Bæjarins besta - 05.02.1997, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 7
Byggðastyrkur undir heitinu framlög til
heilbrigðismála
Þingmaðurinn skrifar
1150 milljónir kr. á 6 árum
Í einum pistli á síðasta ári
gat ég um dulbúinn byggða-
styrk ríkisins til útvalinna
sveitarfélaga, á þann hátt að
ríkið tekur að sér að greiða
kostnað sem sveitarfélög eiga
samkvæmt lögum að greiða.
Þá lágu fyrir upplýsingar um
að á árinu 1990 hefði ríkið
greitt tæpleg 300 milljónir
króna í rekstur dagvistar-
heimila fyrir börn, sem
nokkur sjúkrahús landsins
hafa rekið svo og kostnað
við vistun barna hjá dag-
mæðrum. Rekstur dagvistar-
heimila er að öllu leyti á
verksviði sveitarfélaga og
hefur svo verið frá árinu
1976, en þrjú ár þar á undan
styrkti ríkið sveitarfélögin
með því að greiða hlut af
rekstrarkostnaði. Með breyt-
ingunni 1976 fengu sveitar-
félögin aukna tekjustofna og
tóku að sér að kosta rekst-
urinn að fullu, umfram það
sem vistgjöld foreldra
greiddu. Stofnkostnað dag-
vistarheimila styrkti ríkið að
hálfu til 1990, en frá því hafa
sveitarfélögin borið þann
kostnað.
Á síðustu tveimur áratugum
hefur orðið mikil uppbygging
á þessu sviði og útgjöld sveitar-
félaga margfaldast til reksturs
dagvistarheimila fyrir börn.
Það er því mikill búhnykkur
fyrir sveitarfélag, ef ríkið er
svo vinsamlegt að taka að sér
að greiða þennan kostnað í
umtalsverðum mæli, svona
þegjandi og hljóðalaust.
Frá því ég gat um þennan
byggðastyrk hef ég fengið svar
við fyrirspurnum mínum um
umfang þessa máls og þar
kemur ýmislegt fróðlegt í ljós.
Allar götur frá 1976 hefur
ríkið greitt hlut Reykjavíkur-
borgar í rekstri dagvistarheim-
ila á vegum Ríkisspítala og
Borgarspítala (nú Sjúkrahús
Reykjavíkur). Dregið hefur úr
þessum rekstri síðustu árin og
áformað að ríkið dragi sig alveg
úr rekstinum árið 1999, en samt
eru um þessar mundir starf-
ræktir 9 leikskólar með um
300 rými fyrir börn í heilsdags-
vistun. Þá er upplýst að Ríkis-
spítalar hafi alfarið greitt stofn-
kostnað leikskóla sinna.
Sambærilegt fyrirkomulag
hefur verið í Hafnarfirði hjá
St. Jósefsspítala, Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri og
Sjúkrahúsinu á Akranesi, auk
þess sem sjúkrahúsin í Vest-
mannaeyjum og í Neskaups-
stað ráku um tíma dagvistar-
heimili.
Þegar kemur að kostnaðinum
verður tregara um svör hjá
Heilbrigðisráðuneytinu, litlar
Kristinn H. Gunnarsson.
upplýsingar eru um stofn-
kostnað dagvistarheimilanna
og engar upplýsingar eru veittar
um kostnaðinn við rekstur
dagvistarheimilanna, sem ríkið
kostar af fjárveitingum til
heilbrigðismála, fyrr en árið
1990 og síðan, nema við
Fjórðungssjúkrahús Akureyrar
og St. Jósefsspítala í Hafnar-
firði, en þar eru tölur frá 1989
og 1981.
Frá árinu 1990 til 1995 eða á
sex ára tímabili nema framlög
ríkisins í rekstrarkostnað dag-
vistarheimilanna samtals um
1150 milljónum króna, þar af
um 1020 milljónir kr. í Reykja-
vík, 38 milljónir kr. í Hafnar-
firði, 77 milljónir kr. á Akur-
eyri og 15 milljónir kr. á Akra-
nesi.
Hins vegar vantar upplýs-
ingar um kostnað 16 árin þar á
undan.
Það sem ég geri sérstaklega
athugasemd við er að ríkið gerir
upp á milli sveitarfélaga með
þessu, þegjandi og hljóðalaust
eru valin út nokkur sveitarfélög
og þau styrkt með því að ríkið
tekur að sér að greiða kostnað
sem önnur sveitarfélög greiða
af sínum tekjum. Þetta veldur
mismunun útvöldu sveitar-
félögunum í hag og styrkir
stöðu þeirra gagnvart öðrum
sveitarfélögum. Og það er ekki
svo að ríkið sé að taka að sér
einhver veikburða sveitarfélög
sem höllum fæti standa, heldur
beinist þessi ríkisstyrkur til
fjölmennustu sveitarfélaga
landsins og um 93% af styrkn-
um rennur til höfuðborgar-
svæðisins. Ég er hræddur um
að svona ráðslag hefði verið
kallað sukk og svínarí, kjör-
dæmapot eða öðrum ónefn-
um ef um hefði verið að ræða
styrk til sveitarfélaga á lands-
byggðinni. Merkilegt nokk
þá hafa Reykjavíkurfjölmiðl-
arnir alveg látið það vera að
vekja athygli á þessum dul-
búna byggðastyrk inn á
höfuðborgarsvæðið upp á
milljarða króna síðustu 20
ár. Það er stundum athyglis-
vert um hvað er þagað og
skyldu hagsmunirnir ekki
ráða einhverju þar um? Ég
held að kominn sé tími á það
að sveitarstjórnarmenn á
landsbyggðinni fari að gera
kröfu á ríkisvaldið um fjár-
magn til þess að upphefja
áhrif hins dulda byggða-
styrks.
Það sem ég geri
sérstaklega
athugasemd við
er að ríkið gerir
upp á milli
sveitarfélaga
Afmæli
Á bolludaginn, mánu-
daginn 10. febrúar nk.,
verður Kristjana Sigurðar-
dóttir (Kiddý) í Hraunprýði,
fimmtug.
Að því tilefni eru vinir
og kunningjar velkomnir í
bollukaffi frá kl. 18 á af-
mælisdaginn að Hraun-
prýði 2.
50 ára
Fiskvinnsla á Vestfjörðum
Námskeið fyrir starfsfólk
Námskeið undir heitinu „Dagamunur“ hafa að
undanförnu verið í gangi á Ísafirði, en þau eru
samstarfsverkefni Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna og aðildarfyrirtækja. Umsjón með nám-
skeiðunum hafa þeir Haukur Haraldsson hjá Mann-
heimum ehf., og Vilhjálmur Árnason kynningarstjóri
SH. Námskeiðin eru tvíþætt þar sem annars vegar
er farið í að kynna fólki starfsemi SH m.a. með því
að leyfa því að smakka framleiðsluvörur fyrir-
tækisins. Hins vegar er svo farið í mannlega þáttinn
þar sem fjallað er m.a. um mikilvægi jákvæðs
hugarfars til betri atvinnu- og persónulegs árangurs.
Námskeið hafa verið haldin fyrir starfsfólk
Hraðfrystihússins í Hnífsdal og Íshúsfélags
Ísfirðinga og að sögn Hauks Haraldssonar er Oddi
hf. á Patreksfirði næsti áfangastaður þeirra félaga.
Haukur Haraldsson útlistar mikilvægi
jákvæðs hugarfars.
Hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum
Fjárfestar hafa trú á fyrir-
tækjum eins og Bakka
Bakki hf. í Bolungarvík.
Í Morgunblaðinu 29. janúar
s.l. var greint frá fundi hjá VÍB
þar sem Andri Teitsson, við-
skiptastjóri fyrirtækjasviðs
Íslandsbanka, reyndi að svara
spurningunni hvort verð á
hlutabréfum í sjávarútvegs-
fyrirtækjum væri orðið of hátt
eins og Sighvatur Björgvins-
son, formaður Alþýðuflokks-
ins, hélt fram í fjölmiðlum fyrir
skömmu.
Í máli Andra kom m.a. fram
að verðmæti þorskkvóta hefði
tvöfaldast frá upphafi árs 1992
en hlutabréf í sjávarútvegi
hefðu hins vegar þrefaldast á
sama tíma. Andri sagði enn-
fremur að miðað við arðsemi,
væru hlutabréf rótgróinna
fyrirtækja í sjávarútvegi fremur
ódýr en lítið eitt yfir meðallagi
er miðað væri við bókfærðar
eignir. Hins vegar væru hluta-
bréf margra sjávarútvegsfyrir-
tækja, sem nýkomin væru á
hlutabréfamarkað, mjög dýr
miðað við afkomu. Miðað við
endurmetið eigið fé væru
hlutabréf uppsjávarfyrirtækja
dýrari en hlutabréf bolfisk- og
rækjufyrirtækja og hlutabréf
rótgróinna fyrirtækja dýrari en
hlutabréf nýrra. Einnig sagðist
Andri ekki telja að að verð-
hækkunin á kvótanum væri or-
sök þeirrar miklu hækkunar
sem orðið hefði á gengi hluta-
bréfa rótgróinna félaga í sjávar-
útvegi. Hækkunin hefði orðið
vegna þeirrar hagkvæmni og
hagnaðarvonar sem kvóta-
kerfið hefði leitt af sér.
Andri nefndi Bakka hf. og
Básafell hf., ásamt öðrum
fyrirtækjum, sem dæmi um ný
fyrirtæki á hlutabréfamarkaði.
BB hafði samband við Aðal-
björn Jóakimsson, fram-
kvæmdastjóra Bakka hf., og
bar undir hann ummæli Andra
Teitssonar.
„Ég hef ekki séð ummæli
Andra og veit ekki um afkomu
annarra fyrirtækja, þannig að
ég get einungis talað fyrir hönd
míns fyrirtækis og þar finnst
mér hlutabréfin ekki vera dýr.
Mér finnst að þau bréf sem
seld hafa verið, sem reyndar
hefur verið mjög lítið um, hafi
verið seld á sanngjörnu verði.
Okkar hluthafar eru ekkert að
flýta sér að selja bréfin á þessu
verði. Þetta er kannski öðruvísi
í öðrum fyrirtækjum. Þar hafa
ef til vill verið meiri viðskipti
með hlutabréf því að í þessum
fyrirtækjum virðast menn selja
þegar þeim finnst þeir fá
hagstætt verð. Ég sé það á
markaðnum að hann metur
fyrirtæki sem eru nýkomin á
markaðinn á lægra verði en
þau fyrirtæki sem hafa verið
þar lengur. Hvað varðar að
hlutabréf nýrra fyrirtækja á
markaðnum séu dýr miðað við
afkomu, þá finnst mér það lýsa
best trú fjárfesta á Bakka hf.,
að þeir skuli vera tilbúnir að
taka slaginn með fyrirtækinu
og ég lít það mjög jákvæðum
augum. Ég tek undir það með
Andra að við mælum trú á
sjávarútveginn á fjárfestum á
Íslandi. Eftir að kvótakerfið var
sett á og Íslendingar fóru að
skipuleggja veiðarnar þá fóru
fjárfestar að fá áhuga á sjávar-
útvegi en sá áhugi var ekki til
staðar áður.
Hafa ummæli Sighvats, um
að verð hlutabréfa sé orðið of
hátt, haft einhver áhrif á
viðskipti með hlutabréf í Bakka
hf.? „Hans orð hafa ekki haft
nein áhrif á sölu hlutabréfa í
Bakka. Það hefur nánast ekkert
af hlutabréfum verið til sölu í
fyrirtækinu - eigendur hafa haft
það mikla trú á félaginu að
þeir hafa ekki mikið viljað selja
bréfin sín. Hins vegar tel ég að
almenn neikvæð umræða al-
þingismanna um sjávarútveg-
inn, geti ekkert gert annað en
skaðað sjávarútvegsfyrirtæki.“