Nýtt land-frjáls þjóð - 28.02.1969, Blaðsíða 1

Nýtt land-frjáls þjóð - 28.02.1969, Blaðsíða 1
NÝTT LAND _ frtAi.s þjóð MÁLSVARI VERKALÝÐSHRE YFINGAR OG VINS.TRI STEFNU 7. tbl. 21. febrúar 1969. 1. árg. EFNI BLAÐSINS: Greinar eftir m- a-: Kristján frá Djúpalæk. Magnús Torfa Ólafsson. v* ViS heygarðshomið. Verkalýðsmál. Alþýðubandalagið á Norð- urlandi eystra í upplausn- Sjá baksíÖu. Láglaunafdlk má ekkert missa HANNIBAL VALDIMARSSON: HVER ERU LAUNIN? HVAD ER FARID FRAM Á? Geta atvinnurekendur lifað af þeim? Nauðsynlegt er aS almenn- ingur fái sem gleggstar upp- lýsingar um, hvaða laun það fólk á við að búa, sem nú er að hefja viðræður við at- vinurekendur um launakjör sín frá 1. marz næst komandi. Einnig er sjálfsagt að gera það svo ljóst, sem verða má, hvaða kröfur verkalýðshreyf- ingin gerir. Að þessu hvoru tveggju upp lýstu á hver maður að geta gert sér Ijóst: 1. Hvort auðvelt muni fyrir það fólk, sem atvinnuveg- unum þjónar, að fram- fleyta sér og sínum á lægri tekjum. 2. Hvort kröfumar séu óbil- gjarnar og óhóflegar. Hvað er þá kaup verka- kvenna og verkamanna (fólks ins í Dagsbrún og Verka- kvennafélaginu Pramsókn) nú? Svarið er: í dagvinnu er kaupið 53 krónur, 87 aurar með vísitöluálagi. Það þýðir, að vikukaupið er 2.370 krón- ur og mánaðarkaupið nagar rétt um 10 þúsund krónur. Samkvæmt þeirri kröfu, sem nú hefur verið lögð fram, yrði tímakaupið \frá 1. marz kr. 59.51, en vikukaupið 2618 krónur. Hvað er þá kaup fólksins í Iðju, félagi verksmiðjufólks i Reykjavík? Svarið er: Þar er almennasta kaupið að við- bættri vísitölu kr. 9839 á mán Framhald á bls. 2. SÍS gerir form. Framsfl. ómerkan orða sinna f síðasta blaði var ítarlega rakið viðtal Tómasar Karlsson- ar í Tímanum við Ólaf Jóhann- esson, þar sem form. Framsókn arflokksins gerði kröfu um ekki aðeins skerta vísitölu til lág- launafólks, heidur fulla vísitölu á ailt launakerfið, frá sendlum upp í ráðuneytissjóra, banka- ASÍ-ÞING Um fiskileit Stöðugt verði haldið úti skipum til að leita að nýjum fiskimiðum á þeim hafsvæð- um, sem íslenzku fiskiskipin geta sótt á til veiða. Þar á meðal verði haldið áfram leit að nýjum rækju- og humar- miðum. stjóra, forstjóra, ráðherra og efnahagssérfræðinga og að sjálf sögðu alla uppmælingataxta allra hæst launuðu iðnaðar- manna( sem yfirleitt misstu vísi töluna í fyrra, þótt verðuppbót kæmi annars á tímakaup iðn- aðarmanna, sem teljast verður sízt of hátt). Á það var bent, að Framsókn- armenn ráða lögum og lofum í stærstu atvinnuveitendasam- steypu landsins, samvinnufélög unum innan og utan SÍS, og mundi því fljótlega reyna á, hver heilindi lægju á bak við yfirborð Framsóknarforkólf- anna. Ef efndir fylgdu ekki orð um hlytu menn að glata allri tiltrú til stærsta stjómarand- stöðuflokksins, hinar há- stemmdu yfirlýsingar dæmast gaspur eitt og innantómur slag- orðavaðall. Framhald á bls. 2. Hvað dvelur aðgerðir verkalýðsfélaganna? 1. marz ætla ríkisstjórnin, vinnuveitendasambandið, iðn- rekendur og samvinnufélögin að hætta að greiða vísitöluálag á laun skv. þeim samningum, sem gerðir voru í fyrra. Þetta þýðir, að í framtíðinni ætla þessir að- ilar sér einhliða að skammta verkafólki laun, án þess að spyrja það eða samtök þeirra, hvort vinnan sé föl við þessu verði. Þetta þýðir, að í ofanálag á missi yfirvinnu, yfirborgana- og í þúsundum tilfella — at- vinnunnar, skal hver xrona í kaupi láglaunafólks gerð að tæp um 90 aurum. Þetta er réttlætt með því að jafna verði byrðunum af ytri áföllum, verðfalli og aflabresti, á alla landsmenn. Er nú jafnt skipt? Atvinnufyrirtækin hafa neitað að tka á sig kjaraskerð- ingu og kveina undan reksturs- fjárskorti. Heimilið er minnsta rekstursfjáreiningin í þjóðfé- laginu. Meirihluti launþega „á“ og rekur eigin heimili: Á þeim hvíla stofnlán eins og öðrum fyrirtækjum — einu vísitölu- bundnu lánin í þjóðfélaginu m. a. s. — sem krefjast 5—10 þús. kr. mánaðarlegra afborgana. Þá Framhald á bls. 2. ASÍ-ÞING Verðtrygging grundvallaratriðið — Verðtrygging launa er algert grundvallaratriði, rétt- ur, sem verkalýðsfélögin geta, ekki hvikað frá. Samkvæmt því kerfi, sem um hefur verið samið að undanförnu, eiga vísitölubætur á laun a-5 greið ast á þriggja mánaða fresti, og slík ákvæði eru algerlega óhjákvæmileg til þess að vernda hagsmuni verkafólks í þeirri óðaverðbólgu, sem nú er framundan. Fyrir því skor ar þingið á öll verkalýðsféiög að búa sig undir sameigin- lega baráttu til þess að tryggja það, að verðbætur á laun verði greidd áfram árs- fjórðungslega. Aðalfundur Sósialistafélagsins: Skyldaðir tll að ganga i Abl. Gengur Abl. i Sósialistafélagið? Á fjölmennum aðalfundi Sós- íalistafélagsins um síðustu helgi var gengið frá lagabreytingum, sem m. a. breyta því í pólitisk landssamtök, heimila meðUmum að vera jafnframt meðlimir ann arra stjórnmálasamtaka — en skylda þá um leið til að vinna innan þeirra eingöngu að fyrir- mælum félagsins og framgangi samþykkta þess — að viðlögð- um brottrekstri úr Sósíalistafé - laginu! Svo undarlega bregður við að „málgagn sósíalisma og þjóð- frelsis", Þjóðviljinn, hefur ekki fengizt til að birta nokkra frá- sögn af þessum fundi, sem hlýt- ur þó að þykja fréttnæmur póli tískur viðburður. Er þó formað- ur Sósíalistafélagsins meðlimur í útgáfustjóm Þjóðviljans. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu á sínum tíma, var á- kveðið á fyrsta fundi félagsins eftir áramót að halda starfsemi þess áfram, þótt Sósíalistaflokk urinn hefði verið lagður niður og stjórn félagsins falið að breyta lögum þess í samræmi við breytt viðhorf. Hefur verið Framhald á bls. 2. HVAÐ GERIR KRON 1. marz? Að undanförnu hefur Þjóð- viljinn lagt allt kapp á að taka tvo forystumenn verkalýðssam- takanna út úr, sverta þá á alla lund og gera þá tortryggilega, Hvað gera fyrirtækin hans Lúðvíks i Neskaupstað? í Neskaupstað eystra lúta nær öll fyrirtæki „róttækri forystu“ Lúðvíks Jósefssonar og Bjarna Þórðarsonar. Stærst þeirra er Síldarvinnslan, sem auk síldar- verksmiðju rekur frystihús og a. m. k. 3 stóra báta. Flest önn- ur stærri fyrirtæki eru byggð upp með samvmnusniði með meiri og minni þáttöku bæiar- félagsins. í fyrra stóð verkfall á Norð- firði aðeins skamma stund, þar eð samið var til 3ja mánaða um fulla vísitölu. Flestir töldu aug- Ijóst að hér væri raunar verið að semja um að fá þær kjara- Framhald á bls. 2. þeir hafi samið bak við tjióldm (hvernig sem þeim er ætlað að þröngva þeim leynisamnmgmn upp á forystu stærstu launþega- félaga og allra fagsamband- anna, sem eru örugglega í hönd um „róttækrar forystu?), nú ætli þeir „að fara að verzla“ með eitthvað o. s. frv. Hverju sem menn vilja trúa í því efni, er það þó staðreynd, að Hannl- bal og Björn eru bara öðrum megin við samningaborðið. Verkafólk mun því eðlilega spyrja um heilindi þeirra flokka sem hagsmuna hafa að gæta beggja megin borðsins. Hvað gerir Kron? Það reið á vaðið með „uppsagnargleðina", sem Þjöðviljinn nefnir svo, sl. vor er það sagði upp nær tveim tugum starfsmanna, elzta starfs fólkinu, sem hafði þjónað fé- Framhald á bls. 2.

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.