Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.02.1997, Side 6

Bæjarins besta - 05.02.1997, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 Ísafjarðarbær Þorrablót Hnífsdælinga Þorrablót Hnífsdælinga var haldið s.l. laugardagskvöld í félagsheimilinu í Hnífsdal. Um 200 manns sóttu blótið sem þótti takast hið besta og skemmtu gestir sér konunglega yfir skemmtiatriðum nefndarinnar sem samkvæmt hefð er skipuð níu konum. Vani er að konurnar reyna að virkja menn sína í nefndinni til ýmissa viðvika en að sögn tekst það misjafnlega ár frá ári. Í dagskrárblaði blótsins var ansi skemmtileg kynning á nefndarkonum sem var í formi ljósmyndar þar sem andlitum þeirra var skeytt inn á sundbolamynd frá fegurðarsamkeppni. Eins og að líkum lætur var þarna um föngulegan hóp að ræða á myndinni og tóku gestir til þess hversu konurnar í nefndinni væru nú vel vaxnar allar. Eins og áður sagði þá skemmtu gestir sér hið besta og gerðu að gamni sínu með sviðakjömmum og hákarli eins og sést á meðfylgjandi myndum. Sigurður B. Þórðarson, Grétar S. Pétursson, Kristján Jóakimsson og Sveinn Guðbjartsson voru á meðal gesta í Hnífsdal. Þar voru einnig hjónin Gunnar Bjarni Ólafsson og Helga Birna Jónsdóttir. Sem og þeir félagar Árni Friðbjarnarson og Alfreð Erlingsson. Tveir góðir „kjammar“ með tvo aðeins dekkri, Ernir Ingason og Hilmar Pálsson. Halldór Hemannsson, skipstjóri á Ísafirði skrifar Gunnlaugur þingmaður í kvótaumræðunni Undanfarna mánuði hefur Gunnlaugur Sigmundsson nokkuð blandað sér í kvóta- umræðuna á síðum B.B. og verið þar æði borubrattur. Þó verður með engu móti séð að hann hafi efni á slíku, miðað við þá þjónkun við auðmenn þessarar þjóðar sem Framsókn- arflokkurinn rekur varðandi kvótaeignarnámið. Ennfremur þann tvískinnungshátt og þá friðþægingarpólitík sem flokk- urinn hefur í frammi til þess að blekkja fólkið í landinu á meðan hann hægt og bítandi geirneglir auðlindir þessarar þjóðar til handa fáum einstakl- ingum og erfingjum þeirra til varanlegrar eignar. Gunnlaugur gerir augljós- lega grín að almenningi vegna kvótaumræðunnar sem hann segir að sé að sumu leyti byggð á öfund út í nágrannann. Einnig er á honum að heyra að lítið mark sé takandi á svona illdeil- um. Þetta hafi verið fylgifiskur Íslendinga alla tíð. Bendir hann á riðu- og símamálin því til stuðnings svo gáfulegt sem það nú er. Þann 6. nóvember s.l., birtist grein í B.B. eftir Gunnlaug sem ber fyrirsögnina ,,Að láta berja sig”. Þar veitist hann harkalega að þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum vegna hugmynda þeirra um flota- og sóknarstýringu í síðustu kosn- ingum sem hann segir að byggist á miðstýrðum fyrir- mælum í anda alræðisríkis Halldór Hermansson. ,,Varaðu þig Gunnlaugur á því að verða ekki sjálfur barinn að lokum. Þú liggur vel við höggi.” kommúnista. Þarna er maður- inn að kasta steinum úr mið- stýringarglerhúsi Framsóknar- flokksins. Gunnlaugur heldur mjög á lofti ágæti aflamarks- kerfisins og telur upp á að þeir sem hafi einhverja vigt í þjóðmálum aðhyllist það kerfi. Óþarft mun vera að spyrja almenning að því þar sem hann hefur bersýnilega enga vigt í augum þingmannsins. Færeyski þingmaðurinn Óli Brekkan lýsir aflamarkskerfinu íslenska sem miklu umhverf- isslysi á borð við þjóðnýtingu rússneska landbúnaðarins á sínum tíma. Í aflamarkskerfinu eru skipin alltaf með veiðarfæri í sjó allan ársins hring. Hvað halda menn að verði af þeim fiski sem ekki er til kvóti fyrir en óhjákvæmilega kemur í veiðarfærin? Honum er ein- faldlega hent dauðum í sjóinn aftur, svo einfalt er þetta mál. Gunnlaugur þingmaður telur sig hafa boðað byggðakvóta fyrir síðustu kosningar og gera það enn. Ekkert bólar þó á neinum aðgerðum í þá veru. Engin frumvörp hafa komið fram frá honum á Alþingi varðandi kvótann. Hann býr sig hinsvegar undir það að festa kvótaeignarnámið enn frekar í sessi með því að samþykkja stjórnarfrumvarp það sem nú liggur fyrir á þingi um veðsetn- ingu á óveiddum fiski í sjó. Þetta gleypir hann ofan í sig ásamt hinum kokhraustu Reykjanesþingmönnum Fram- sóknarmanna sem eru orðnir frægir að endemum fyrir línu- dans sinn og tvískinnungshátt í kvótamálum. Mottó forkólfa Framsóknar- flokksins og þingmanna hans virðist því vera þetta marg- fræga að halda öllum hurðum opnum og báðum endum einn- ig, til að blekkja almenning. Þetta er sú leið sem Gunnlaugur ráðleggur þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum að fara, vilji þeir hafa áhrif, að haga máli sínu með þeim hætti að þeir verði ekki opinberlega barðir kaldir. Hann vill sjáan- lega vesalings mönnunum vel sem ennþá styðja með honum ríkisstjórnina þrátt fyrir heit- strengingar þeirra um annað. Greinilegt er að nú eru að renna upp tímar skarpra skila í íslenskri pólitík. Innan fárra ára munu 8-10% landsmanna eiga allan auð þjóðarinnar sem máli skiptir. Megnið af lands- lýðnum mun hafa illa til hnífs og skeiðar. Ölmusufólki mun fjölga gífurlega. Óþarfi sýnist að 70% þjóðarinnar kjósi Framsóknarflokk og Sjálfstæð- isflokk til þess eins að hygla og hugsa um þessa fáu útvöldu auðmenn þjóðarinnar. Minna má nú gagn gera. Gunnlaugur Sigmundsson var sendur af forkólfum fram- sóknar til Vestfjarða, sennilega til þess að syngja með okkur útfararsönginn. Af afrekum hans fara litlar sögur enn sem komið er. Hann hefur áhyggjur af því, segir hann, að sú hefð skapist að það þyki allstaðar sjálfsagt að berja Vestfirðinga, vegna málflutnings þeirra í kvótamálum. Varaðu þig Gunnlaugur á því að verða ekki sjálfur barinn að lokum. Þú liggur vel við höggi. Halldór Hermannsson. Sigurður Óskarsson og Finnbogi Eyjólfsson, blaðafulltrúi Heklu undirrita samning þess efnis að Bílagarður hafi tekið við söluumboði fyrirtækisins á Ísafirði og nágrenni að Bolungarvík undanskilinni. Fyrir aftan þá standa þrír fulltrúar beggja fyrirtækja. Nýtt söluumboð fyrir bif- reiðar frá Heklu hf., í Reykjavík tók til starfa á Ísafirði á laugardag. Hinn nýi söluaðili er Bílagarður ehf., sem er til húsa að Grænagarði á Ísafirði. Eigendur fyrirtækisins eru þeir Sigurður Óskarsson og Sævar Hjörvarsson. Fyrirtækin tvö héldu kynningu á bifreiðum Heklu á laugardag og var þar margt um manninn. Á sunnu- dag var haldin sýning á 97 árgerð bifreiða frá Heklu og sótti fjöldi gesta sýninguna. Ljósmyndari blaðsins var við- staddur kynninguna og tók þá meðfylgjandi mynd. Nýtt söluumboð fyrir bifreiðar frá Heklu Ísafjörður Vestfirðir Ölgerðin með útibú á Ísafirði Fyrirhugaðar eru breyt- ingar á starfsemi Ölgerðar Egils Skallagrímssonar á Vestfjörðum. Að sögn Eyj- ólfs Lárussonar, hjá Ölgerð- inni, eru þessar breytingar tilkomnar vegna kaupa Ísafjarðarleiðar á hluta starfsemi Ármanns Leifss- onar í Bolungarvík, en hann hefur sem kunnugt er verið umboðsmaður Ölgerðar- innar á norðanverðum Vest- fjörðum um árabil. „Það hefur verið stefnan hjá okkur, á stærri stöðum, að setja upp útibú sem við rekum í okkar nafni og í kjölfar þessara kaflaskipta hjá Ármanni höfum við ákveðið að setja upp eitt slíkt á Ísafirði. Þetta er allt gert í samráði við Ármann Leifsson,“ sagði Eyjólfur.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.