Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1975, Blaðsíða 130
128
Gistihús, matsölur og aðrir veitingastaðir
Á árinu voru veltingastaðir víða um land skoðaðir svo og haft eftirlit
með skólahúsnæði (Eddu-hótel), sem eru veitingastaðir á sumrin, svo og
öðrum stöðum,sem selja mat og matvæli,og lögð rík áhersla á hreinlæti
og hollustuhætti við alla meðferð á matvælum og neysluvatni og við
frárennsli og sorpmál þessara staða.
Verksmiðjur og vinnustaðir úti og inni
Á árinu var unnið að starfsleyfistillögum fyrir Járnblendiverksmiðju í
Hvalfirði. Málmblendiiðnaður hefur mjög slæmt orð á sér vegna umhverfis
mengunar og slsemra skilyrða og óhollustu á vinnustöðum. Forstöðumað-
ur Heilbrigðiseftirlits ríkisins kynnti sér þessi mál, m.a. með ferð
til Ohio í Bandaríkjunum, en þar og í Noregi er um þessar mundir verið
að endurskoða starfsleyfi slíkra verksmiðja. Heilbrigðiseftirlit
ríkisins afgreiddi tillögur sínar að starfsleyfi til heilbrigðismála-
ráðherra með þeim skilyrðum sem þótti sjálfsagt að setja og samraandust
alþjóðlegum og íslenskum lögum og stöðlum um slíkar verksmiðjur, að
höfðu samráði við Náttúruverndarráð, Eiturefnanefnd, Öryggiseftirlit
ríkisins og hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd, eins og lög og reglugerðir
mæla fyrir um. í þessum tillögum til ráðherra um leyfisveitingu var
þannig um hnútana búið,að ekki væri ástæða til að óttast teljandi
mengun frá þessari verksmiðju, að minnsta kosti ekki frekar en frá
öðrum iðnaði í landinu, en frá upphafi hafði Heilbrigðiseftirlit ríkis-
ins það að leiðarljósi að gera sem strangastar kröfur til þessar nýju
stóriðju á íslandi, svo að ekki yrðu úr vandræði eða truflun á náttúru
landsins né heldur hætta á atvinnusjúkdómum fyrir starfsmenn fyrirtæk-
isins. Þá lagði stofnunin áherslu á,að verksmiðjur og iðnaður í land-
inu kæmu sér upp nauðsynlegum mengunarvarnabúnaði og aðstaða og holl-
ustuhættir væru með þeim hætti að heilsa starfsfólks væri ekki í hættu.
Matvælaeftir1it
Á árinu var lokið við samningu nýrrar matvælareglugerðar og lista yfir
leyfð aukaefni í matvæli, og voru þessi drög send ráðuneytinu til frek-
ari afgreiðslu. Á árinu komu fram erfiðleikar við framkvsand rannsókna
á matvælasýnum hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins,en sýnatökum vegna
matvæla- og vatnsrannsókna fer stöðugt fjölgandi hér á landi. Hefur á
vegum Heilbrigðisráðuneytisins verið unnið að því að koma upp eigin
rannsóknarstarfsemi varðandi matvælarannsóknir, og mun sá undirbúningur
vera langt kominn.
Möguleikar á að fá nákvsemar salmonellarannsóknir hafa opnast á árinu
með tilkomu sérfræðinga á því sviði hér á landi, en salmonellasýklar
geta valdið hættulegum og erfiðum sjúkdómum, berist þeir í matvæli manna
Tafla I sýnir niðurstöður gerlafræðilegra rannsókna á matvælum árið 1975
en samtals voru rannsökuð 3025 sýni. Sýnatökum fjölgaði um 18,26% frá
fyrra ári, en gerlarannsóknum um 17,55%. Þar munar mest um neysluvatn-
ið, 35,48%, gerilsneydda mjólk, 38,14%, rjóma, 24,21%, sýrðar mjólkur-
vörur, 65,11% og kjötvörur, 27,33%. Sýnum í gæðaflokki fjölgaði og
slæmum eða óhæfum fækkaði að sama skapi um 3%. Ein ný vörutegund bætt-
ist nú á skýrslu þessa, en það er ávaxtasafi,sem er nú orðinn mjög
algeng neysluvara. Aðeins 56% af þessari vöru reyndist í gæðaflokki,