Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.02.1997, Side 8

Bæjarins besta - 05.02.1997, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 Ísfirðingafélagið í Reykjavík Eins og greint var frá í síðasta tölublaði, var 52. Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins í Reykjavík haldið hátíð- legt að Hótel Íslandi fyrir stuttu. Um 430 manns sóttu skemmtunina að þessu sinni og hafa aldrei verið færri á hátíðinni frá því núverandi stjórn félagsins tók við völdum. Er talið að veðrið hafi sett strik í mæting- una, en vel á annað hundrað manns ætluðu til skemmtunarinnar frá Ísafirði auk þess sem fjölmargir Ísfirðingar, búsettir á Reykjavíkursvæðinu, komust ekki vegna veðurs. Veðrið setti einnig strik í reikning- inn hjá BB því myndir af skemmtuninni áttu að birtast í síðasta blaði en komust ekki til Ísafjarðar í tæka tíð fyrir útgáfu blaðsins. Nú gerum við smá bragabót á því og birtum hér nokkrar myndir sem Guðjón Þorsteinsson, liðsstjóri KFÍ tók á skemmtuninni. Svipmyndir frá Sólarkaffi Fjórir hressir Ísfirðingar á góðri stundu. Bigir Úlfsson, Rúnar Vilbergsson, Jónas Ágústsson og Ásgeir Erling Gunnarsson. Svanhvít Leifsdóttir, Alda Guðmundsdóttir, Kári Jóhanns- son, Haraldur Leifsson og Ágúst Leifsson. Gunnar Halldórsson, sonur Halldórs Hermannssonar, flutti hátíðarræðu kvöldsins í fjarveru föður síns, sem var veðurtepptur á Ísafirði. Meðal skemmtiatriða á Sól- arkaffinu var söngur Guð- rúnar Jónsdóttur, óperu- söngkonu, við undirleik Vil- bergs Viggóssonar píanó- leikara. Atvinna Ritari óskast til starfa á lögfræðiskrifstofu mína í hálft starf (eftir hádegi). Um er að ræða fjölbreytt starf og viðkom- andi þarf að geta unnið sjálfstætt. Góð tölvu- og ritvinnslukunnátta er æskileg. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf eigi síðar en um miðjan mars nk. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður. Tryggvi Guðmundsson hdl., Hafnarstræti 1, Ísafirði. Sími 456 3244. Orkubú Vestfjarða Stakkanesi 1 • 400 Ísafirði Vélfræðingar! Orkubú Vestfjarða hyggst ráða vélfræðing til starfa við orkustöðvar og hitaveitur Orkubúsins í Ísafjarðarsýslum. Með umsókn um starfið skulu fylgja upplýsingar um nám, starfsreynslu, persónu- lega hagi og þ.h. Nauðsynlegt er, að viðkomandi hafi fasta búsetu á Ísafirði, vegna bakvakta þar. Umsóknir merktar „Vélfræðingur“ sendist Orkubúi Vestfjarða, Stakkanesi 1, 400 Ísafirði og skulu hafa borist, eða verið póstlagðar í ábyrgðarbréfi 13. febrúar nk. eða fyrr. Upplýsingar um starfið veita: Jakob Ólafsson, rekstrarstjóri í síma 456 3211 Kristján Pálsson, verkstjóri í síma 456 3201. Orkubú Vestfjarða Kjör íþróttamanns ársins 1996 í Bolungarvík fór fram s.l. laugardag á veitingastaðnum Víkinni. Ástmar Ingvarsson, knattspyrnumaður í meistaraflokki UMFB, hlaut hinn eftirsótta titil að þessu sinn fyrir framúrskarandi árangur í íþrótt sinni. Í ræðu Önnu Edvardsdóttur, forseta bæjarstjórnar, kom fram að Ástmar byrjaði að leika knattspyrnu með yngri flokkum UMFB ásamt því að æfa sund en sundíþróttin var þá í mikilli uppsveiflu í Bolungarvík. Fimmtán ára fór Ástmar að leika innanhúss- knattspyrnu með meistaraflokki og tók þátt í ýmsum mótum m.a. Íslandsmótinu. Hann hefur ekki leikið mjög mikið utanhúss en ástæðan er m.a. sú að Bolvíkingar hafa ekki alltaf tekið þátt í Íslandsmóti og stundum hafa liðið nokkur ár án þátttöku. Síðasta keppnistímabil var þriðja leiktímabil Ástmars með UMFB en liðið stóð sig mjög vel og var nálægt því að komast í úrslit Íslandsmótsins. Í máli Önnu kom fram að Ástmar hafi sýnt miklar framfarir, hann sé fullur áhuga og stundi íþrótt sína af kappi en það sé einmitt það sem þurfi til að ná langt. Í lok síðasta Kjör íþróttamanns ársins í Bolungarvík Knattspyrnumaður varð fyrir valinu Bolvíska íþróttafólkið sem hlaut viðurkenningar. tímabils var Ástmar kosinn knattspyrnumaður ársins 1996 og er sú viðurkenning staðfesting á því, að hann var sá sem átti hvað jafnbesta keppnistímabil leikmanna. Auk þess hefur Ástmar verið mjög drífandi við uppbyggingu knattspyrnuvallarins á Skeiði og einn af frumkvöðlum þess framtaks. Ástmar þykir prúður leikmaður sem lætur ekki skapið hlaupa með sig í gönur og er hann því góð fyrirmynd þeirra sem yngri eru og eru að byrja í íþróttum. Einar Guðmundsson, formaður íþróttaráðs, veitti að auki nokkrum einstaklingum viðurkenningar fyrir góðan árangur og ástundun. Viðurkenningar fyrir knattspyrnu hlutu; Pétur Geir Svavarsson og Jóhann Ævarsson, fyrir hestamennsku; Svala B. Einarsdóttir, Linda Jónsdóttir og Jóhann Bragason, fyrir sund; Karl Fannar Gunnarsson og Sigurður Hálfdánsson og fyrir golf hlaut Jón Steinar Guðmundsson viðurkenningu. Að lokinni afhendingu viðurkenninga var gestum boðið upp á veitingar í boði bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Að sögn Ástmars Ingvarssonar, íþróttamanns ársins 1996 í Bolungarvík, kom útnefningin honum talsvert á óvart en jafnframt kvaðst hann mjög ánægður. „Þetta er mikil hvatning fyrir mig til að gera enn betur í knattspyrnunni. Ég ætla að halda áfram í fótboltanum þó ég hafi ekki endanlega tekið ákvörð- un um hvar ég muni spila næsta leiktímabil. Vonandi verð ég þó með Bolvíkingum og ef við fáum góðan þjálfara og verðum með góðan hóp þá kitlar það mig mjög mikið að vera áfram hérna. Ég held að titillinn verði mér hvatning til að gera betur og stefna hærra. Ég er ekki búinn að spila knattspyrnu lengi og aldrei af eins mikilli alvöru og við gerðum s.l. tímabil en ef maður ætlar að stunda þetta þá verður að gera það af alvöru til að árangur náist.“ Ástmar segist vona hann að hann standi undir að vera yngri leikmönnum góð fyrirmynd og ráðleggur þeim að æfa vel og mikið en sýna jafnframt prúð- mennsku jafnt innan vallar sem utan. Ástmar og félagar hans í UMFB gæða sér á veitingum Mikil hvatning

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.