Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.02.1997, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 05.02.1997, Blaðsíða 1
Blaðsíða 12Blaðsíða 8Blaðsíða 4 Bíldudalur Krapa- og aur- flóð féll á milli íbúðarhúsa Fólk í húsum við gilið heyrði miklar drunur í fjallinu í rúma mínútu áður en flóðið kom í birtuna frá götuljósunum. Tiltölulega litlar skemmdir urðu á eignum en myndasafn sem hafði að geyma margar gamlar myndir frá staðnum, eyðilagðist alveg er flóðið fór inn í geymsluskúr. Mesta mildi var að enginn varð fyrir stóru krapa- og aurflóði sem féll úr Gilsbakka- gili og á milli íbúðarhúsa á Bíldudal á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Flóðið stefndi á þrjú íbúðarhús en fór síðan fram hjá þeim og stöðvaðist að mestu við brú á þjóðveginum og dreifðist. Karlarnir í brúnni Bæjarins besta Miðvikudagur 5. febrúar 1997 • 5. tbl. • 14. árg. ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Fax 456 4564 • Netfang: hprent@snerpa.is • Verð kr. 170 m/vsk Stórskuldugur og rúinn inn að skinni Ástmar kjörinn íþróttamaður Bolungarvíkur Ísfirskir veitinga- menn opna Pizza 67 í Noregi Viðræður um sameiningu Kambs og Básafells Fyrirtækið verður fimmti stærsti kvótahafinn verður tæplega 11 þúsund þorskígildis tonn og verður það þá fimmti stærsti kvótahand- hafinn á landinu. Stærri eru Samherji, Grandi, Útgerðar- félag Akureyrar hf., og Harald- ur Böðvarsson hf., á Akranesi, en Síldarvinnslan á Neskaup- stað er með svipað kvótamagn og Básafell eða um 10.800 tonn. Eftir sameininguna munu eftirtalin fyrirtæki mynda hið nýja Básafell, Kambur hf., Sléttanes hf., á Þingeyri, rækju- afurðir sínar í gegnum Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, Básafell og Sléttanes létu Íslenskar sjávarafurðir um sölu sinna afurða og Marbakki hf., seldi rækjuna af Skutli. Nú eru botnfiskafurðir seldar í gegnum SH en ÍS sér um sölu á frystri rækju. Hin ýmsu fyrirtæki sjá síðan um sölu á niðursoðinni rækju og mun það vera stefna stjórnenda fyrirtækisins að skipa sölumálum sínum áfram með þessum hætti. verksmiðjurnar Ritur og Bása- fell á Ísfirði, Togaraútgerð Ísafjarðar hf., og Hraðfrysti- húsið Norðurtangi hf. Skipa- floti fyrirtækisins verður þá myndaður af eftirtöldum skip- um, Guðmundi Péturs, Páli Jónssyni, Gylli, Jónínu, Jó- hannesi Ívar, Styrmi, Slétta- nesi, Skutli og Orra og Hafra- felli, sem verið er að ganga frá sölu á samkvæmt upplýsingum blaðsins. Fyrir sameininguna seldu Ritur, Norðurtangi og Kambur Tveir af stjórnendum Samherja hf., á Akureyri, þeir Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson, voru staddir á Ísafirði í byrjun síðustu viku, en þá kom Guðbjörg ÍS-46 með fullfermi til lands úr sinni fyrstu veiðiferð á árinu. Þeir nafnar héldu fund með áhöfn skipsins, þar sem gert var grein fyrir breytingum sem hafa orðið á rekstri Guðbjargar og framtíðarhorfum á rekstri þess. Virtist almennrar ánægju gæta á meðal áhafnarinnar með breytingarnar. Ljósmyndari blaðsins náði mynd af þeim félögum í brú skipsins, rétt fyrir brottför á þriðjudag ásamt þremur af eigendum Hrannar hf. Frá vinstri: Guðmundur Guðmundsson, Þorsteinn Már Baldvinsson, Guðbjartur Ásgeirsson, sem verður áfram skipstjóri á Guðbjörgu, Ásgeir Guðbjartsson og Þorsteinn Vilhelmsson, sem um árabil var einn kunnasti aflaskipstjóri landsmanna og mikill samkeppnisaðili þeirra feðga Ásgeirs og Guðbjartar. Að undanförnu hafa átt sér stað viðræður á milli Básafells hf., á Ísafirði og Kambs hf., á Flateyri um sameiningu fyrir- tækjanna. Samkvæmt upplýs- ingum blaðsins eru viðræð- urnar á lokastigi og er tilkynn- ingar um samruna fyrirtækj- anna að vænta innan skamms tíma. Við sameininguna mun Básafell hf., gera út tíu togara og reka fiskverkun á fjórum stöðum á norðanverðum Vest- fjörðum. Heildarkvóti Bása- fells hf., eftir sameininguna Frumvarp að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 1997, var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar sem haldinn var fimmtudaginn 30. janúar. Mun þetta vera í fyrsta skipti í langan tíma sem fjárhagsáætlun bæjar- félagsins er samþykkt sam- hljóða, enda mun vorhugur hafi verið í bæjarfulltrúum en sólin sást í fyrsta skipti í bænum þann dag og fengu því bæjar- fulltrúar jafnt og margir aðrir Ísfirðingar kaffi og rjóma- pönnukökur í tilefni dagsins. Skatttekjur bæjarsjóðs eru samkvæmt áætluninni kr. 718,482 milljónir króna og rekstrargjöld eru áætluð kr. 573,132 milljónir króna. Tekju- afgangur er því áætlaður kr. 145,350 milljónir króna, sem fara mun til framkvæmda og afborgana lána. Rekstrarút- gjöld skiptast á eftirfarandi hátt eftir málaflokkum. Til yfir- stjórnar bæjarfélagsins fara tæpar 62 milljónir króna, 80 milljónir fara til félagsþjón- ustu, 215 milljónir fara til fræðslumála, 15 milljónir til menningarmála og 40 milljónir Ísafjarðarbær Fjárhagsáætlun sam- þykkt samhljóða til íþrótta- og æskulýðsmála. Til brunamála og almanna- varna eru áætlaðar tæpar 12 milljónir, 55 milljónir til hreinlætismála, 14 milljónir til skipulags- og byggingamála, 7 milljónir til gatna-, holræsa- og umferðarmála, 18 milljónir til almenningsgarða og útivist- ar, 800 þúsund krónur eru áætlaðar til heilbrigðismála og rúmar 5 milljónir króna eru áætlaðar til atvinnumála. Til annarra óskilgreindra mála fara rúmar 26 milljónir króna. Fimmtán milljónir króna eru á rekstraráætlun til almennings- samgangna og fjármagnstekjur og gjöld eru áætluð rúmar 44 milljónir króna. Fjárfestingaráætlun fyrir árið 1997 gerir ráð fyrir fram- kvæmdum fyrir um 217 millj- ónum króna og vegur þar mest bygging nýs leikskóla, en í þá framkvæmd eru áætlaðar 80 milljónir. Þá er gert ráð fyrir 50 milljónum króna til gatna-, holræsa og umferðarmála og 30 milljónum króna til upp- byggingar á Safnahúsi bæjar- félagsins þ.e. gamla sjúkrahús- inu á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.