Bæjarins besta - 05.02.1997, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997
Útgefandi:
H-prent ehf.
Sólgötu 9,
400 Ísafjörður
% 456 4560
o 456 4564
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson
Halldór Sveinbjörnsson
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson
Blaðamaður:
Magnús Hávarðarson
Netfang:
hprent@snerpa.is
Stafræn útgáfa:
http://www.snerpa.is/bb
Bæjarins besta
Stofnað 14. nóvember 1984
Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið.
?Spurning
in
Hvernig líst
þér á tillögur
stjórnar
ÁTVR?
Leiðari
Þorrinn hefur verið nokkuð rysjóttur það sem af er. Með sanni má
þó segja að umhleypingar í þjóðfélaginu hafi ekki verið minni.
Af síðustu skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokka má álykta að
álversdraumurinn í Hvalfirði geti orðið framsóknarmönnum dýrkeyptur.
Vegur þar þungt að fyrrverandi formaður flokksins hefur snúist á sveif
með andstæðingum álvers og látið í ljósi andúð sína á staðsetningu
þess í þeirri náttúruperlu sem Hvalfjörður er, hvað sem hver segir.
Engan bilbug er þó að finna á álversráðherra. Hann telur ekki hægt
um vik og kveðst ekki söðla um. Ákveðinn ráðherra, Finnur, enda
með tvo menn á ráðuneytisstjóralaunum sér við hlið. Er það ekki
rannsóknarefni að annar stjórnarflokkurinn skuli bera skellinn af
sameiginlegri ábyrgð stjórnarflokkanna í þessu máli? Um fyrirbrigði af
þessu tagi (einhliða refsigleði kjósenda) vitna ótal dæmi.
Háeffstefnan sem nú tröllríður öllu á byggðu bóli er þegar farin að
bera ávöxt. Ekki hafði Póstur og sími fyrr fengið háeffið í endann en
aukavinna og sporslur yfirmanna voru teknar inn í launataxta.
Reyndar er í framhaldinu til þess ætlast ,,að menn sinni sínum
störfum fyrir þau laun! sem þeim þannig eru ætluð. (Hvað gerðu
þeir áður?) Nýjum bílum var síðan gaukað að yfirmönnum fyrirtækisins,
,,þó ekki neinum lúxusjeppum, en, ,,huggulegum fólksbílum í
hóflegum verðflokki. Minna gat það ekki verið! Svona röggsemi í
kjaramálum hlýtur að losa um spennuna á samningamarkaðnum!
Göfuglyndi íslenskra stjórnvalda við gerð starfslokasamninga er
með ólíkindum. Þannig eru ófá dæmi um embættismenn, sem
látið hafa af störfum af ýmsum orsökum, en hafa eigi að síður
haldið óskertum launum fyrir einhver viðvik, sem ráðherrar kjósa að
kalla ,,sérverkefni til að fela ósómann. Ef þetta er ekki að misnota
almannafé og óskammfeilni af versta tagi, á sama tíma og fólk
með 60 þús. króna mánaðarlaun er varað við að hrinda af stað
óðaverðbólgu með óhóflegum launakröfum, þá þarf að
endurskoða merkingu þessara orða. Ráðherrar eiga ekki að komast
upp með svona svínarí.
Spenna eykst nú meðal starfsmanna ríkisbankanna. Enn er með
öllu óljóst um biðlaunarétt starfsfólksins, sem þingmaður nokkur
kvað menn ekki hafa hugsað út í þegar breytingin var ákveðin og
sem setja myndi bankana á hausinn, ef til kæmi. Ekki er að spyrja
að fyrirhyggjunni!
Hvernig sem viðrar það sem eftir lifir af Þorra er næsta víst að
vindar munu áfram blása á hinu háa alþingi, þar sem nú er meðal
annars tekist á um veðsetningarfrumvarp ríkisstjórnarinnar á
auðlindum hafsins. Í því máli hafa margir ekki sagt sitt síðasta orð.
s.h.
Þræsingur
Snorri Grímsson, starfs-
maður ÁTVR á Ísafirði:
Bæði vel og illa. Ég held
að gefnar séu aðrar for-
sendur fyrir afstöðu stjórnar
ÁTVR heldur en raunveru-
lega liggja að baki. Þarna
gætu t.d. verið kaupmenn á
bakvið sem vilja ná tekjunum
til sín þrátt fyrir að látið sé
að því liggja að verið sé að
auka frelsi og koma til móts
við kúnnann m.a. með lækk-
uðu verði á bjór og léttvíni.
Ég held að fjármálaráðherra
vilji ná fram þessum breyt-
ingum en vegna þess að
hann vill ekki að tillögurnar
komi frá sér þá lætur hann
stjórn ÁTVR um þá hlið
málsins. Hitt er annað, að
ég er sammála mörgu sem
um er að ræða eins og t.d.
að bjór og léttvín verði í
verslunum en ég held samt
að það fyrirkomulag bjóði
upp á minna úrval til við-
skiptavina.
Stjórn ÁTVR hefur sam-
kvæmt beiðni fjármála-
ráðherra, Friðriks Sophus-
sonar, gert tillögur að
breyttu fyrirkomulagi áfeng-
is- og tóbakssölu ÁTVR.
Meðal þess sem stjórnin
leggur til, er að verð á bjór
og léttvínum verði lækkað
um 10% til að byrja með og
að afgreiðslutími vínbúða
verði lengdur og þeim fjölg-
að á landsbyggðinni.
Þrír árangurslausir samningafundir
A.S.V. og viðsemjenda þeirra
Alþýðusambandið vill 100
þúsund króna lágmarkslaun
Þriðji árangurslausi samn-
ingafundur Alþýðusambands
Vestfjarða og viðsemjenda
þeirra vegna kjarasamninga
almenns verkafólks var haldinn
fimmtudaginn 30. janúar síð-
astliðinn í húsakynnum Al-
þýðusambandsins á Ísafirði.
Á fundinum komu ekki fram
tillögur frá vinnuveitendum um
breytt launafyrirkomulag í
fiskvinnslu, eins og búist hafði
verið við. Í stað þess ræddu
vinnuveitendur um frávik frá
núverandi samningi, sem af-
greidd yrðu á hverjum vinnu-
stað fyrir sig, en frávikin áttu
samt ekki að hafa áhrif til
hækkunar launa. Samkomulag
varð um að skoða tillögurnar
og taka fyrir á næsta samninga-
fundi sem ráðgerður var í
gærdag.
Fulltrúar A.S.V. lögðu fram
tillögu á fundinum um hvernig
mætti ná fram 100 þúsund
króna lágmarkslaunum í fimm
áföngum á samningstímanum,
sem er til 1. mars 1999, með
tryggingu um að samningar
væru lausir ef aðrir semdu um
meiri hækkanir í krónutölu.
Tillaga A.S.V. gerir ráð fyrir
að þann 1. janúar sl., hækki
laun um kr. 10.057 og að lægst
laun verði kr. 60.000 á mánuði.
Næsta hækkun yrði 1. júlí nk.,
eða kr. 10.000 og þá yrðu
lágmarkslaunin kr. 70.000,
þriðja hækkunin yrði 1. janúar
1998, kr. 10.000 og þá yrðu
lágmarkslaunin komin í 80.000
krónur. Tíu þúsund króna
hækkun yrði einnig á launum
þann 1. júlí 1998 og 1. janúar
1999 en þá á markinu um 100
þúsund króna lágmarkslaun að
vera náð.
Skíðavikan 97
Vinna farin af stað
Vinna við Skíðaviku 97 er
farin af stað. Kjörin hefur verið
þriggja manna framkvæmdaráð
sem í eiga sæti þær Ásthildur
Cesil Þórðardóttir, sem er
fulltrúi Ísafjarðarbæjar, Álf-
heiður Jónsdóttir, sem er
fulltrúi Skíðafélags Ísafjarðar
og Sigríður Kristjánsdóttir hjá
Vesturferðum, sem er fulltrúi
hagsmunaaðila.
Tengiliðir ráðsins eru þau
María Stefánsdóttir, Holtabrún
16 í Bolungarvík, Ásgeir Mikk-
aelsson, Fremri Breiðadal í
Önundarfirði, Bryndís Birgis-
dóttir, Hjallabyggð 7 á Suður-
eyri og Bergþóra Annasdóttir
á Þingeyri. Þeir sem hafa
eitthvað fram að færa geta haft
samband við framangreinda
aðila. Öll atriði sem eiga að
fara í dagskrá Skíðaviku verða
að hafa borist skriflega til
framkvæmdaráðs fyrir 20.
febrúar nk. Hver aðili þarf að
bera ábyrgð á þeim atriðum
sem hann ætlar að hafa á Skíða-
víku 97.
Vestfirskur skelfiskur
Beðið eftir fyrirgreiðslu
„Við erum núna í hálfgerðri
pattstöðu á meðan við bíðum
eftir að Fiskveiðisjóður og
Byggðastofnun taki ákvörðun
um þessi lán til okkar en það
verður fundur í stjórn Byggða-
stofnunar 4. febrúar n.k. þar
sem fjallað verður um láns-
umsókn okkar. Það er ekki ljóst
hvenær næsti fundur verður í
Fiskveiðisjóði, við höfum
verið að ýta á að hann verði
haldinn sem fyrst en við höfum
verið fullvissaðir um að beiðni
okkar um fyrirgreiðslu verði
tekin fyrir á næsta fundi,“ sagði
Guðlaugur Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Vestfirsks skel-
fisks, þegar BB spurðist fyrir
um væntanleg kaup á nýju
kúfiskskipi frá Bandaríkj-
unum. Guðlaugur segir að
nauðasamningar við lánadrott-
na séu í höfn en þeir samþykktu
beiðni Vestfirsks skelfisks þess
efnis að fyrirtækið myndi
greiða 20% skulda. Þetta var
fyrir niðurfellinguna en er nú
eftir aukningu 48 milljónir.
Stærstu hluthafar eru; Hjálmur
hf. með 37,7%, Grandi hf. með
9,2%, Miðnes hf. með 8,3%
og þar á eftir koma Eignar-
haldsfélag Alþýðubankans,
Þróunarfélag Íslands og Haf
hf.
Guðlaugur segir að enn sé
inn í myndinna að kaupa skel-
fiskveiðiskipið sem fyrirtækið
hafi haft augastað á í Banda-
ríkjunum en ljóst sé að engan
tíma megi missa til hægt verði
að tryggja kaup á skipinu en
áætlað kaupverð þess er 90-
100 milljónir króna. „Það er
meðal annars vegna þessa sem
við höfum verið að þrýsta á
Fiskiveiðisjóð og Byggðastofn-
un að svara lánsumsóknum
okkar, því við óttumst að eig-
endur skipsins missi þolin-
mæðina og leiti annað með sölu
á skipinu,“ sagði Guðlaugur
Pálsson að lokum.
gert með því skilyrði að 80%
hlutafjár eigenda yrði fellt
niður sem og var gert, en
hlutafé hefur nú verið aukið
um 20 milljónir króna. Hlutafé
í fyrirtækinu var 120 milljónir
Stjórnendur Vestfirsks skel-
fisks hf. bíða nú eftir svari
frá lánastofnunum um fyrir-
greiðslu vegna lána til kaupa
á nýju skipi í stað mb. Æsu.
Útnefning íþróttamanns Ísafjarðarbæjar fór fram í
félagsheimilinu í Hnífsdal í gærkvöldi að viðstöddum
fulltrúm íþróttahreyfingarinnar og öðrum gestum.
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar fyrir árið 1996 var
kjörinn Arnór Þ. Gunnarsson, skíðamaður frá Ísafirði,
sem vann alla þá titla sem í boði voru á síðasta ári í
skíðaíþróttinni hérlendis og hann hafði tækifæri til
að taka þátt í. Arnór er fyrsti íþróttamaðurinn sem
hlýtur þessa nafnbót eftir sameiningu sveitarfélag-
anna sex á norðanverðum Vestfjörðum. Við val á
íþróttamanni árins var stuðst við tilnefningar frá
öllum íþróttafélögum innan Ísafjarðarbæjar. Líkt og
á síðasta ári var hófið í Hnífsdal haldið í samvinnu
Ísafjarðarbæjar og Íþróttabandalags Ísfirðinga.
Arnór
kjörinn
íþrótta-
maður
Ísafjarðarbæjar