Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1975, Side 130

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1975, Side 130
128 Gistihús, matsölur og aðrir veitingastaðir Á árinu voru veltingastaðir víða um land skoðaðir svo og haft eftirlit með skólahúsnæði (Eddu-hótel), sem eru veitingastaðir á sumrin, svo og öðrum stöðum,sem selja mat og matvæli,og lögð rík áhersla á hreinlæti og hollustuhætti við alla meðferð á matvælum og neysluvatni og við frárennsli og sorpmál þessara staða. Verksmiðjur og vinnustaðir úti og inni Á árinu var unnið að starfsleyfistillögum fyrir Járnblendiverksmiðju í Hvalfirði. Málmblendiiðnaður hefur mjög slæmt orð á sér vegna umhverfis mengunar og slsemra skilyrða og óhollustu á vinnustöðum. Forstöðumað- ur Heilbrigðiseftirlits ríkisins kynnti sér þessi mál, m.a. með ferð til Ohio í Bandaríkjunum, en þar og í Noregi er um þessar mundir verið að endurskoða starfsleyfi slíkra verksmiðja. Heilbrigðiseftirlit ríkisins afgreiddi tillögur sínar að starfsleyfi til heilbrigðismála- ráðherra með þeim skilyrðum sem þótti sjálfsagt að setja og samraandust alþjóðlegum og íslenskum lögum og stöðlum um slíkar verksmiðjur, að höfðu samráði við Náttúruverndarráð, Eiturefnanefnd, Öryggiseftirlit ríkisins og hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd, eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. í þessum tillögum til ráðherra um leyfisveitingu var þannig um hnútana búið,að ekki væri ástæða til að óttast teljandi mengun frá þessari verksmiðju, að minnsta kosti ekki frekar en frá öðrum iðnaði í landinu, en frá upphafi hafði Heilbrigðiseftirlit ríkis- ins það að leiðarljósi að gera sem strangastar kröfur til þessar nýju stóriðju á íslandi, svo að ekki yrðu úr vandræði eða truflun á náttúru landsins né heldur hætta á atvinnusjúkdómum fyrir starfsmenn fyrirtæk- isins. Þá lagði stofnunin áherslu á,að verksmiðjur og iðnaður í land- inu kæmu sér upp nauðsynlegum mengunarvarnabúnaði og aðstaða og holl- ustuhættir væru með þeim hætti að heilsa starfsfólks væri ekki í hættu. Matvælaeftir1it Á árinu var lokið við samningu nýrrar matvælareglugerðar og lista yfir leyfð aukaefni í matvæli, og voru þessi drög send ráðuneytinu til frek- ari afgreiðslu. Á árinu komu fram erfiðleikar við framkvsand rannsókna á matvælasýnum hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins,en sýnatökum vegna matvæla- og vatnsrannsókna fer stöðugt fjölgandi hér á landi. Hefur á vegum Heilbrigðisráðuneytisins verið unnið að því að koma upp eigin rannsóknarstarfsemi varðandi matvælarannsóknir, og mun sá undirbúningur vera langt kominn. Möguleikar á að fá nákvsemar salmonellarannsóknir hafa opnast á árinu með tilkomu sérfræðinga á því sviði hér á landi, en salmonellasýklar geta valdið hættulegum og erfiðum sjúkdómum, berist þeir í matvæli manna Tafla I sýnir niðurstöður gerlafræðilegra rannsókna á matvælum árið 1975 en samtals voru rannsökuð 3025 sýni. Sýnatökum fjölgaði um 18,26% frá fyrra ári, en gerlarannsóknum um 17,55%. Þar munar mest um neysluvatn- ið, 35,48%, gerilsneydda mjólk, 38,14%, rjóma, 24,21%, sýrðar mjólkur- vörur, 65,11% og kjötvörur, 27,33%. Sýnum í gæðaflokki fjölgaði og slæmum eða óhæfum fækkaði að sama skapi um 3%. Ein ný vörutegund bætt- ist nú á skýrslu þessa, en það er ávaxtasafi,sem er nú orðinn mjög algeng neysluvara. Aðeins 56% af þessari vöru reyndist í gæðaflokki,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.