Nýtt land-frjáls þjóð - 28.02.1969, Blaðsíða 4

Nýtt land-frjáls þjóð - 28.02.1969, Blaðsíða 4
, : ' ' } I ! ) :) ) 1 I ).:> NYTT LAND FRTÁLS ÞJÓÐ GRILL-INN KAFFI 4- KÖKUR heitt súkkulaði heitar vöfflur heitar pylsur HEITAR SAMLOKUR ÍS-RÉTTIR MILK SHAKE AUSTURVERI Háaleitisbraut 68 Höfum einnig hina Ijúffengu grill-rétti BÍLASTÆÐI Ódýr réttur dagsins allan daginn NÆG ef óskað er Sendum heim Á ýmsu hefur gengið í sam- búð Bretlands og Frakklands síðustu árinj, en þó keyrði um þverbak í siðustu viku. Stjóm- irnar í London og París hafa næstum daglega skipzt á ásök- unum um trúnaðarbrot, undir- ferli og ósannsögli. Verður ekki annað séð en hafið sé í Vestur-Evrópu sérstakt kalt stríð milli þessara gömlu bandamanna, og það hljóti að standa svo lengi sem Harold Wilson er forsætisráðherra hennar hátignar og Charles de Gaulle situr á forsetastóli í París. Upphaf þessa máls er, að 4. febrúar bauð de Gaulle brezka sendiherranum, Christopher Soames, til hádegisverðar. Sendi herrann samdi eins og lög gera ráð fyrir skýrslu um það sem þeim fór á milli og sendi stjórn sinni. Wilson forsætisráðherra og Stewart utanríkisráðherra brugðu við og létu koma á framfæri við stjórnir banda- manna Frakka í Efnahagsbanda lagi Evrópu, að franski forset- inn hefði mælzt til leynivið- ræðna við Breta í því skyni að leggja Efnahagsbandalagið nið- ur og koma í þess stað á fríverzl unarsvæði um alla Vestur-Evr- ópu. Þá hermdu Bretar það upp á de Gaulle, að hann hefði stungið upp á að NATÓ hyrfi úr sögunni, en við tæki vestur- evrópskt hernaðarbandalag und ir stjórn fjórveldaráðs, þar sem Bretland, Frakkland. Ítalía og Vestur-Þýzkaland ættu ein full- trúa og færu með úrslitavald. Þegar fréttaflutningur brezku stjórnarinnar af borðræðum de Gaulle og Soames spurðist til Parísar, urðu menn þar ókvæða við. Debré utanríkisráðherra lét lýsa yfir, að dreift væri til- hæfulausum æsifréttum um af- stöðu Frakklandsforseta, og tals menn frönsku stjórnarinnar sögðu fréttamönnum, að það sem Bretar héldu fram, að de Gaulle hefði sagt við Soames, stafaði annað tveggja af mis- skilningi eða vísvitandi rang- færslum. Engin óyggjandi niðurstaða Magnús Torfi Ólafsson skrifar um erlend málefni: WILSON SEGIR SE GAULLE KALT STRÍÐ Á HENDUR er fengin, og fæst varla í bráð, um hvað þeim de Gaulle og So- ames fór í raun og veru á milli. En það skiptir ekki lengur mestu, því meðferð brezku stjórnarinnar á málinu hefur girt fyrir að nokkurt framhald verði á viðræðum milli hennar og þeirrar frönsku um það, sem þar bar á góma né nokkuð ann- að stórvægilegt. Franskir emb- ættismenn komust svo að orði við fréttamenn, að úr því sem komið væri gæti ekki orðið af neinum alvarlegum viðræðum um ágreiningsefni Bretlands og Wilson í heimsókn hjá Kiesinger. Frakklands, meðan Wilson færi með völd í London. Fram- koma brezka forsætisráðherrans sýnir, að hann er sama sinnis um gagnsemi brezk-fransk við- ræðna meðan de Gaulle ræður stefnunni í París. Bretar hafa nú árum saman knúð á dyr Efnahagsbanda- lagsins, en franska stjórnin hefur fengið því ráðið að þær eru þeim enn harðlæstar. Eftir þessa síðustu atburði er Ijóst, j að stjórn Wilsons hefur valið þann kost að reyna að koma ár sinni fyrir borð með því að spilla sem mest hún megnar milli Frakka og bandamanna þeirra í Efnahagsbandalaginu annars vegar og milli Frakk- lands og Bandaríkjanna hins vegar. Markmið Wilsons er pólitísk einangrun Frakklands. Önnur ríki Efnahagsbanda- lagsins en Frakkland eru í orði kveðnu hlynnt umsókn Bretlands um aðild, en hafa hingað til á engan hátt lagt sig í líma til framgangs hinum brezka málstað. Þessu ætlar brezka stjórnin nú að reyna að breyta. Mest kapp leggur hún á að skapa klofning milli Vest- ur-Þýzkalands og Frakklands. því Vestur-Þjóðverjar eru eina þjóðin í Efnahagsbandalaginu, sem ef þeir beita sér getur haft í fullu tré við Frakka. Stóra trompið, sem Wilson taldi sig hafa á hendinni í nýafstaðinni heimsókn til Bonn var að geta skýrt Kiesinger kanslara frá því, aö.de Gituile helði farið á bak við Þjóðverja tiuð máiákitun til Brétá úm sarnvirlnu um efnahagslega, pólitíska og hern aðarlega nýskipan í Vestur- Evrópu. Skírskota á jafnframt til smærri ríkjanna í Efnahags- bandalaginu, Hollands, Belgíú og Luxemburg, með því að sýna þeim, og öðrum smáríkj- um Vestur-Evrópu, fram á að Frakklandsforseti virði þau svo að vettugi, að hann leggi til að komið vcrði á fjórveldadrottn- un í því nýja bandalagi, sem fyrir honum vaki. Reynsla brezku stjórnarinnar í togstréitunni við Frakka síð- ustu árin hefur verið slík, að ólíklegt er að Wilson ímyndi sér að hann fái af eigin ramm- leik fylkt - Vestur-Evrópuríkjun- um gegn Frakklandi. Annað mál væri, ef hann nyti í því ó- skoraðs fulltingis Bandaríkj- anna. En síðustu mánuði voru ein- mitt þverrandi horfur á að Bandaríkin gengju fram fyrir skjöldu til að styðja Breta í erj- um þeirra við Frakka. Ekki hef De Gaulle. ur farið leynt, að eitt helzta markmið Richards Nixons, ný- kjörins forseta Bendaríkjanna, er að styrkja tengslin við Vest- ur-Evrópu, sem slöknuðu veru- lega meðan fyrirrennari hans beindi orku og áthygli að Aust- ur-Asíu og beitti þar hervaldi Bandaríkjanna á þann hátt, að flestum Evrópumönnum hraus hugur við. Hámarki náði firr- ingin milli Vestur-Evrópuríkja og Bandaríkjanna, þegar de Gaulle hætti þátttöku Frakka í sameiginlegum hernaðarvið- búnaði NATÓ og vísaði aðal- stöðvum bandalagsins á brott úr Frakklandi. Ljóst er, að Nixon hefur tal- ið að hann ætti leik á borði að hefja feril sinn á alþjóðavett- vangi með tiltölulega auðunn- um sigri, sem fólginn væri í að bæta sambúðina við Frakkland að marki. í kosningabaráttunni skellti hann skuldinni af því sem far- ið hafði úr skorðum á van- rækslu fráfarandi forseta á mál- efnum Evrópu. Bæði fyrir kosn ingarnar og eftir gerðu tals- menn Nixons mikið úr að þeir de Gaulle væru kunnugir frá fömu fari og hefðu hvor ann- an í miklum metum. Sterkustu rökin fyrir að Nixon eigi kost á að vinna sig í áliti hjá lönd- um sínum með því að efla hefð bundið vinfengi við Frakkland eru samt þau, að de Gaulle hef ur pólitíska og efnahagslega þörf fyrir að nálgast Bandarík- in dálítið á ný. Atburðir síðustu mánaða hafa leitt í ljós, að hann þarf á að halda bæði atkvæðum og fjárhagslegu liðsinni hins bandarísksinnaða hluta frönsku borgarastéttarinnar, eigi hon- honum að heppnast sú fyrirætl un að Frakkland verði áfram gaullistiskt þótt hann láti sjálf- ur af völdum. En bætt sambúð og nánara samstarf Bandaríkjanna og Frakklands eru eitur í beinum brezku stjórnarinnar, eins og nú standa sakir. Takist gagn- kvæmt liðsinnisbandalag með Nixon og de Gaulle, er úti um alla von fyrir Harold Wilson að rétta við hraklegan hag sinn og flokks síns með því að vinna nokkurn bug á erkióvininum í París. Því aðeins að hafðar séu í huga allar þessar aðstæður, verður skiljanlegur ákafi brezka forsætisráðherrans að klekkja sem eftirminnilegast á Frakk- landsforseta einmitt rétt áður en Nixon lagði af stað í Evr- ópuferðina. Með því að básúna það út um allar jarðir, að de Gaulle vilji fyrir hvern mur Framh. á bls. 10.

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.