Bæjarins besta - 05.02.1997, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 9
Heiðursgestir kvöldsins, hjónin Málfríður Finnsdóttir og
Marías Þ. Guðmundsson ásamt dóttur Maríasar, Hildi.
Og þar voru einnig þau Jakob Ólason, Eygló Eymundsdóttir
og tengdasonurinn, Jakob Falur Garðarsson.
Jón Björn Sigtryggsson, skemmtinefndarmaður, heilsar hér
upp á einn kunningja ásamt þeim Siggu Maju Gunnarsdóttur
og Guðmundi Jóhannssyni.
Hjónin Erna Jónsdóttir og Guðmundur Þórðarson voru á
meðal gesta á Sólarkaffinu.
Birna Valdimarsdóttir, Sigurvin Sigurjónsson, Guðlaug
Ólafsdóttir, Sæunn Sigurjónsdóttir, Sigurður J. Jóhannsson
og Þórný María Heiðarsdóttir voru á meðal þeirra rúmlega
fjögur hundruð Ísfirðinga sem mættu á Sólarkaffið.
Þar voru einnig þau Kristín Einarsdóttir, Þórunn Vernharðs-
dóttir, Birna Einarsdóttir, Sigrún Stella Ingvarsdóttir,
Guðmundur M. Jónsson, Kristján Reimarsson, Guðmundur
Sigurðsson og Hansína Einarsdóttir.
Bestu mjólkurkýrnar
Ættaðar frá
Vestfjörðum
Kýrnar á Efri-Brunná í Saurbæ í Dalasýslu skiluðu mestum
afurðum á síðasta ári samkvæmt skýrsluhaldi nautgripa-
ræktarfélaganna. Hver kýr á bænum mjólkaði 6.594 kg., að
meðaltali og er það nýtt Íslandsmet. Langafurðarhæsta kú
landsins kom einnig frá Efri-Brunná, Branda 90, sem mjólkaði
10.781 kg á árinu.
Kýrnar á Efri-Brunná eiga ,,ættir sínar” að rekja til
Vestfjarða, því fyrir 33 árum, þegar hjónin á Efri-Brunná,
þau Sturlaugur Eyjólfsson og Birna Lárusdóttir, hófu búskap,
keyptu þau fjórar kýr frá Hvilft í Önundarfirði og er Branda
90 komin af þeim. Stofninn hefur blandast mikið í gegnum
árin með sæðingum, en í samtali við Morgunblaðið segir
Birna að kýrnar frá Hvilft hafi verið brjálaðar í skapinu en
flestar þeirra hafi reynst ákaflega vel.
Sú kýr sem mjólkaði næst mest á síðasta ári kemur einnig
frá Vestfjörðum, en þar er um að ræða Blóð 36, sem er í eigu
Magnúsar Jónssonar í Neðri-Hattardal í Súðavíkurhreppi.
Hún gaf á síðasta ári 9.586 kg.
Gunnlaugur Jónasson, bóksali heilsaði upp á fyrrverandi
starfsmann sinn á laugardag og þáði veitingar í tilefni
afmælisins.
Benedikt Kristjánsson, kaupmaður, Finnur Magnússon, verslunarstjóri Björnsbúðar ásamt hluta af starfsfólki.
Níu stórveldi ríkja á dagvörumarkaðnum
Vöruval og Samkaup
á meðal risanna
Miklar hræringar hafa
verið á dagvörumark-
aðnum á Íslandi að
undanförnu, sérstaklega á
höfuðborgarsvæðinu og
segja má að níu stórveldi
séu nú áhrifamest á
þessum markaði. Hag-
kaup er þeirra stærst og
rekur sex verslanir á
höfðuborgarsvæðinu auk
verslana í Njarðvík og á
Akureyri.
Önnur stórveldi eru
Bónus, Nóatúnsbúðirnar,
10-11 keðjan, KEA á
Akureyri, KÁ á Selfossi,
Kjarvalsbúðir á Suður-
landi, Fjarðarkaup í
Hafnarfirði og samtök
matvörukaupmanna, sem
reka verslanir undir
nafninu ,,Þín verslun og
Kaupfélag Suðurnesja,
sem hefur verið að færa
út kvíarnar, nú síðast með
yfirtöku á verslunarrekstri
Kaupfélags Ísfirðinga á
Ísafirði. Níunda stórveldið
á dagvörumarkaðnum er
síðan verslunarkeðja
Benedikts Kristjánssonar í
Bolungarvík, en hann
rekur fjórar verslanir undir
nafni Vöruvals og Þinnar
verslunar, þ.e. tvær á
Ísafirði, eina í Hnífsdal og
eina í Bolungarvík.
Eins og kunnugt er
hefur Vöruval keypt
rekstur verslunar Björns
Guðmundssonar á Ísafirði
og tók Vöruval við rekstr-
inum á laugardag, á 10
ára afmælisdegi Vöruvals.
Ljósmyndari blaðsins var
viðstaddur opnunina og
tók þá meðfylgjandi
myndir.
Fyrsti viðskiptavinur verslunarinnar undir stjórn nýrra eigenda fékk konfektkassa að gjöf
frá Benedikt Kristjánssyni, kaupmanni.