Nýtt land-frjáls þjóð - 28.02.1969, Blaðsíða 7
NÝTT LAND
FRTÁLS ÞTÓÐ
Hr. bréfrítari. 'l'*a!
Snemma í janúar sl. áttum
við Sverrir Pálsson skóla-
stjóri stund saman og röbb-
uðum um heima og geima.
Samtalið birtist í Lesbók
Morgunblaðsins 9. þ. m. og
hinn 1). þ. m. gerið þér mér
þann heiður að vitna í það
og færa mér þakkir fyrir tvö
sérstök atriði, er ég drap á.
Þótti mér vænt um, an lang-
ar þó að ræða málið ofurlít-
ið nánar. Ég skal taka það
fram, aW ég hef mikinn áhuga
á mannlífi og þróun þess hér
á jörð, af því ég finn greini-
lega til þess innst í vitund
minni, að það er miklu mik-
ilsverðara en menn yfirleitt
gera sér grein fyrir. Yrði það
almenn vitneskja, að líf okk-
ar þessi ár í harðbýli dimms
hnattar sé þýðingarmikill á-
fangi á langri íeið til full-
vaxtar, þá yrðu viðhorf okk-
ar og breytni allt önnur, og
að auki yrði lífið hverjum
og einum léttbærara, ham-
ingjumeira, því að skilja til-
gang athafna er undirstaða
þess, að þær veiti sanna
gleði. Hluti lífs okkar, já,
stærri og stærri, er stjórn-
mál, þess vegna hef ég áhuga
á þeim. Ég er fæddur „kom-
monisti“, þ. e. lífsskoðun
mín er, að sameignarkerfi sé
gott. Sá frum-kommonismi,
sem við skynjum í lífi frum-
stæðra þjóða, t. d. Grænlend-
inga fyrr, og einnig í kenn-
ingum kristinna frumsöfn-
uða. Þessvegna tók ég heils-
hugar, fyrst í stað, þeim
kommonisma, sem hugsjóna
menn færðu mér á gulldiski
fagurdreymis og sögðu að
verið væri að framkvæma í
Sovét. En snemma, komst ég
að raun um, að eitthvað
myndi skorta á þroska þeirra
einstaklinga, sem þar voru á
ferð með helgidóm í hönd-
um. Ég afneita því kommún
ismanum eins og hann hef-
ur verið framkvæmdur, ekki
sízt þegar hinn eini sanni
kommonismi er orðinn þrí-
einn — Kína-Moskvu-Júgó-
slavíu kommonismi. Á hverj-
um stað hinn eini sannleik-
ur. En ég held þó, að mér
fari nú eins og kommúnist-
unum, sem afneita guði,
vegna misnotkur.ar manna
á boðskap hans, er ég af-
neita kommúnisma vegna
misnotkunar manna á hug-
sjón þeirri. En kannski var
Sovétkommúnismí frá upp-
hafi annar en sá frumkomm-
únismi sameignar og bræðra-
lags, er ég sá í hugljómun,
kannski sem gamla minning.
KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK:
Til höfundar Reykjavíkurbréfs
Þá hef ég bara verið hafður
að fífli? Ég tek það sem
hvert annað fótakefli. Mað-
ur er alltaf að tefjast á leið-
inni heim. Við getum því
raunar látið útrætt um fyrri
hluta tilvitnunar yðar, nema
hvað hún kynni að grípa
inn í hina síðari.
Sú tilvitnunin er um á-
byrgð einstaklinganna í þjóð
félaginu. Ég er sannfærður
um, að hinir pólitísku flokk
ar okkar hafa spillt stórlega
fylgjendum sínum. Þar éiga
þeir allir jafna sök. Ég sagð-
ist hafa rætt um það við vini
mína í verkalýðshreyfing-
unni. En ekki vegna þess, að
ég telji þá neitt sekari en
aðra. Atkvæðaveiðar hafa
vaxið á kostnað ábyrgrar af-
stöðu til þjóðmála, líkt og
síldveiði á kostnað stofnsins
í heild. En ég endurtek, að
mér finnst áÖ liver einasti
maður beri mikla ábyrgð, á
og í þjóðfélagi sínu. Og hér
á landi sérstaklega. Þjóðin
er fámenn, við erum öll ná-
skyld að ætt með jafnan rétt
til náms og starfa, með sam-
eign dýrari annarra þjóðá
arfi, ég á við þjóðmenning-
una, við búum afskekkt og
ættum að geta haldið sér-
stöðu og sérkennum okkar
betur en aðrar stærri og
þröngbýlli heildir. Þvf end-
urtek ég: Ég, maðurinn, hvar
og hvernig sem hann er
staddur í'þjóðfélagsstiga, ber
jafnmikla ábyrgð á heill og
hag alþjóðar eins og hr.
Bjarni Benediktsson,þó hon-
um hafi verið falið ákveðið
framkvæmdarvald. — En,
hvorki hann né nokkur ann-
ar má sljóvga þessa tilfinn-
ingu annarra einstaklinga.
En það hefur verið gert í æ
ríkari mæli, og þar af súpum
við seyðið. Við skulum bara
vera fullkomlega hrein-
skilnir. Stjórnmálaflokkarn-
ir hafa siðspillzt. Stjórnar-
andstaðan er óábyrg, stjóm
óbilgjörn. Hagsmunir og
fylgisvon ræður orðum og
gjörðum, ekki þjóðarhagur.
Stundarvinsæld freistar meir
en jákvæð aðgerð, er ylli
mótstöðu í bili. Hver og einn
reynir að eigna sér hið vin-
sæla, koma sökinni á hinn.
Þessi ómerkilegi veiðiþjófn-
aður í landhelgi náungans
er að verða meir en flokka-
löstur, hann er að verða siða
lögmál einstaklinganna. Því
krefst ég endurmats og að
snúið verði inn á heilbrigð-
ari brautir. Látum hvern ein
stakling hafa frelsi til að
hugsa og taka afstöðu, ger-
um honum að nýju ljósa á-
byrgð hans í hinni stóru fjöl
skyldu, er býr félagsbúi á
góðri jörð. Fjölskyldu, sem
heitir íslendingar og býr á
íslandi.
En til þess að þessi krafa
hafi eitthvert raunhæft gildi,
verðum við að fá jákvætt svar
við mikilvægri spurningu:
Vilja flestir, heht allir, ts-
lendingar halda áfram að
búa öðrum óháðir og við
sem jöfnust lífsgceði i landi
sínu?
Nú þykir mér sem atburð-
ir nokkurra síðastliðinna ára
bendi ekki sérstaklega til að
svo sé, því miður. Þá er allt
tal um ábyrgð einstaklinga
og flokka ónytjuhjal eitt. Og
þá er lýðræðinu hætt.
En óskhyggja og ýmsar lik
ur benda þó til, að þjóðin
vilji halda áfram sjálfstæð-
um búskap í landi sínu og
vegna fæðar og náinna sifja-
banda kjósi hún að öllum
þegnunum sé gert lífið sem
bærilegast. Gengið út frá
því, má láta mistök fortíðar
liggja milli hluta og hyggja
fram, hversu okkur beri að
hegða okkur. Gleymum ekki,
að þjóðin er ein fjölskylda
og hver einstaklingur á rétt
og hefur skyldum að gegna.
En margs þarf búið við:
Fyrsta boðorð er að fjöl-
skyldan hafi gjaldmiðil, sem
líkast þeim er viðskiptavin-
ir hennar nota, og að á hann
skapizt traust, svo að hjúin
freistist ekki til að fleygja
honum af ótta við að hann
verði einskis nýtur á morgun.
Nám ungmenna skal miða
við hneigð og hæfni og öll
verkaskipting í samræmi við
það og hagsmuni búsins.
Húsbændur eru nauðsyn og
til þeirra verður að gera hin
ar mestu kröfur. Þau „hjón”
skulu skarpskyggn og ákveð-
in, en þó víðsýn. Aga þarf,
en styðjast skyldi hann við
þekkingu og skilning á
skapgerð einstaklinganna.
En engan má hafa útundan
og dekurbörn verða sjaldan
að manni. En þó vér viður-
kennum þann sannleik, að
hver og einn sé stór á sínum
stað og að öll störf í þágu
búsins séu jafn mikilvæg,
þykir oss eigi óréttlátt að
þeir, sem fram úr skara og
bera þyngstu byrðar, fái
umbun fyrir. Eðlilegt virðist
að sá, er sækir björg í kald-
ar greipar hafsins, fái meir í
sinn hlut en sá, er situr í
hlýrri og hættulausri dyngju
við að skrifa reikninga bús-
ins. Sá er hjarðar gætir og
hefur langar vökur, má með
réttu fá skófnapottinn auk-
reitis. Þeir sem sjá um inn-
kaup vöru bera mikla á-
byrgð, bæði um rétt val og
einnig í meðferð sameigin-
legra fjármuna, þarf að
fylgjast vel með að höggorm-
, ur síngirninnar leiði þá ekki
á villigötur og hvísli í eyru
þeim, að hér sé persónuleg
ábatavon. Þessir þyrftu sér-
staka þjálfun í siðfræði og
ábyrgðartilfinningu. Þeim
skyldi og fenginn í hendur
sérlega nákvæmur innkaupa
listi, saminn af húsbændum
og miðaður við þarfir heild-
arinnar. Takist þeim vel,
skal það metið. Eigi má
gleyma, að gjaldeyrir er tak-
markaður og ber því að
stefna að sem mestri fram-
leiðslu heima. Minnast má
þess, að þjóðin lifði þá daga,
er engin sigling var nokkur
ár í röð, sýnir það hve bú-
jörðin er góð, að hún gat
brauðfætt ábúendur af eig-
in nytjum. Fjölskylda, sem
heilshugar vinnur að búi,
vantreystir engum meðlima
sinna, virðir húsbændur
sína, á stolt og metnað fyr-
ir eigin hönd, minnug og
geymin á söguleg auðæfi, er
hólpin um allan aldur. Þó
er skynsamleg fyrirhyggja á-
valt þörf, að safna f góðæri
til hinna mögru, sem koma
kunna. Áherzla sé lögð á að
aldraðir og sjúkir verði ekki
afskiptir, enda skuldar þjóð-
félag engum meir en þeim,
sem unnið hafa lengstan
vinnudag. Ekki sjáum vér á-
stæðu til, að fjósamenn hafi
sérstakan lífeyrissjóð, smalar
eða fiskimenn annan, vöru-
dreifendur og gatnagerðar-
menn hinn þriðja. Einfald-
ast að allir hafi einn og hinn
sama, greiði til hans svipuð
gjöld og njóti og líkrar
hjálpar, er á bjátar. Banka
þarf svo lítil fjölskylda sem ;
vor ekki marga, enda eykur
það mjög þörf hárra vaxta,
sé sá tilkostnaður kannski
eitthvað í átt við það, sem
var 1969, hvað þá meiri.
Trygging sameiginlegra og
sér eigna skal og öll undir
einum hatti. Samkeppni er ó-
þörf svipa í samstæðri fjöl-
skyldu, þar sem hver elskar
náungann eins og sjálfan sig.
Raunveruleg stéttaskipt-
ing er ekki lengur til meðal
vor. Enginn á kröfu á gxð-
um á kostnað annarra, þó
skulu afrek og dyggðir ein-
staklinga að fullu metnar,
og hafi hver og einn fullan
rétt til sérskoðana og túlk-
unar þeirra. Bölvanlegur er
sá einn, sem veikir grunninn
undir samfélagshöllinni á
einhvern hátt: Fjárdráttur,
landráð, vinnusvik, rógmæli,
skoðanakúgun, mannvíg,
málskemmdir, undirlægju-
háttur við útlendinga, póli-
tískur sóðaskapur eins og
1969 og áður o.s.fr. o.s.frv.
En enginn lifir á líkamlegri
velferð einni saman. Skáld
orðs, lita og tóna og aðrir
skemmtunarmenn skyldu
ekki þurfa öðrum störfum
að gegna í fjölskyldubúi
voru, en fá að ganga um
eldaskála meðal kvenna, þvi
þeirra störf eru engu síður
þjóðarnauðsyn en fiskidrátt
ur og vörudreifing. Nú erum
vér komnir í samfélag þar
sem persónuleg ábyrgð hvers
einstaklings er ekki kvöð,
heldur Ijúf skylda. Að
fleygja íslenzku þjóðlífi daga
og alda í hafrót milljóna-
múgs er ekki aðeins dauða-
dómur þess, heldur skaði
stór öllum heimi. Sérkenni-
legur gróður vor mætti
verða öllum augnayndi og
kannski fyrirmynd ef vel
tekst til.
Landið er lítið og af-
skekkt. Þjóðin fámenn og
bundin sifjum nánum. Hún
getur átt bjart vor framund-
an, ef enginn svíkst úr leik
og metur eigin hag og frama
ofar velferð fjöldans. Það
hvílir á hverjum einstökum
íslendingi mikil ábyrgð
frammi fyrir guði og al-
heimi. Gott málefni má
aldrei drepa í átökum flokka
eða einstaklinga um þá smá-
muni, hverjum beri mestur
heiður af hugmynd eða
framkvæmd. Örlög okkar eru
svo tengd, að hamingjan get
ur aldrei orðið einkamál.
Mér ber að gæta bróður
míns án undantekningar.
K.f-D.