Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.02.1997, Síða 12

Bæjarins besta - 05.02.1997, Síða 12
Undirpils til að lagfæra maga- og mittismál ISSEY MIYAKE Tilboð! Deo-stick fylgir after shave glasi Bæjarins besta ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: hprent@snerpa.is • Verð kr. 170 m/vsk Fyllum Jakann!Fyllum Jaka nn! KFÍ - ÍA Sunnudaginn 9. febrúar kl. 20:00 Gámaþjónusta Vestfjarða kaupir rekstur Gámaþjónustu Hafþórs Öll sorphreinsun á eina hendi Gámaþjónusta Vestfjarða á Ísafirði hefur keypt rekstur og eignir Gámaþjónustu Hafþórs á Ísafirði. Gengið var frá kaupunum á föstudag. Að sögn Ragnars Ág. Kristinsson, fram- kvæmdastjóra Gámaþjónustu Vestfjarða, kaupir fyrirtæki hans bifreiðar Hafþórs, gáma og kör, auk þess sem það yfirtekur þá verksamninga sem Gámaþjónusta Hafþórs hafði með höndum. Gámaþjónusta Hafþórs hefur haft með hönd- um sorphreinsun á Ísafirði og síðar Ísafjarðarbæ um margra ára skeið en þar á undan sá faðir Hafþórs, Halldór Geir- mundsson um sorphreinsun á svæðinu til nær tveggja ára- tuga. ,,Frá og með síðasta föstu- degi höfum við því tekið við allri sorphreinsun í Ísafjarðar- bæ, Bolungarvík og Súðavík. Þeir starfsmenn sem voru hjá Hafþóri koma til starfa hjá mér og væntanlega þarf ég að bæta einum starfsmanni við til að sinna verkefninu. Með kaup- unum næ ég fram mikið hag- stæðari rekstri, ég kem til með að selja strax tvo bíla, enda var um að ræða nánast tvöfalt gengi af sorphreinsibúnaði á svæð- inu,” sagði Ragnar í samtali við blaðið. Ragnar sagðist sorphreinsun á svæðinu vera mikinn barning og ekki verk nema fyrir einn aðila. ,,Það verður ekki nein breyting á þjónustunni með kaupunum og ef fólk hefur einhverjar óskir fram að færa, bið ég það vinsamlegast að hafa samband beint við mig,” sagði Ragnar. Útlitsteikning af hinum nýja veitingastað Ísfirðinganna í Kristianssand í Noregi. Veitingahúsaeigendur á Ísafirði færa út kvíarnar Steinþór Friðriksson og Gróa Böðvarsdóttir, eigendur veitingastaðanna Sjallans og Krúsarinnar sem og Pizza´67 á Ísafirði og Ísafjarðarbíós eru um þessar mundir að hefja undirbúning að opnun fyrsta Pizza´67 veitingastaðarins í Noregi. Eigendur staðarins, sem verður staðsettur í miðbæ Kristianssand í suður Noregi, eru auk þeirra Steinþórs og Gróu, tveir frændur Steinþórs sem eru bornir og barnfæddir Ísfirðingar, þeir Unnar Ey- jólfsson og Orri Vilbergsson. Ráðgert er að hinn nýi veitinga- staður verði opnaður 1. mars nk. Að sögn Steinþórs mun hinn nýi veitingastaður taka um 100 manns í sæti en hann verður í um 300 fermetra húsnæði. Húsnæðið er leigt til fimm ára og hefur einn þeirra félaga, Orri, keypt réttinn til að opna alla Pizza´67 staðina í Noregi en fyrirhugað er að opna sex þeirra á næstu tólf mánuðum. ,,Ég og Gróa erum meðeig- endur í fyrsta veitingastaðnum sem opnar í Noregi og höfum forkaupsrétt á hlutafé í þeim sex stöðum sem opnaðir verða síðar á árinu. Ástæðan fyrir því að við förum út í þetta er sú að á þessu ári er ég að halda upp á tíu ára afmæli mitt sem veitingamaður. Okkur fannst vera kominn tími til að gera eitthvað nýtt og þetta varð fyrir valinu,” sagði Steinþór í sam- tali við blaðið. Auk þessa munu stórar breyt- ingar vera á döfinni á haust- mánuðum á rekstri veitinga- staða þeirra Steinþórs og Gróu á Ísafirði. Má þar meðal annars nefna að veitingastaðnum Pizza´67 verður breytt í alhliða veitingahús. Steinþór fer til Noregs í næstu viku og mun dvelja þar fram að opnun staðarins. Í júní munu Stein- þór og Gróa halda á ný til Noregs og sjá um rekstur staðarins í sumar. ,,Það búa þarna um 50 þúsund manns að staðaldri en íbúafjöldinn margfaldast yfir sumartím- ann, enda er staðurinn mesta ferðamannaparadís Noregs,” sagði Steinþór, sem var bjartsýnn á komandi mánuði. Opna veitingastað í Noregi Ísafjörður Fjörutíu ár liðin frá komu Guðnýjar Á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar, eru liðin fjörutíu ár frá því línuskipið Guðný ÍS-266 kom til landsins. Það var árið 1957 að Búlandstindur hf., á Djúpavogi sem keypti skipið frá Vestur-Þýslandi, en í for- svari fyrir því fyrirtæki var Þorsteinn Sveinsson. Skipið var gert út um þriggja ára skeið á Djúpavogi og hét þá Sunnu- tindur. Búðanes hf., á Ísafirði, sem er í eigu Sigurðar Sveins- sonar, bróður Þorsteins, keypti skipið árið 1960 og gaf því núverandi nafn. Guðný var í eigu Sigurðar í 31 ár, eða til ársins 1991, er það var selt Magnúsi Snorra- syni, útgerðarmanni í Bolung- arvík. Skipið var í hans eigu í um eitt ár en þá keyptu þeir bræður Finnbogi og Flosi Jakobssynir í Bolungarvík skipið og er það enn í þeirra eigu. Fjölmargir skipstjórar hafa stjórnað skipinu á þeim 37 árum sem það hefur verið gert út frá Ísafirði og Bolung- arvík og má þar helst nefna þá Halldór Hermannsson, Grétar Þórðarson, Arnór heitinn Sig- urðsson, Sigurhjört Jónsson, Hauk heitinn Böðvarsson og Jón Pétursson, sem hefur verið skipstjóri á Guðnýju síðustu 15-20 árin. Guðný hefur alla tíð verið gerð út til línuveiða ef frá er skilin nokkur sumur er hún var gerð út á úthafsrækju. Að sögn Sigurðar Sveinsson hefur Guð- ný alla tíð verið mikið afla- og happaskip, þrátt fyrir að hún hafi verið á sjó í miklum mannskaðaveðrum. Sam- kvæmt upplýsingum blaðsins, mun Guðný vera eina landróðra línuskipið af stærri gerðinni, sem enn er gerð út á svæðinu frá Ísafjarðardjúpi að Bjarg- töngum. Guðný ÍS-266 er 75 brúttólestir að stærð og hefur verið nær óbreytt útlits frá komu hennar til bæjarins ef frá eru taldar breytingar sem fram- kvæmdar voru um 1980, en þá var byggt yfir skipið og skipt um brú á því. Guðný ÍS-266. HAMRABORG EHF.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.