Bæjarins besta - 05.02.1997, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 3
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar og
tengdamóður, ömmu og langömmu
Hólmfríðar Magnúsdóttur
Hlíf 2, Ísafirði
Páll Sigurðsson
Karitas Pálsdóttir Baldur Geirmundsson
Kristín Pálsdóttir Sveinn Scheving
Júlíana Pálsdóttir Kristján Finnson
Guðný Pálsdóttir Sigurður Bessason
sem lést 19. janúar 1997.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði.
Héraðsdómur Vestfjarða dæmir 36 ára karlmann fyrir kynferðisafbrot
Átta mánaða fangelsi fyrir kynferðis-
afbrot gagnvart tveggja ára barni
Héraðsdómur Vestfjarða
kvað á mánudag upp dóm yfir
36 ára karlmanni, búsettum á
Selfossi, fyrir kynferðisafbrot,
en hann var ákærður fyrir að
hafa aðfaranótt sunnudagsins
25. ágúst 1996, í íbúð á Suður-
eyri, þar sem hann var gest-
komandi, sleikt kynfæri tvegg-
ja ára drengs og samtímis fróað
sér. Telst brotið varða við 1.
mgr. 202 gr. og 209. gr.
almennra hegningarlaga nr.
19,1940, sbr. 10. gr. og 15. gr.
laga nr. 40,1992. Ákærði var
dæmdur til átta mánaða óskil-
orðsbundinnar fangelsisvistar
auk þess sem ákærða var gert
að greiða allan sakarkostnað.
Samkvæmt framburði á-
kærða og öðrum gögnum máls-
ins kom hann til Suðureyrar
22. ágúst á síðasta ári og hóf
vinnu hjá Fiskiðjunni Freyju
og bjó í verbúð á vegum
fyrirtækisins. Tveimur dögum
síðar var vitni í málinu á ferð
um bæinn og sá þá ákærða
tilsýndar. Skýrði hann eigin-
konu sinni frá því, en hún og
ákærði eru hálfsystkini. Hjónin
höfðu síðan samband við
ákærða og buðu honum heim
til sín um kvöldið, þar sem
áfengi var haft um hönd. Þaðan
fóru þau öll á skemmtistaðinn
Vagninn á Flateyri og dvöldust
þar fram að lokun, en héldu
síðan heim til hjónanna eftir
stutta viðdvöl í heimahúsi. Er
þangað kom gengu hjónin til
náða, en ákærði, sem var
drukkinn, fékk að leggja sig í
sófa í stofu íbúðarinnar.
Ákærði mun hafa sofnað,
íklæddur gallabuxum, skyrtu
og vesti. Þar í stofunni var þá
fyrir systir eiginmannsins, sem
svaf þar einnig ásamt tveggja
ára syni sínum, en systirin hafði
gætt barna þeirra hjóna.
Skömmu síðar, aðfaranótt
sunnudagsins, vaknaði eigin-
maðurinn við grátstaf dóttur
sinnar. Er hann kom fram úr
svefnherbergi þeirra hjóna sá
hann telpuna standa við hlið
sófans, þar sem ákærði hafði
lagt sig. Er ekki annað komið
fram, en að ákærði hafi verið
að hugga barnið. Faðirinn
fylgdi telpunni í barnaherbergi,
þar sem hún sofnaði, og lagðist
síðan aftur til svefns. Skömmu
síðar gerðust einhverjir þeir
atburðir, sem ákært er fyrir.
Eru þar aðeins til frásagnar
ákærði, heimilisfaðirinn og
systir hans. Ákærði skýrði svo
frá við lögregluyfirheyrslur, að
hann myndi ekkert eftir sér eftir
að hann kom heima til hjón-
anna, fyrr en hann hafi verið
að þrasa þar við heimilisföður-
inn og í framhaldi af því hafi
honum verið hent út úr íbúð-
inni. Ákærði, sem kvaðst vera
alkóhólisti til margra ára,
sagðist eiga það til að missa úr
minni atburði þegar hann væri
ölvaður og tiltók, að undir
slíkum kringumstæðum hefði
hann gerst brotlegur við lög,
án þess að muna eftir því þegar
af honum rynni. Ákærði taldi
þó mjög ólíklegt, að hann hefði
brotið af sér gagnvart drengn-
um. Fyrir dómi neitaði ákærði
alfarið sakargiftum og kvaðst
hvorki hafa átt kynferðislegt
samneyti við drenginn, né hafa
fróað sér fyrir framan hann í
stofunni. Ákærði taldi hálfsyst-
ur sína og eiginmann hennar
vera í nöp við sig frá gamalli
tíð og því hljóti þau, í félagi
við systur eiginmannsins, að
hafa sammælst um að bera á
hann upplognar sakir.
Systir eiginmannsins, skýrði
svo frá við rannsókn og með-
ferð málsins að hún hafi
greinda nótt sofnað út frá
sjónvarpi í þriggja sæta sófan-
um í stofunni. Sonur hennar,
sem hafi verið klæddur nátt-
samfestingi, hafi þá verið sof-
andi fyrir innan hana. Vitnið
kvaðst hafa vaknað um nóttina
við það að drengurinn hafi
verið farinn úr sófanum. Það
hafi þó heyrt í honum og við
nánari athugun séð hvar hann
hafi legið allsnakinn á annarri
sæng í sófanum sem ákærði
hafði sofnað í. Ákærði hafi þar
kropið á hnjánum fyrir framan
drenginn og sleikt á honum
kynfærin, með ytri og innri
buxur sínar dregnar niður á
ökla, og verið að fitla við eigin
kynfæri með annarri hendi.
Vitnið kvaðst síðan hafa hrint
ákærða frá barninu, en því næst
Samkvæmt sakarvottorði
ákærða hefur hann frá árinu
1978, fimm sinnum gengist
með sátt undir sakargreiðslur
vegna sérrefsilagabrota, aðal-
lega áfengislagabrota. Þá hefur
ákærði frá árinu 1980 hlotið
þrettán refsidóma fyrir brot á
umferðarlögum og almennum
hegningarlögum, síðast í mars
1995, og samtals sætt rúmlega
tveggja ára refsivist fyrir þau
brot.
Í niðurstöðu dómsins segir
ennfremur: ,,Við ákvörðun
refsingar ber annars vegar að
líta til aldurs ákærða og alvar-
leika brotsins, sem framið var
gagnvart ósjálfbjarga barni á
meðan heimilisfólk var í fasta
svefni. Á hinn bóginn bendir
ekkert til þess, að með ákærða
hafi vaknað ásetningur til að
fremja brotið fyrr en síðla
nætur. Þá er ekkert fram komið,
sem bendir til þess, að dreng-
urinn hafi hlotið varanlegan
skaða af háttseminni. Ákærði
á sér hins vegar engar máls-
bætur. Þykir refsing hans
hæfilega ákveðin fangelsi í 8
mánuði. Sökum alvarleika
brotsins og sakaferils ákærða
kemur ekki til álita að skilorðs-
binda þá refsingu.
Dóminn kváðu upp héraðs-
dómararnir Jónas Jóhannsson,
Ólafur Ólafsson og Sverrir
Einarsson. Af hálfu ákæruvalds
flutti Ólafur Helgi Kjartansson,
sýslumaður á Ísafirði málið.
Verjandi ákærða var Björn
Jóhannesson hdl.
hlaupið öskrandi til bróður síns
og sagt honum hvað hefði gerst.
Drengurinn var færður á
Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði
og sama dag var hann fluttur
með sjúkraflugi til Reykjavíkur
og lagður inn á Barnaspítala
Hringsins til skoðunar. Sam-
kvæmt vottorði sérfræðingsins,
sem staðfest hefur verið fyrir
dómi, var hvergi að sjá áverka-
ummerki á drengnum. Að mati
sérfræðingsins hafði skoðun á
drengnum hvorki sannað né
afsannað að hann hefði sætt
kynferðislegri áreitni.
Í niðurstöðu dómsins segir:
Fyrir liggur, að ákærði var
mjög ölvaður greinda nótt.
Mun hann, þegar svo er ástatt,
eiga vanda til að missa úr minni
atburði og jafnvel ekki muna
eftir lögbrotum, sem hann hefur
framið í ölvunarástandi. Í máli
þessi neitaði ákærði ekki
sakargiftum við rannsókn
málsins, en taldi ólíklegt, að
hann hefði brotið af sér gagn-
vart drengnum. Ákærði neitaði
hins vegar allri sök fyrir dómi.
Upplýst er að drengurinn
sofnaði við hlið móður sinnar í
þriggja sæta sófa í stofu nefnd-
rar íbúðar og var þá íklæddur
náttsamfestingi. Með hliðsjón
af staðföstum framburði vitn-
anna tveggja er sannað, að
drengurinn hafi síðar legið nak-
inn á sæng í tveggja sæta sófa
þeim, sem ákærði hafði lagt
sig í. Þykir óhugsandi, að móðir
drengsins eða aðrir á heimilinu
hafi klætt barnið úr fötunum til
að villa um við lögreglu.
Körfuknattleikur
KFÍ sigraði ÍR
KFÍ vann sinn sjötta sigur í úrvaldsdeildinni í körfu-
knattleik er liðið tók á móti ÍR-ingum í íþróttahúsinu á
Torfnesi á mánudagskvöld. Gestirnir höfðu frumkvæðið
framan af leiknum og voru yfir í leikhléi 42:36 og síðan
71-62 þegar um sex mínútur voru eftir af leiknum. Þá
settu heimamenn á fulla ferð, léku pressuvörn og setti
það ÍR-inga út af laginu.
Tveimur mínútum síðar var ekki aftur snúið og juku
heimamenn forskotið jafnt og þétt og fögnuðu sigri,
86:78. Friðrik Stefánsson, sem lék meiddur á fæti, var
bestur heimamanna en auk hans áttu þeir Chiedu
Oduadu og Derrick Bryant góðan leik. Stigahæstir í liði
KFÍ voru þeir Chiedu Oduadu með 24 stig, Friðrik
Stefánsson með 23 stig, Derrick Bryant með 18 stig og
Guðni Guðnason með 10 stig. Lið KFÍ náði 17 fráköst-
um í vörn og 13 í sókn en athygli vakti að liðsmenn ÍR
náðu engu sóknarfrákasti. Þeir náðu aftur á móti 15
varnarfráköstum. Um 400 áhorfendur voru á leiknum.
Með leik KFÍ og ÍR lauk 15. umferð úrvalsdeildar. KFÍ
er nú í áttunda sæti með 12 stig, jafnmörg stig og
Skallagrímur og ÍR. Neðstu tvö liðin eru Þór Akureyri
með 8 stig og Breiðablik sem hefur ekki unnið leik það
sem af er keppnistímabilinu. Keflavík trónir á toppi
deildarinnar með 26 stig, þá koma Grindvíkingar með
24 stig, Akranes með 20 stig, Haukar og Njarðvíkingar
Súðavík
Eldur í einbýlishúsi
Eldur kom upp í einbýlis-
húsinu að Nesvegi 9 í Súða-
vík um klukkan 03 aðfaranótt
þriðjudags. Ein kona var í
húsinu og mun hún hafa sofið
í þvottahúsi í forstofu sem
búið var að innrétta sem
herbergi. Var því lokað á
milli herbergisins og íbúðar-
innar. Konan mun hafa vaknað
við mikla sprengingu og fór
þegar í næsta hús til að láta
vita um hvað hefði gerst. Var
slökkvilið Súðavíkur þegar
kallað út og vann það að
slökkvistörfum fram undir
morgun.
Þegar konan reyndi að kom-
ast aftur inn í húsið mætti henni
mikill reykur og fékk hún því
reykeitrun. Var hún þegar flutt
á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísa-
firði þar sem hlynnt var að
henni. Var líðan hennar talin
eftir atvikum góð í gærdag.
Talið er að kviknað hafi í út
frá sjónvarpi. Miklar
skemmdir urðu á húsinu af
völdum reyks, sóts og hita.
Vakt var við húsið fram eftir
degi í gær.
með 18 stig, KR með 16 stig og Tindastólsmenn eru í
sjöunda sæti deildarinnar með 14 stig.
Liðsmenn KFÍ leika tvo erfiða leiki í þessari viku.
Annað kvöld sækja þeir Grindvíkinga heim og á
sunnudag taka þeir á móti Akurnesingum
í íþróttahúsinu á Torfnesi.
Friðrik Stefánsson.