Víkingsblaðið - 01.04.1933, Side 6

Víkingsblaðið - 01.04.1933, Side 6
6 VIKINGSBLAÐIÐ Formenn Víkings Axel Andrésson. Óskar Norðmann. Þegar félagið var stofnað — 21. apríl 1908 — var Axel Andrésson kjörinn formaðnr þess og' gegndi því starfi fram til ársins 1924, þeg- ar hann sökum burtfarar úr Heykjavik varð að segja því lausu. 1 16 ár samfleytt var hann því formaður félagsins. Árin 1930—’32 var Axel aftur formaður þess. Formannsstarfann leysti Axel svo vel af hendi, að ekki verður betur á kosið. Hann var jafnan vakinn og sof- inn yfir heill félagsins og velferð. Óteljandi eru þær stundir, sem Axel hefir fórnað „Viking“ og ógleymanlegt verður því okkur í félaginu allt það mikla og góða starf er hann liefir unnið í þess þágu. Jafnframt því sem Axel var formaður félagsins var hann og þjálfari þess. Var hann ágætlega til þess starfaj fallinn, því um leið og hann har manna bezt skyn á knattspyrnu,hafði hann sérstaklega goll lag á því að halda uppi röð og reglu á æfing- um, og var sýnt um að notfæra sem bezt þá krafta, sem félagið hafði á að skipa á hverj- um tíma. Um árangurin af starfi Axels þau ár sem hann var formaður og þjálfari félagsins ætla ég ekki að fjölyrða hér. Það verður gert á öðrum stað í blaðinu. Aðeins vil ég taka það fram, að á þeim árum hlaut „Vikingur“ marga og glæsilega sigra og sjersatklega gat félagið sér orð fyrir lipran og prúðan leik. Knattspyrnudómari hefir Axel verið í lengri tíð og' getið sér þar ágætan orðstir. Þegar skotsku knattspyrnumennirnir voru hér uppi sumarið 1928, rómuðu þeir mjög leikni Ax- els sem dómara og létu um leið svo um mælt, að hann gæfi ekkert eftir þeim erlendu dóm- urum, er þeir þekktu til. Arið 1928 var Axel kjörinn heiðursfélagi í Víking. Nú á þessum tímamótum Víkings færa all- ir félagsmenn Axel sínar innilegustu þakkir fyrir lians mikla og óeigingjarna starf í þágu félagsins og óska þess, að liann eigi eftir að sjá Víkingana sína sem oftast sigra eins glæsi- lega og þeir svo oft og tíðum g'erðu undir stjórn hans. Eg veit að engum yrði meira gleðiefni en Axel, að slíkt geti orðið og vona eg að allir Víkingar starfi nú að því sem bezt þeir mega, að upp megi megi renna sem fyrst sigurs- og blómaöld i félaginu. Það var engin tilviljun að Óskcir Norðmann varð eftirmaður Axels 1924 (—26), því öll- um félagsmönnum kom saman um það, að honum væri hezt treystandi til þess að skipa hið vandfyllta formannssæti. Þessu trausti brást Óskar ekki lieldur. Hann gegndi starf- anum með sama dugnaðinum og sömu lipurð- inni sem hann jafnan sýndi á sjálfum knatt- spyrnuvellinum. En eins og mönnum er kunn- ugt, þá var Óskar einn af ágætustu knatt- spyrnumönnum þessa lands. Magnús .1. Brynjólfssen. Helgi Ejrríksson

x

Víkingsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkingsblaðið
https://timarit.is/publication/1528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.