Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.01.1997, Síða 16

Bæjarins besta - 29.01.1997, Síða 16
Nýr varalitur frá Helena Rubinstein Tilboð! Champagne ilmur frá Yves Saint Laurent Bæjarins besta ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: hprent@snerpa.is • Verð kr. 170 m/vsk Fauk fram af Óshlíð og endaði á hvolfi í fjöruborðinu Beltin og Guð björguðu mér – segir Valdimar Lúðvík Gíslason, sérleyfishafi á leiðinni milli Ísafjarðar og Bolungarvík, sem lenti í þeirri óskemmtilegu lífreynslu á fimmtu- dag í síðustu viku að fjúka með bifreið sinni 30- 40 metra niður snarbratta Óshlíð Bifreið Valdimars Lúðvíks í fjöruborðinu við Óshlíð. Eins og sjá má er bifreiðin ónýt og kraftaverk að ökumaður skyldi ekki hljóta meiri meiðsl en raun ber vitni. Valdimar Lúðvík Gíslason er á innfelldu myndinni. ,,Ég var í Seljadalnum, á svipuðum slóðum og vindurinn hafði feykt tveimur öðrum bifreiðum stuttu áður. Það var fljúgandi hálka og miklir sviptivindar og því var ég búinn að snúa við og ætlaði aftur til baka. Ég mætti bíl og þurfti því að fara aðeins utar á veginum. Ég náði ekki bílnum á réttan vegarhelming og á sama augnabliki kom mikil vindhviða og náðast feykti bílnum fram af veginum,” sagði Valdimar Lúðvík Gísla- son, sérleyfishafi á leiðinni milli Ísafjarðar og Bolungar- víkur, en hann lenti í þeirri ó- hugnalegu lífsreynslu rétt eftir kl. 13 á fimmtudag í síðustu viku, að bifreið hans fauk út af veginum um Óshlíð og stöðv- aðist ekki fyrr en í fjöruborð- inu, um 30-40 metrum fyrir neðan veginn. Bifreið Valdi- mars Lúðvíks sem er af Toyota HiAce gerð er gjörónýt. Hann slapp sjálfur með skrámur og mar. ,,Bílinn fór eina eða tvær veltur og stöðvaðist á hvolfi. Þetta var skrýtin tilfinning enda hef ég aldrei lent í neinu slíku áður og er þó búinn að aka um veginn í 33 ár. Ég hef fram til þessa verið mjög lánsamur á Óshlíðinni. Ég held að beltin og Guð almáttugur hafi orðið mér til bjargar,” sagði Valdi- mar Lúðvík. Eftir að bifreið arvík um þessar mundir. ,,Ég er með skrámur og er mjög aumur eftir beltin. Þau tóku mikið á og hafa eflaust bjargað lífi mínu. Þetta var óskemmtileg lífsreynsla, með því óhuggulegra sem maður getur lent í. Ég hef ekið Óshlíðina áður í miklu hvass- viðri, en aðstæðurnar voru slæmar í dag, hvasst og mikil hálka. Vegurinn hallar fram á vegbrún í stað þess að halla að fjallinu og því fór sem fór. Það má kannski segja það eftir á, að vanir menn eins og ég eigi ekki að gera svona hluti en það er alltaf gott að vera vitur eftir á,” sagði Valdimar Lúðvík Gíslason í samtali við blaðið. Tvær aðrar bifreiðar fuku til á Óshlíð á fimmtudag í síðustu viku og vó önnur þeirra salt á vegarbrún en hin stöðvaðist utan vegar nær fjallshlíðinni. Sama dag fauk bifreið út af Hnífsdalsvegi, við Leiti í Hnífsdal og á föstudag fauk bifreið út af Óshlíðarvegi, á svipuðum slóðum og bifreið Valdimars Lúðvíks. Bifreiðin stöðvaðist niður í fjöru og er talin mikið skemmd. Ökumað- ur hennar slapp án teljandi meiðsla. hans stöðvaðist á hvolfi í fjöru- borðinu, náði Valdimar Lúðvík að komast út úr henni en það tók nokkurn tíma þar sem hún var illa farin. Hann kraflaði sig upp á veginn og stuttu síðar kom þar að önnur bifreið. Ökumaður hennar ók Valdi- mar Lúðvík að heilsugæslu- stöðinni í Bolungarvík þar sem hjúkrunarkona hlynnti að hon- um, en læknislaust er í Bolung- Strætisvagn ók inn í hús í Hnífsdal Mildi að engan sakaði Mikil mildi var að ekki urðu slys á fólki er vagn frá Strætis- vögnum Ísafjarðar fór út af veg- inum við Hreggnasa í Hnífsdal um kl. 9 á fimmtudag í síðustu viku og hafnaði inni í íbúðar- húsi. Miklar skemmdir urðu á vagninum sem og á húsinu, en það var talið óíbúðarhæft eftir óhappið. Ökumaðurinn strætis- vagnsins var einn í bifreiðinni og sakaði hann ekki. Ung kona með þriggja ára son sinn var á efri hæð hússins og sakaði þau ekki. Vagninn var að koma frá Ísafirði og virðist sem hann hafi fokið út af veginum í hálku og hafnað á íbúðarhúsinu við Hreggnasa 3, sem er þriggja hæða timburhús. Framendi strætisvagnsins lenti inni í eldhúsi og urðu miklar skemmdir á því sem og á lofti eldhússins, en þar fyrir ofan er svefnherbergi húsráðenda. Þá urðu nokkrar skemmdir á ofnakerfi hússins. María Dröfn Erlendsdóttir var í svefnher- berginu ásamt syni sínum þegar Strætisvagninn fauk út af veginum við Hreggnasa og stöðvaðist inni í eldhúsi á þessu þriggja hæða timburhúsi. Bifreið þessi skemmdist nokkuð er hún fauk á stæðinu við Bakka í Hnífsdal. óhappið var. Hún var uppi í rúmi þegar hún heyrði í mikilli vindhviðu. Í sömu andrá heyrð- ist mikill dynkur og brothljóð frá neðri hæðinni og hraðaði hún sér því þangað. Þar blasti við henni strætisvagn í eldhús- inu. Starfsstúlkur hjá Bakka hf., í Hnífsdal komu ökumanni strætisvagnsins til hjálpar og komu honum í húsaskjól. Mjög hvasst var í Hnífsdal þennan morgun, sunnan 8-10 vindstig, en sunnan og suðvestan áttir geta verið mjög sterkar í Hnífsdal þar sem vindurinn slær niður dalinn. Bifreiðar sem stóðu við Bakka hf., fuku til í verstu hviðunum og urðu nokkrar skemmdir á þeim. Þá fauk hluti af glerhúsi við Strandgötu í Hnífsdal. Þann 15. janúar á síðasta ári ók sami strætisvagn inn í hús við Sund- stræti á Ísafirði. Um kl. 13 sama dag, fuku síðan tvær bifreiðar á veginum um Óshlíð. Önnur þeirra stöðv- aðist á vegarbrún við Seljaldal og vó þar salt. Um þrjátíu metra snarbrött hlíð er þar niður í sjó. Hin bifreiðin stöðvaðist fyrir ofan veginn. Engin slys urðu á fólki. Eins og sjá má urðu miklar skemmdir á eldhúsinu. f l i i

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.