Bæjarins besta - 29.01.1997, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 5
Vestfirðir
Vélsleða-
slys á
Súðavík-
urhlíð
Um kl. 13 s.l. mánudag
var lögreglunni á Ísafirði
tilkynnt um slys á Súða-
víkurhlíðinni.
Að sögn Önundar Jóns-
sonar, yfirlögregluþjóns,
var þarna um að ræða vél-
sleðamann sem fór út af
veginum og endaði í fjör-
unni en vélsleðinn nam ekki
staðar fyrr en í fjöruborðinu.
Maðurinn, sem komst af
sjálfsdáðum upp á veginn
og gat gert vart við sig, var
fluttur með sjúkrabíl á
Fjórðungssjúkrahúsið á Ísa-
firði þar sem hugað var að
meiðslum hans en hann
kvartaði yfir verkjum í baki.
Önundi virtist sem aldrei
væri ofbrýnt fyrir ökumönn-
um að haga akstri eftir
aðstæðum því talsvert hefði
borið á að menn færu ógæti-
lega, ekki síst í slæma veðr-
inu sem var seinni part síð-
ustu viku.
Andlát
Sigfús B. Valdimarsson,
kristniboði hjá Hvítasunnu-
kirkjunni Salem á Ísafirði,
lést á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Ísafirði að kvöldi
22. janúar. Sigfús fæddist
5. desember 1911 að Ey-
jólfsstöðum í Vatnsdal í
Húnavatnssýslu og var því
á 86. aldursári er hann lést.
Framan af ævinni stund-
aði Sigfús sjómennsku og
síðar almenn verkamanna-
störf. Hann var einn af
stofnendum Hvítasunnu-
safnaðarins Salem á Ísa-
firði, en söfnuðurinn fagn-
aði 50 ára afmæli sínu á
síðasta ári. Eftirlifandi eig-
inkona Sigfúsar er Guð-
björg Þorsteinsdóttir. Þau
eignuðust fimm börn sem
öll eru uppkomin.
Útför Sigfúsar B. Valdi-
marssonar verður gerð frá
Ísafjarðarkirkju, laugar-
daginn 1. febrúar nk., kl.
14:00.
Sigfús B.
Valdimarsson
Sigfús B. Valdimarsson.
Vöruval fagnar 10 ára afmæli sínu á laugardag
Höfum getað boðið upp á
hagkvæman verslunarmáta
Fyrirtækið Vöruval hf. er 10
ára um þessar mundir en það
var stofnað 1. febrúar 1987.
Að sögn Benedikts Kristjáns-
sonar, kaupmanns, verður mik-
ið um dýrðir í tilefni afmælisins
og m.a. fjöldinn allur af af-
mælistilboðum á ýmsum vöru-
tegundum. Á fimmtudag,
föstudag og laugardag mun
viðskiptavinum Vöruvals-
verslanana verða boðið að
þiggja kaffi og tertur og jafn-
framt mun Vöruval opna nýja
verslun að Silfurgötu 1, en eins
og greint er frá á öðrum stað í
blaðinu hefur Vöruval tekið við
rekstri Björnsbúðar á Ísafirði.
„Við sem rekstraraðilar
opnuðum verslunina á Skeiði
1. febrúar 1987 en ég hafði í 14
ár þar á undan starfað hjá Einari
Guðfinnssyni í Bolungarvík
sem kjötiðnaðarmaður og var
farinn að hugsa mér til hreyf-
ings. Ég var reyndar versl-
unarstjóri hjá Heiðari Sigurðs-
syni í tvö ár, frá 1. ágúst 1985,
en hann rak þá verslunina
Vöruval. Verslunin hefur vaxið
Benedikt Kristjánsson, kaupmaður í Vöruvali.
og dafnað jafnt og þétt á
þessum árum og hefur staðið
að ýmsum nýjungum. Árið
1990 var Vöruval t.d. ein af
fyrstu verslunum í landinu til
að taka upp strikamerkinga-
kerfi og hefur síðan verið nokk-
uð leiðandi í því kerfi sem nú
er komið í flestar verslanir.
Við opnuðum síðan Vöruval í
Hnífsdal 24. apríl 1993 en þar
hafði verslunin Búð verið áður.
Við endurnýjuðum þá verslun
alla á síðasta ári, skiptum um
tæki og innréttingar og stækk-
uðum húsnæðið nokkuð. Það
var síðan 7. desember 1993 að
við tókum við rekstri VEG í
Bolungarvík og stofnuðum við
þar sérstakt fyrirtæki sem heitir
Vöruval Bolungarvík hf. Svona
hefur sem sagt eitt leitt af öðru
á þessum 10 árum en starfs-
menn Vöruvals, í öllum versl-
ununum, eru í dag um 30 tals-
ins. Árið 1991 byrjuðum við
milliliðalausan innflutning á
mat- og nýlenduvörum frá
Danmörku og við vorum
einnig einir af stofnendum
verslunarkeðjunnar „Þín
verslun“, en markmið hennar
var að ná fram hagræðingu
með betri samningum við
birgja sem aftur hefur orðið til
hagsbóta fyrir viðskiptavini í
formi lækkaðs vöruverðs. Með
þessu höfum við getað boðið
okkar viðskiptavinum upp á
hagkvæman verslunarmáta og
brugðist við samkeppni sem í
mínum huga kemur ekki síður
frá Reykjavík en frá svæðinu
hérna,“ sagði Benedikt.
Ísafjörður
Bílvelta á Skut-
ulsfjarðarbraut
Eldri maður varð fyrir því óláni að missa stjórn á
bifreið sinni á Skutulsfjarðarbraut í síðustu viku og
endaði hún á hvolfi utan vegar. Maðurinn, sem var
einn í bílnum, rotaðist við veltuna en ekki var um
alvarleg meiðsl að ræða. Einhverjar skemmdir urðu á
bifreiðinni en samt minni en efni stóðu til. Talsverð
hálka og él var þegar slysið átti sér stað.
Héraðskólinn
í Reykjanesi
Tilboð í húseignir Héraðs-
skólans í Reykjanesi við
Ísafjarðardjúp voru opnuð 16.
janúar s.l. Átta kauptilboð og
tvö leigutilboð bárust í eign-
irnar og hljóðuðu kauptilboðin
frá 3 milljónum upp í 18
milljónir króna. Leigutilboðin
voru frá tveimur hópum hér
vestra sem tengst hafa ferða-
þjónustu og var Áslaug Al-
freðsdóttir, hótelstjóri á Hótel
Ísafirði, í forsvari fyrir annan
hópinn en Margrét Karlsdóttir,
sem rekið hefur sumarhús í
Hæsta tilboð
18 milljónir
Hveravík í Ísafjarðardjúpi,
fyrir hinn. Hæsta kauptilboðið,
sem var kaupleigutilboð, var
frá Gunnari Þór Árnasyni og
Gunnlaugu Kristjánsdóttur í
Reykjavík. Ekki er búið að taka
ákvörðun um hvaða tilboði
verður tekið en fastlega er gert
ráð fyrir að það verði hæsta
boð sem eins og áður sagði var
upp á 18 milljónir króna. Þess
má geta að fasteignamat hús-
eignanna mun vera um 60
milljónir króna.
Héraðsskólinn í Reykjanesi.