Nýtt land-frjáls þjóð - 28.02.1969, Blaðsíða 2

Nýtt land-frjáls þjóð - 28.02.1969, Blaðsíða 2
Hannibal Framhald af bls. 1. u3i. — Nasr efcki 10 þús. kr. Með fullri vísitölu frá 1. marz (23%) mundi það verða kr. 10868 á mánuði. Þá kemur að verzlunarfólk inu. Hefur það ekki ofsahátt kaup? Byrjunarlaun í 5. flokki, en í írtém flokki em afgreiðslu- stúlkur, að meðtöldum vísi- tölubótum, eins og þær eru nú — eru kr. 10484 á mánuði. Þeirra kaup yrði eftir 1. marz kr. 11580 á mánuði. Algengasta kaup skrifstofu stúlkna samkvæmt samning- um Verzlunarmannafélags Reykjavíkur er nú með vísi- töluálagi kr. 9814 á mánuði. — Segi og skrifa 9814 — nær ekki 10 þús. kr. á mánuði. Samkvæmt kröfunum nú, yrði það með fullri vísitölu kr. 10841 á mánuði. Loks er svo algengasta kaup skrifstofumanna, 11274, að vísitölu meðtalinni. Samkv. fram lögðum kröfum nú mundi algengasta kaup skrif stofumanna verða kr. 12439 á mánuði. Nú ber þess að gæta, að sumar þessara talna eru of háar, því að á það kaup, sem fer yfir 10 þúsund krónur á mánuði, kemur aðeins skert vísitala. Nú mundu kannski margir spyrja: Er það ekki aðeins sárafátt fólk innan Alþýðu- sambandsins, sem við þessi lágu launakjör býr? Og það er von, að menn spyrji. En svarið er: í þessum stéttarfélögum: Verkamanna fél. Dagsbrún, Verkakvenna- fél. Framsókn, Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík og Verzlunarm.félagi Reykja víkur eru um 10800 manns. En það er um þriðjungur allra meðlima Alþýðusam- bands íslands (35000). Með þessum tölum er þó ekki öll sagan sögð. Öll al- menn verkalýðsfélög í liand- inu búa við þessi sömu launa kjör. Einnig öll Iðjufélögin og öll verzlunarmannafélög landsins. Af því má öllum augljóst vera, að hér er um að ræða launakjör mikils meirihluta allra meðlima Alþýðusam- bandsins, en ekki aðeins lít- inn hóp manna. Nú hafa menn sjálfsagt mjög háar hugmyndir um launakjör iðnaðarmanna, eða a. m. k. heyrist oft um það talað. En hér skulu réttar tölur um það lagðar á borð- ið. Skal þá ekki ráðizt á garðinn þar sem hann er fægstur ,heldur tilgreint kaup járniðnaðarmanna. (Það nær einnig til bifvélavirkja, blikk smiða og skipasmiða): Algengasta vikukaup járn- iðnaðarmanna með skertri vísitölu er nú kr. 2759. En það rnundi verða 3033 krónur á íiku eftir 1. marz. Þá kemur að prenturunum. Hefur oft verið til þess vitn- a-B, hve afbragðsgóð launa- kjðr sú stétt byggi við, enda hefur hún háð kjarabaráttu í rösk 70 ár. (Hið íslenzka prentarafélag er elzta stétt- arfélag landsins). Og hver eru þá launakjör NÝTT LAND FRTALS ÞJÓÐ prentara? Svarið er; Vélseti- ari hefur nú í vikukaup kr. 2917 með 11.35% vísitölu- álagi. En frá og með 1. marz mundi kaup hans verða (23% álag) kr. 3186 á viku. Mundu nú atvinnurekend- ur allir vera þeir hófsemdar menn, að þeir ættu auðvelt með að komast af með minni tekjur, en jafnvel prentarar? Um það verður stórlega að efast. — Hvað þá um launa- kjör almenns verkafólks, verksmiðjufólks og verzlunar fólks? Víst eru erfiðleikar at- vinnuveganna miklar. Þannig hefur landi og lýð verið stjórnað. En frumskilyrðið er þó, að fólkið, sem þjónar fram- leiðsluatvinnuvegunum geti Iifað. Lágiaunafólk Framhald af bls. 1. er eftir „reksturinn": fæði, klæði og Ijós, hiti, sími, opinber gjöld. Hafa þær stofnanir sem fyrir þessu sjá sætt sig við kjaraskerðingu? Hver treystir sér til þess að reka þetta litla fyrirtæki, heimilið, með 8—11 þús. kr. „rekstursfé" á mánuði? Ekki venda þessir aðilar sér í banka eða opinbera sjóði til að bæta úr rekstursfjárskorti. Þess fjár geta menn aðeins aflað með sölu vinnuafls síns — og mega þakka fyrir ef tekst að „selja“. Sagt er að þjóðartekjur á mann hafi rýrnað um 17%. Alþýða manna hefur þegar tekið á sig a. m. k. 25—50% tekjurýrnun. í Ijósi þeirra staðreynda, sem hér hafa verið greindar, er ljóst að komið er í botn; alþýðuheim ilin verða ekki rekin með minna fé. Láglaunafólk getur ekki og má ekki meira missa. Þetta er sú einfalda staðreynd, sem við blasir og engir „hagfræðilegir útreikningar" fá haggað. f fyrra tók verkafólk á sig skerta vísi- tölu, þ. e. aðeins lægstu launin fengu dýrtíðina bætta. Allt sem fram á er farið er að þeir samn- ingar gildi áfram, og hníga þó öll rök að því, að ef litið er á af komu heimilanna einangraða frá ástandi þjóðfélagsins, béri gð hækka launin stórlega. HVAÐ DVELUR FÉLÖGIN? 1. marz gengur einhliða á- kvörðun atvinnurekenda og rík- isvalds í gildi. Til vinnustöðv- unar þarf 7 daga fyrirvara. Héð an af verða menn ekki hindrað- ir í að selja vinnu sína lægra verði fyrstu dagana í marz. En hvað dvelur aðgerðir verkalýðs- félaganna? Ætla þau að láta mótmælin nægja, en sætta sig við einhliða skömmtun kaupsins í reynd? HVAÐ GERIR DAGSBRÚN? Hvað gerir Dagsbrún? Til hennar hefur verið litið sem for ystufélags samtakanna um ára- túgi, og þá sjaldan önnur félög hafa tekið forystuna, hafa þau verið sög* hridur spilla samn- ingagetu Dagsbrúnar heldur en hitt. Víst er aðstaðan erfið með á 6. hundrað Dagsbr.menn á at- vinnuleysisstyrk, sem felldur er niður við verkfall. En án vísi- töluuppbótarinnar geta hinir 3000 Dagsbrúnarmennirnir held ur ekkilifað. Baráttuhugurverka manna kom glöggt í ljós á Dags brúnarfundi í haust, þegar til- laga kom fram ura kosningu manna til aðstoðar stjórn við samninga. Henni var þá vísað frá á þeim forsendum, að fund- ur yrði haldinn bráðlega. Hann hefur ekki verið haldinn enn. Skv. félagslögum skal halda að- alfund ekki síðar en í febrúar og boða til hans með 3ja daga fyrirvara. Hann hefur ekki ver- ið haldinn enn. Mörgum finnst þetta fullmikil lognværð. Eðvarð Sigurðsson segir í viðt. við Þjóð viljann sl. þriðjud. að verkalýðs- hreyfingin muni „áreiðanlega finna tíma og ráð“ til að knýja kröfu sína fram. Hvaða „ráð“ eru betri en sú krafa, öllum auðskilin og sjálf- sagt réttlætismál, að samning- arnir frá í fyrra með vísitölu einungis á lægstu laun GILDI ÁFRAM ÓBREYTTIR eftir 1. marz? Hvaða tími er betri en NÚ, áður en menn fara að taka laun eftir hinum lægra, einhliða skammtaða taxta atvinnurek- enda. Um land allt er beðið svars. SÍS Framhald af bls. 1. í nokkra daga hélt Framsókn sínu striki. Bréf Vinnuveitenda- samb. var „svívirðilegt", „ósæmi leg árás“ o. s. frv. En svo varð sannleikanum ekki leynt lengur. Sama dag og viðtalið við Ólaf birtist hafði Vinnumálasamband samvinnufélaganna verið að senda út bréf, sem var orði til orðs samhljóða bréfi Vinnu- veitendasambandsins, utan einn ar aukasetningar. Það var hins vegar ekki birt fyrr en á þriðjudag — og fór lítið fyrir því á baksíðu. „ÓÐS MANNS ÆÐI“ Og í leiðara Tímans á mið- vikudag varð ljóst að Framsókn ætlaði að hafa a. m. k. tvær stefnur í þessu máli, eins og endranær: Róttæk í orði, aftur hald í reynd. Þar sagði m. a. svo: „AS gefnu tilefni þykir Tím- anum rétt að taka fram, að Framsóknarflokkurinn gerir ekki kaupgjaldssamninga fyrir Vinnumálasamb. samvinnufélag anna og Vinnumálasambandið mótar ekki eða ákvarðar stefnu Framsóknarflokksins í kaup- gjalds- og kjaramálum. Framsóknarflokkurinn telur miður að Vinnumálasamband samvinnufélaganna skyldi nú feta í fótspor Vinnuveitendasam bands íslands og tilkynna við- semjendum sínum, að það myndi fella niður greiðslu verð lagsuppbóta á laun 1. marz skv. kauplagsvísitölu og ákvæðum kaupgjaldssamninga, sem í giídi hafa verið. Þótt Framsóknarflokkurinn vilji stuðla að vexti og viðgangi samvinnufélaga, tekur hann hér eindregna afstöðu gegn ákvörð- un Vinnumálasambandsins, enda telur flokkurinn hana ekki vera samvinnuhreyfingunni til framdráttar. Ólafur Jóhannesson, formað- ur Framsóknarflokksins, hefur skýrt og rökstutt stefnu flokks- ins í kaupgjalds- og kjaramál- um í ræðu á Alþingi. Flokkurinu telur það óðs manns æði, að fella nú niður verðlagsuppbætur á laun.“ (Lbr. blaðsins). Hefur form. þingflokks Fram- sóknarflokksins og varaform. stjórnar SÍS, Eysteinn Jónsson, engin áhrif á stefnu þess í kaup gjaldsmálum? Eða ritari flokks- ins og einn af forstjórum SÍS, Helgi Bergs? Eða einn af mið- stjórnarmönnum Frams.fi. og aðalforstjóri SÍS, Erlendur Ein- arsson? Má starfsfólk hans ekki vænta vísitöluuppbótar 1. marz? Eða starfsfólk varafor- manns flokksins, og bankastjóra Samvinnubankans, Einars Ág- ústssonar? Nei, þetta tvennt er svo sam- tvinnað, að það verður með engu móti sundurskilið, þannig að hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri geri. Launafólk þarf ekkL orð, heldur gerðir, ekki fyrirheit heldur efndir. — Á því prófi hefur Framsóknarflokkur- inn kolfallið. Aðalfundur Framhald af bls. 1. unnið að þeirri lagasmíð síðan, og tillögur stjórnar síðan lagðar fyrir aðalfund. SAMEINAST SÓSÍALISTAR AFTUR? Tillögur einstakra fundar- manna, sem gengu í þá átt, að félagsmenn mættu ekki verá í öðrum stjómmálasamtökum, voru kolfelldar, en till. stjórnar- innar samþykktar. 3. og 4. grein laganna kveða beinlínis svo á, að tilgangi sínum hyggist fé- lagið ná með þátttöku meðlim- anna í Alþýðubandalaginu — og er sú þátttaka gerð að skyldu —enda hlíti menn þá félagsaga og vinni einungis að framgangi samþykkta Sósíalistafélagsins og að fyrirmælum stjórnar þess. Rökstuðningur stjórnarinnar fyrir þessum tillögum, var sá, að Alþýðubandalagið væri slíkt ræksni og svo veikt fyrir, að miklu fyrirhafnarminna sé að vinna það innan frá og ná stjómartaumunum, heldur en að vinna menn til fylgis við réttan sósíalisma eftir öðrum leiðum. Væri hvenær sem er, hægt að taka meirihluta á fund um Alþýðubl.félagsin í Reykja- vík miðað við fundarsókn þar sl. ár. Féllst mikill meirihluti I fundarmanna á þetta mat, en til þess að fyrir byggja með öllu að „einstaklingshyggja" gæti komið upp í þessum hópi, féllst fundurinn á viðbótartil- lögu eins félagsmannsins, á þá leið að það varðaði brottrekstri úr félaginu, ef samþykktum þess og fyrirmælum stjórnar væri ekki hlítt. Með þessari lagasmíð eru allar gáttir opnaðar m. a. s. fyrir þeim sem gefið halfa yfir- lýsingar, um að þeir telji sig ekki meðlimi félagsins eftir að flokkurinn var lagður niður. Segi þeir sig ekki hreinlega úr félaginu með þeim hætti, sem tíðkast með úrsögn úr félags- skap, hljóta allir fyrri meðlimir þess að teljast þar fullgildir fé- lagar — nema þeir verði sannir að sök um að hlíta ekki félags- aga. brottrekstur eða INNGANGA Og meðal þeirra, sem að sam- þykkt þessara laga stóðu eru miðstiórnarmenn Alþýðubanda- Iagsins. Hvað gera Amalds og Co. nú? Reka þeir þá miðstjórn armenn og aðra meðlimi Alþbl. sem ekki segja sig úr Sósíalista- félaginu, úr Abl. skv. skýlausum lagabókstaf þeirra samtaka, sem bannar AS-mönnum aðild að öðrum stjórnmálasiamtökum (þ. e. Sósíalistafélaginu!). Eða fara þeir að dæmi Sós.fél. og taka auðveldasta kostinn: Það þarf ekld annað en að Gils, Ragnar og Jónas Árnason gangi í sós- íalistafélagið, þá eru allir Abl.- menn í Sósíalistafélaginu og all ir sósíalistar í Abl. og hið dýr- mæta markmið, einingin, orðið að veruleika! Eða á að trúa því að þessir þremenningar haldi áfram klofningsiðju sinni með þrasi um beisarans skegg. Að standa við orð sín, og lög Ábl. mundi sjálfsagt kosta illindi og óþarfar ýfingar. Hitt virðist að- eins persónulegir smámunir, sjálfsögð fórn á altari einingar- innar! Svo er að sjálfsögðu 3ja leiðin: að gera ekki neitt. Hún má orðið kallast venjuviðbrögð vissrar manntegundar í Sósía- listaflokknum. En þeir þremenn ingar eru af öðru bergi brotnir og munu án efa velja sér karl- mannlegri kost? Lúðvík Framhald af bls. 1. bætur eftir á — án verkfalla — sem affrir knúðu fram — með verkfalli. En það var nú eitt- hvað annað: Neskaupstaður var hin lýsandi fyrirmynd — for- dæmi og uppörvun fyrir hina. En svo var fulla vísitalan felld niður l. júní og „sunnansamn- ingamir“ — öðru nafni „svika- samningarnir" innleiddir — ekki á þeim forsendum, að fyrirtæk- in hefðu ekki efni á því að greiða fulla vísitölu. Nei, þeir Hannibal og Bjöm höfðu gert svo lélega samninga fyrir sunn- an!! Fyrir það skyldi verkafólk í Neskaupstað gjalda — í stað þess að vera eins og lýsandi kyndill í eýðimörkinni til upp- örvunar þeim, sem vildu skáka „skálkunum tveimur" frá samn ingaboðinu, svo að hin óhviknla og ósvikula „róttæka forysta" gæti „án rýtings í bakið" iryggí launþegum þá fyrirmyndarsamn inga, sem tvímenningarnir eiga að hafa hindrað á undanförnum árum. Og nú er spurt: Hvað gera fyrirtæki Lúðvíks og Bjarna í Neskaupstað 1. marz? Verffa þau lýsandi kyndill eða vafurlogi einn? KRON Framhald af bls. 1. laginu trúlega í í>llt að tuttugu ár, meðan nýráðið starfsfólk hélt áfram! Það var ódýrara vinhuafl. kauplægra. Er það svona, sem starfsaldursuppbæt- urnar eiga að verka? Á þessu hafa engar skýringar fengizt hjá stjórn félagsins, sem lýtur ör- uggri „róttækri forystu" og við- leitni VR til leiðréttinga hefur í engu verið anzað. Já, hvað gerir KRON 1- marz- Það verður tekið eftir því.

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.