinga
Í framangreindri fréttatil-
kynningu frá eigendum Björns-
búðar segir að undanfarin ár
hafi sú þróun verið áberandi í
íslenskum fyrirtækjarekstri, að
rekstrareiningarnar hafi verið
að stækka og um leið hafi þeim
fækkað, og hafi Ísafjörður ekki
á neinn hátt verið undanskilinn
í þeirri þróun, eins og komið
hafi í ljós á breyttu eignarhaldi
í ísfirskum fyrirtækjum undan-
Í haust sem leið hætti Kaup-
félag Ísfirðinga rekstri. Þá varð
ljóst að tímabil langs stöðu-
gleika í verslunarrekstri á Ísa-
firði var lokið, að miklar
breytingar í umhverfi matvöru-
verslunar á Ísafirði væru í
uppsiglingu. Jafnframt var ljóst
að þeir einstaklingar er borið
höfðu hitann og þungann af
rekstri Björnsbúðar undanfarna
áratugi, þeir bræður Aðalbjörn
og Garðar Guðmundssynir og
eiginkona Garðars, Jónína
Jakobsdóttir, væru komin að
þeim tímamótum í lífi sínu að
tími væri kominn til að beygja
farna mánuði. ,,Þessi þróun er
að mörgu leyti jákvæð, og sýnir
að fjárfestar og stjórnendur
fyrirtækja hafa trú á atvinnu-
rekstri og fjárfestingum hér á
svæðinu. Þessi þróun snertir
Verslun Björns Guðmundsson-
ar ehf., jafnt og önnur fyrirtæki.
Án nokkurs bakhjarls, líkt og
,,Þinnar verslunar” eða Búrs
ehf., var ljóst að framundan
væru að mörgu leyti erfiðari
tímar. Það hefur því verið
eigendum Björnsbúðar ljóst í
nokkurn tíma að komið væri
að tímamótum í rekstri versl-
unarinnar. Að vel athuguðu
máli, varð sú breyting, sem nú
er að verða að veruleika, talinn
besti kosturinn í stöðunni.
Eigendur Björnsbúðar hafa
notið þess í gegnum tíðina, að
eiga stóran hóp viðskiptavina,
sem haldið hafa tryggð við
kaupmanninn sinn á horninu.
Við tímamót þessi, er okkur,
aðstandendum Björnsbúðar,
efst í huga sérstakt þakklæti til
allra okkar góðu viðskiptavina.
En líkt og hverjum kaupmanni
er nauðsyn að eiga góða við-
skiptavini, er ekki síður nauð-
synlegt að hafa á að skipa góðu
starfsfólki. Björnsbúð hefur
ávallt notið beggja. Því viljum
við einnig þakka sérstaklega
öllu því fólki sem hefur unnið
fyrir verslunina í gegnum árin,
og með því hjálpað til við að
gera Björnsbúð að því sem
Björnsbúð stendur fyrir í
hugum fólks í dag.
Kafla í sögu verslunarinnar
við Silfurgötu 1 er lokið, en
sagan er engan veginn öll.
Verslun Björns Guðmunds-
sonar ehf., óskar nýjum kaup-
manni alls hins besta og væntir
þess að verslun á þessum stað
megi blómstra áfram á sama
stað sem aldrei fyrr, og verða
áfram fastur punktur í tilver-
unni.”
Ísafjarðarbær
,,Gjugg í bæ
í þrjá daga
Dagana 7.-9. febrúar næstkomandi verður ,,Gjugg í bæ”
helgi í Ísafjarðarbæ. Í tengslum við dagana verða
veitingastaðir Ísafjarðarbæjar með fjölbreytt skemmtiatriði
á boðstólum auk þess sem vestfirskur þorramatur verður í
hávegum hafður.
Föstudaginn 7. febrúar verður boðið upp á hlaðborð og
dans í Vagninum á Flateyri, daginn eftir verður vestfirskt
þorrablót á Hótel Ísafirði sem og smökkunarferð á vegum
Vesturferða auk þess sem haldnir verða dansleikir í
Sjallanum, Krúsinni og Á Eyrinni. Einnig verða veitingastaðir
í Bolungarvík og Súðavík opnir fyrir gesti.
Þorrablót Bolvíkingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
verður haldið í Víkingasal Hótels Loftleiða á laugardag.
Þorrablótið á laugardag er það þriðja sem Bolvíkinga-
félagið heldur. Um 250 manns mættu til síðasta þorrablóts
og vonast stjórn félagsins til að enn fleiri mæti í ár. Þá
vonast stjórn félagsins eftir því að íbúar í Bolungarvík sjái
sér fært að mæta til blótsins. Formaður þorrablótsnefndar er
María Guðmundsdóttir í síma 565 6593.
Þorrablót í Víkingasal
Bolvíkingafélagið
og heldur uppi virku
dreifineti flutninga á helstu
þéttbýlisstöðum Vest-
fjarða, svo sem á Bíldu-
dal, Flateyri, Þingeyri,
Patreksfirði, Tálknafirði og
Ísafirði.
Íslandsflug heldur uppi
áætlunarflugi til tíu
áætlunarstaða innan-
lands, og styrkir byggðar-
lög með flugi innan
fjórðunga, svo sem milli
Bíldudals, Flateyrar og
Ísafjarðar og milli Hólma-
víkur og Gjögurs. Einnig er
ein flugvél félagsins
staðsett næturlangt á
Ísafirði, þar sem hún
þjónar sjúkraflugi frá
Vestfjörðum. Mikil aukn-
ing hefur verið á fjölda
farþega í leiguflugi, bæði
innanlands og milli landa.
Farþegum í leiguflugi
innanlands hefur fjölgað
um 31% og milli landa um
18,6%.
Í dag rekur Íslandsflug
fjórar skrúfuþotur, þar af
er ein ATR-42, 46 sæta,
einn Metro 19 sæta og
tvær Dornier 19 sæta.
Auk þess leigir félagið út
eina Dornier flugvél til
Svíþjóðar, þar sem hún
flýgur áætlunarflug. Þá
rekur félagið einn Bee-
chraft King Air, 13 sæta
og tvær Piper Chieftain 9
sæta, sem notaðar eru í
leiguflug og sérverkefni
eftir þörfum. Í apríl n.k.
bætist við önnur ATR-42
flugvél, en Íslandsflug festi
kaup á henni í lok síðasta
árs. Flugvélin verður að
öllu leyti eins og núver-
andi vél félagsins. Nýja
vélin verður notuð til þess
að auka sætaframboð
félagsins á áætlunarleið-
um þess svo og í auknu
leiguflugi.
Íslandsflug flutti 53
þúsund farþega á árinu
1996 og hefur félagið
aldrei flutt jafn marga
farþega. Þetta samsvarar
um 16% aukningu frá
árinu áður, þegar félagið
flutti 45.500 farþega.
Hlutur áætlunarflugs er
stærstur, eða 34 þúsund
farþegar, sem er 8,5%
aukning frá árinu 1995.
Aukinn og bættur flug-
vélakostur félagsins og
aukin tíðni ferða til Vest-
fjarða vega þar þungt, en
félagið flýgur allt að þrjár
ferðir á dag til Vestfjarða
Aukin tíðni til Vest-
fjarða vegur þungt
Farþegaflutningar Íslandsflugs jukust um 16%